Fréttablaðið - 31.03.2005, Síða 2

Fréttablaðið - 31.03.2005, Síða 2
2 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR Forsætisráðherra um sveiflur krónunnar: Evran verður til skoðunar EFNAHAGSMÁL Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir aðstæður einstakar í efnahagslífinu nú meðan stóriðjuframkvæmdir standa yfir. Þær eigi sér ekki fordæmi og ekki séu til töfraformúlur til að leysa þau vandamál sem upp kunni að koma, hvort sem litið sé til almennr- ar hagstjórnar eða þrengri þátta eins og vinnumarkaðar. Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherra á árs- fundi Seðlabankans. Halldór gerði einnig gjaldmiðil- inn að viðfangsefni sínu. Hann sagði okkur gjalda þess að fjár- magnsmarkaðurinn væri lítill. „Til- tölulega litlar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu geta skapað miklar sveiflur í gengi okkar litlu íslensku krónu. Ég held að þetta sé staða sem við verðum að búa við á meðan við höfum okkar eigin gjald- miðil,“ sagði Halldór og bætti því við að með þessu væri hann ekki að segja að upptaka evru myndi leysa öll vandamál. „En þetta er eitt þeirra atriða sem hljóta að koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins eru brotnar til mergjar.“ Halldór lagði áherslu á að um- ræða um vandamál í hagstjórn væri nú af öðrum toga en hefði verið fyrr á tímum þegar glíman var við verð- bólgu og kaupmáttarrýrnun almennings. Hann sagðist kunna betur við umræðu um þau vanda- mál hagstjórnar sem nú þyrfti að glíma við. - hh Samkeppnisstofnun segir reglurnar settar ólíkum fyrirtækjum: Kvartanir Og Fjarskipta hafa ekki borist SAMKEPPNI Samkeppnisstofnun hefur ekki fengið formlegar at- hugasemdir frá Og Fjarskiptum eða beiðni um endurupptöku nýrra reglna sem hún setti fjar- skipta- og fjölmiðlasamsteypun- um Og Vodafone og 365 ljósvaka- miðlum, og samsteypu Símans og Skjás eins. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, segir ekki hægt að svara ásökunum Og Fjar- skipta fyrr en formlegt erindi berist. Ekki sé hægt að taka af- stöðu til þess hvort breyta þurfi reglunum fyrr en þeir sjái rök- stuðning fyrir því. Reglurnar endurspegli ólíka stöðu fyrirtækj- anna: „Landssíminn er markaðsráð- andi fyrirtæki á fjarskiptamark- aði en 365 ljósvakamiðlar er með sterka stöðu á sjónvarpsmark- aði,“ segir Guðmundur: „Það væri í sjálfu sér fráleitt að sams konar skilyrði væru fyrir báðum sam- rununum út af mismunandi vægi fyrirtækjanna.“ Og fjarskipti segja stofnunina mismuna fyrirtækjasamsteypun- um með ólíkum skilyrðum um dreifingu sjónvarpsefnis. Skjár einn geti krafist að myndlyklar fyrirtækisins séu einungis notaðir til að taka á móti sjónvarpsefni þess fram til júlí 2007. Það geti 365 ljósvakamiðlar ekki frá og með næstu áramótum. - gag Auðun Georg tekur starfið Auðun Georg Ólafsson kveðst munu taka að sér starf fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Hann vonast til að málið leysist farsællega. Fréttamenn ræða vinnu- stöðvun ef hann sest í stólinn. Starfsmannasamtök RÚV funda í dag. RÍKISÚTVARPIÐ „Ég vona að þetta mál leysist farsællega og þá innan húss en ekki í gegnum fjölmiðla,“ sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst að sjálfsögðu myndu taka við frétta- stjórastarfinu, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. „Þetta er innanhússmál,“ sagði hann, „sem ég vil að verði leyst á þeim vett- vangi og með þeim hætti að menn ræði saman.“ Fréttamenn fréttastofa Útvarps og Sjónvarps settust á fund í hádeginu í gær til að ræða hugs- anlegar aðgerðir ef og þegar Auð- un Georg tæki við fréttastjórn. Þeir ræddu með- al annars vinnu- stöðvun eða hægagang við fréttaöflun. Jafn- vel yrði gripið til „faglegra funda- halda“ í vinnu- tíma. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa tvívegis lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarps- stjóra vegna ráðningarinnar. Al- mennur fundur starfsmanna Ríkis- útvarpsins hefur hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka með 93 prósentum atkvæða. „Það var ekki tekin nein ákvörð- un um hvað menn ætla endanlega að gera,“ sagði Arnar Páll Hauks- son, sem ekki vildi tjá sig um um- ræddar aðgerðir. „En einróma nið- urstaða fundarins var sú að menn ætla ekki að vinna með þessum fréttastjóra.