Fréttablaðið - 31.03.2005, Side 54

Fréttablaðið - 31.03.2005, Side 54
34 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S R O L 26 34 2 0 3/ 20 05 Þegar ég sá ... ...hvað hann var með í hendi vissi ég að þetta var maður með óaðfinnanlegan smekk ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S R O L 26 34 2 0 3/ 20 05 Óttar Felix Hauksson, útgefandi hjá Zonet, var nýverið kjörinn formaður Taflfélags Reykja- víkur, TR. Óttar hefur mikla reynslu úr taflheiminum því hann hefur undanfarin ár verið í stjórn TR og var á árum áður í stjórn Skák- sambands Íslands. Mikill skákáhugi hefur jafn- framt verið í föðurætt Óttars. Hann varð sjálfur Íslandsmeist- ari í opnum flokki árið 1979, auk þess sem faðir hans, Haukur Sveinsson, tefldi í landsliðsflokki frá 1958 til 1963. Sveinn Rúnar, eldri bróðir Óttars, varð einnig fyrsti unglingameistari Íslands í skák árið 1962 og afi þeirra, Sveinn, var þekktur skákdæma- höfundur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og það er ýmislegt á döf- inni, þar á meðal Evrópukepppni skáksveita seinna á árinu á Ítalíu,“ segir Óttar um formanns- starfið. „TR er elsta og virðuleg- asta taflfélag landsins og þarna er mikið unglingastarf og upp- byggingarstarf í gangi.“ Óttar hitti Bobby Fischer á Hótel Loftleiðum eftir að hann var búinn í viðtali á Stöð 2. „Við hinkruðum á meðan þessi vit- leysa stóð yfir. Sæmi kynnti mig sem formann TR og ég tók í höndina á honum og sagði að það væri heiður að fá hann í heim- sókn og bauð hann hjartanlega velkominn,“ segir Óttar. „Hann var órakaður og óklipptur en virtist vera í fínu jafnvægi og ekkert þreytilegur eins og maður hélt. Hann var mjög skýrlegur til augnanna og greindarlegur en ívið lægri heldur en í minning- unni. Ég hafði séð hann á sviðinu 1972 í Laugardalshöll og hann virkaði hávaxinn í minningunni en er það ekki. Göngulagið er samt alveg það sama. Hann er stórstígur eins og bóndi sem er að ganga yfir þúfur á móti vindi.“ ■ Fisher eins og stórstígur bóndi STJÓRN TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR Sitjandi frá vinstri: Ríkharður Sveinsson ritari, Torfi Leósson varaformaður, Óttar Felix Hauksson formaður og Gunnlaugur Karlsson gjaldkeri. Efri röð frá vinstri: Ólafur Kjartans- son, Sigurlaug Friðþjófsdóttir, Ólafur Ásgrímsson, Benedikt Jónasson og Þorfinnur Björnsson. Á myndina vantar Krist- ínu Sigurðardóttur og Ásgeir Tryggvason. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Ragnhildur Gísladóttir. Kojo. Sigrún Guðjónsdóttir. Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að millinafnið Gnarr uppfyllti ákvæði laga um manna- nöfn. Grínistinn og listamaður- inn Jón Gnarr sótti um að fá nafnið samþykkt og varð að ósk sinni í fyrstu atrennu. „Þetta er fín viðurkenning af því að þetta er sniðugt nafn,“ segir Jón. „Það á sér reyndar for- dæmi og er til forníslensku. Mig minnir að það þýði stormur á hafi úti. Það er líka þekkt úr fornensku og þýsku. Á ensku þýðir það að urra og á þýsku þýð- ir það marr í hurð.“ Á meðal fleiri nafna sem voru samþykkt af mannanafnanefnd voru eiginnöfnin Tímoteus, Estefan og Andrá og millinafnið Hofland. Aftur á móti var nöfn- unum Anndrá, Hávarr, Sven, Blær (kvenmannsnafn) og Tímótheus hafnað. Jón var skírður Jón Gunnar en sem unglingur felldi hann nið- ur millinafnið Gunnar og tók upphafsstafinn G. Síðan þá hefur hann alltaf skráð sig sem Gnarr, einn Íslendinga. Hann segist vera mjög þakklátur manna- nafnanefnd fyrir að hafa komist að þessari niðurstöðu og vonast til að með tíð og tíma verði Gnarr að ættarnafni og að eftir 500 ár muni afkomendur hans hafa mynd af sér uppi á vegg. Þrátt fyrir að hafa fengið samþykki fyrir nafninu Gnarr segir Jón að mannanafnalögin á Íslandi hafi alltaf verið í hálf- gerðum ólestri. Eitt hefur mátt og síðan sé það bannað á morgun. „Nöfn sem voru harðbönnuð fyrir nokkrum árum eru leyfð í dag. Það er mín persónulega skoðun að fólk eigi að fá að ráða þessu sjálft,“ segir hann. „Mér finnst að þú eigir að geta skírt son þinn Hótel Volkswagen ef þú vilt en kannski ekki ef þú ætlar að skíra hann Adolf Hitler, það verða að vera einhver mörk. En mér finnst þetta mannanafnarugl vera hlut- ur sem smátt og smátt muni fjara út og deyja.