“ Aðrir fréttamenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng og Arnar Páll. G. Pétur Matthíasson kvaðst óttast að margir myndu hugsa sér til hreyfings frá RÚV ef svo færi sem horfði að Auðun Ge- org tæki við stjórnartaumunum á fréttastofunni. Fundur verður haldinn í starfs- mannafélagi Ríkisútvarpsins í há- deginu í dag. Þar verða hugmyndir um viðbrögð starfsfólks ræddar. Á fundinum í gær völdu fréttamenn fjóra úr sínum hópi til að undirbúa starfsmannafundinn í dag. Fjórir af fimm fréttamönnum sem Bogi Ágústsson, forstöðumað- ur fréttasviðs, taldi hæfasta til að gegna starfi fréttastjóra, en var hafnað, hafa óskað eftir rökstuðn- ingi frá Markúsi Erni Antonssyni fyrir höfnuninni. Sá fimmti sagði upp. jss@frettabladid.is SKÁLMÖLD Bíll tilræðismannanna í Mosul var í ljósum logum eftir árásina. Óöld í Írak: Skotárásir um allt land BAGDAD, AP Á annan tug manna týndi lífi í tilræðum víðs vegar um Írak í gær. Mannskæðasta árásin var gerð í Mosul þar sem fjórir upp- reisnarmenn skutu sex vegfarendur til bana áður en þeir féllu fyrir byssukúlum hermanna. Hvorki gengur né rekur í stjórn- armyndunarviðræðum í landinu og er ekki útlit fyrir að menn nái sam- an í bráð. ■ Wolfowitz: Rétti fram sáttahönd BRUSSEL, AP Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Paul Wolfowitz verði bankastjóri Alþjóðabankans. Hann ræddi við fjár- mála- og þróun- armálaráðherra E v r ó p u s a m - bandsríkjanna í Brussel í gær og þótti komast vel frá þeim fundi. Margir evrópsk- ir stjórnmála- menn höfðu gagnrýnt skipun hans mjög. Þrátt fyrir herskáa fortíð sína lofaði Wolfowitz virkri samvinnu í bar- áttunni gegn fá- tækt. Ráðherr- arnir voru á einu máli um að Wolfowitz hefði góðan skilning á ástandi þróunarlandanna og leist þeim vel á framhaldið. ■ SPURNING DAGSINS Alfreð, eru stjórnmálin ekki óttalegur sandkassaleikur? “Fyrir barnafjölskyldur getur sand- kassaleikur stundum verið lífsins alvara.“ Borgaryfirvöld kynntu á dögunum hugmyndir sín- ar um gjaldfrjálsan leikskóla. Sjálfstæðismenn hafa fundið þeim ýmislegt til foráttu og hefur meðal annars komið til orðaskaks á milli fjár- málaráðherra og Alfreðs Þorsteinssonar, for- manns borgarráðs. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Danska morðið: Tveir menn eftirlýstir DANMÖRK Danska lögreglan hefur lýst eftir tveimur mönnum í tengslum við morðið á leigubíl- stjóranum Torben Vagn Knudsen. Líkið af honum fannst í pörtum um páskahelgina. Sjónarvottar segjast hafa séð Knudsen að morgni föstudagsins langa í fylgd með dönskumælandi manni af asísku bergi brotnu og öðrum sem talinn er vera Banda- ríkjamaður. Þá kveðst lögreglan hafa fund- ið íbúð þar sem ummerki um voðaverkið voru sjáanleg. Íbúðin er í götunni þar sem höfuð og búk- ur Knudsen fundust á páskadag. ■ LÍTILL GJALDMIÐILL Halldór Ásgrímsson segir sveiflur fylgja því að við erum með eigin gjaldmiðil. Þegar sveiflur gengis séu brotnar til mergjar hljóti evran að vera eitt af því sem koma hljóti til skoðunar. VINNUSTÖÐVUN Fréttamenn Ríkisútvarpsins sátu á fundi í gær, þegar myndin var tekin, og ræddu ýmsar hugsanlegar aðgerðir, þar á meðal vinnustöðvunAUÐUN GEORG ÓLAFSSON Vonar að málið leysist farsællega. SAMKEPPNISSTOFNUN Forstöðumaður samkeppnissviðs segir markmið nýrra reglna að reyna að auka sam- keppni á fjarskipta- og fjölmiðlamörkuðum. DÚFUKURR Í HAUKNUM Paul Wolfowitz komst vel frá fundinum í Brussel en fá dæmi eru um að ráðherra- ráðið kalli menn á sinn fund með þess- um hætti. Halldór um evruna: Össuri þykir lítið til koma EFNAHAGSMÁL Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir ummæli Halldórs um evruna. „Þetta er svona dæmi- gerð framsóknarmennska. Auðvit- að hljóta Íslendingar að skoða alla möguleika og margsinnis hefur verið sýnt fram á að ákveðnir kostir fylgja evrusamstarfinu.“ Hann bendir máli sínu til stuðnings á loðn- ar Evrópuyfirlýsingar framsóknar- manna á flokksþingi á dögunum. Össur aftekur að flokkarnir tveir hafi færst nær í þessum málum. „Það er ekkert daður á milli Fram- sóknarflokksins og Samfylkingar- innar.“ - shg VINNUSLYS Á GRUNDARTANGA Krani rakst í höfuð manns þar sem hann var við vinnu í Grund- artangahöfn í gær. Nokkuð blæddi úr höfðinu en maðurinn missti þó ekki meðvitund. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Akraness. UMFERÐARSLYS Í EYJAFIRÐI Maður slasaðist alvarlega í bíl- veltu á Eyjafjarðarbraut vestri við bæinn Hólshús um kaffileytið í gær. Maðurinn var einn í bíln- um og var hann fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og síðan til Reykjavíkur með sjúkra- flugi. ÁREKSTUR Í AUSTURBORGINNI Tveir bílar skullu harkalega sam- an í gærkvöld við Hólsveg. Tveir voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru minniháttar. Bílana varð hins vegar að draga í burtu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.