“ freyr@frettabladid.is JÓN GNARR Jón fékk nafnið sitt Gnarr samþykkt hjá mannanafnanefnd í fyrstu atrennu. JÓN GNARR: FÉKK NAFNIÐ SITT SAMÞYKKT Gnarr var skírður Gunnar FRÉTTIR AF FÓLKI ...fær Ragnhildur Gísladóttir, sem hefur skemmt okkur með Stuð- mönnum um áratugaskeið. Ragga ætlar nú að róa á ný mið og kveður Stuðmenn í bili. HRÓSIÐ ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. Lárétt: 2 ílát, 6 sláturfélag, 8 flýtir, 9 fiskifæða, 11 tveir eins, 12 beisku, 14 sára, 16 listamaður, 17 eins um d, 18 lík- amshluta, 20 tónn, 21 óhrædd. Lóðrétt: 1 heil, 3 íþr. fél., 4 iðka, 5 farfa, 7 brothættir, 10 leiða, 13 grip, 15 svara, 16 nögl, 19 dýramál. Lausn. Lárétt:2skál,6ss,8asi,9áta,11tt, 12römmu,14kauna, 16 kk, 17ndn,18 lim,20as,21órög. Lóðrétt:1ósár, 3ka,4ástunda,5lit,7 stökkir, 10ama,13mun,15ansa,16kló, 19mö. AÐ MÍNU SKAPI DAGBJÖRT ÁSBJÖRNSDÓTTIR, VERKEFNISSTJÓRI HJÁ ÍTR OG LISTAKONA Í LJÓSBERAHÓPNUM TÓNLISTIN Safndiskurinn American Music Club og svo Music for the Patriot -diskurinn þar sem saman- komnir eru margir af mínum uppá- haldstónlistarmönnum eftir dágóða pásu. Mark Eitzel er í sínu besta formi og yljar manni um hjartarætur með kaldhæðnislegri sjálfsvorkunn sinni og sterkum pólitískum skoðunum. BÓKIN Conversation with God eftir Neale Donald Walsch. Mér finnst þessi bók mjög skemmtileg, hún er stútfull af heilbrigðri skynsemi en fær mann líka til að hugsa út fyrir rammann um tilgang lífsins og hvar maður finnur svörin. BÍÓMYNDIN Sideways. Ég sá hana um páskana og var yfir mig hrifin. Þetta er heilnæm mynd með boð- skapinn um að lífið er akkúrat núna og einu hindranir sem eru til staðar eru þær sem bærast innra með okkur sjálfum. BORGIN Trinidad á Kúbu. Ég flakkaði um Kúbu árið 2000 með tveimur vin- um og við enduðum í þessari litlu, sætu borg sem algjörlega heillaði mig upp úr skónum. Við bjuggum heima hjá skemmtilegu fólki sem gaf manni góða innsýn í kúbverskt samfélag. Ég sé hana enn í hyllingum, þessa litlu strangkaþólsku borg. BÚÐIN Gust á Laugaveginum. Ég fíla þessa búð, hún er með ákveðinn stíl og ég kann vel við að þarna fær maður sérhönnuð föt. VERKEFNIÐ Helst er að nefna nýjasta af- rekið okkar í Ljósberahópnum; Hratt og hömlulaust: raunveruleiki íslensku fjöl- skyldunnar? sem er verið að sýna í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Ljós- berahópurinn er eitt þeim verkefnum sem gerir svo frábært að vinna í grasrót- inni, hópur áhugasamra kvenna sem hristir upp í fólki með sínum hugsjónum. Af öðru er það endurreisn Kynfræðifélags Íslands sem vill standa fyrir faglegri um- ræðu um kynlíf og kynheilbrigði fólks. Samræður við Guð, Trinidad og Mark Eitzel FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Eins og Fréttablaðið greindi frá ígær ætlar Ragnhildur Gísladóttir ekki að syngja með Stuðmönnum á næstunni og ekki er vitað hvenær hún snýr aftur. Mikil dulúð hvílir hins vegar yfir því hver muni fylla skarð hennar. Margar eru tilkallaðar en fáar útvaldar en nokkur nöfn hafa þó heyrst í þessu samhengi. Andrea Gylfadóttir þykir koma mjög sterk inn enda hefur hún allt til þess að bera að geta komið í stað Ragnhildar. Þá hætti Ragnheiður Gröndal í Ske vegna anna en spurning er hvort þær annir séu ekki hreinlega Stuð- menn. Þá gæti dóttir Jakobs og Ragnhildar, Bryndís Jakobs- dóttir, farið létt með þetta ábyrgðarfulla hlutverk og fengið dýrmæta reynslu áður en stökkið stóra yrði tekið út í hinn stóra heim. Þá er líka spurning hvort ein- hver þessara söngkvenna sé tilbúin að hella sér út í það að vera ein- göngu Stuðmaður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sjónvarpsmaðurinn eldhressiSveppi mun leika Kalla á þakinu í samnefndu fjölskylduleikriti sem verð- ur sýnt í Borgarleikhúsinu í sumar. Frumsýningardagur- inn færist óðum nær og æfingar verða að sama skapi tíðari og stífari. Það má því gera ráð fyrir að Sveppi verði önnum kafinn næstu vikur og mánuði og að Kalli muni óhjá- kvæmilega koma niður á þátttöku hans í hinum vin- sælu þáttum Strák- arnir á Stöð 2. Þættirnir eru sendir út alla virka daga og taka sinn tíma í framleiðslu en aðdáendur Strákanna bíða nú spenntir eftir því að það skýrist hvort Sveppi muni standa vaktina áfram eða fara í frí. Fari Sveppi í frí þurfa þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon að gera upp við sig hvort þeir treysti sér til að halda þættinum úti Sveppa- lausir eða hvort leitað verði að afleys- ingu en það er líklega á fárra færi að fylla skarð Sveppa.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.