Fréttablaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 6
6 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR Ný skýrsla um ástand jarðarinnar: Móðir jörð á undir högg að sækja UMHVERFISMÁL Ný rannsókn sýnir að stór hluti náttúrunnar hefur orð- ið fyrir verulegum ágangi af völd- um mannfólksins. Grípa þurfi strax inn í ef ekki eigi að fara illa. Rannsóknin er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á ástandi jarð- arinnar. 1.360 vísindamenn frá 95 löndum unnu að henni í fjögur ár og var afraksturinn kynntur í gær. Niðurstöður hennar eru að fólks- fjölgun og efnahagsumsvif síðustu áratuga hafi verið á kostnað náttúr- unnar. Þetta getur haft þær afleið- ingar að barátta gegn fátækt og far- sóttum verði fyrir bí. Skýrslu- höfundar segja að sextíu prósent graslendis, skóga, fljóta og stöðu- vatna hafi skaðast verulega og verði ekkert að gert geti vatnsból, fiskimið og skógar eyðilagst með öllu á næstu áratugum. Kofi Annan, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, sagði að skýrslan væri áminning um hvernig við gætum breytt um stefnu en samtök- in hafa stutt við gerð hennar. Á meðal úrræða sem bent er á í rannsókninni er afnám viðskipta- hindrana og niðurgreiðslna á land- búnaðarvörum, aukin verndun skóglendis og strandsvæða og enn frekari takmarkanir á losun gróður- húsalofttegunda. ■ Vilja vita um ferðir Fischers úr landi Bandaríkjamenn vilja vera látnir vita ef Bobby Fischer ferðast frá Íslandi. Engar líkur eru á að orðið verði við því. Fischer verður heldur ekki framseldur. Utanríkisráðherra segir að Bandaríkjamenn viti það vel. FISCHER-MÁLIÐ Bandaríkjamenn hafa farið fram á það að vera látnir vita ef Bobby Fischer fer úr landi. Þessu var komið á framfæri í gegn- um alþjóðalögregluna Interpol, sem sendi ríkislögreglustjóra bréf. Auk þess var óskað eftir staðfest- ingu á veru Fischers hér á landi og það hefur verið gert. Íslensk yfirvöld hafa ekki svar- að beiðninni um að láta bandarísk yfirvöld vita af ferðum Fischers. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins eru engar líkur á því að þau muni samþykkja að verða við henni því ekki er vaninn að fylgjast með ferðum íslenskra ríkisborgara. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra sagði í gær að beiðni Banda- ríkjamanna væri ekki einungis formsatriði. „Þetta er meira en það, vegna þess að farið er fram á að upplýst verði ef Fischer ferðast úr landi. Þar með gætu Bandaríkja- menn óskað eftir því að hann yrði handtekinn í öðrum löndum. Hann ætti þá erfitt með að komast héðan,“ sagði Davíð. „Fischer verður ekki framseld- ur til Bandaríkjanna og Banda- ríkjamönnum var gert grein fyrir því strax í upphafi. Þeir vita það vel,“ segir Davíð. Samkvæmt ís- lenskum lögum er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. James Irvin Gadsden, sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í gær að mál Fischers væri til meðferðar í bandaríska dómsmála- ráðuneytinu og hann gæti ekki tjáð sig nánar um hvort ætlunin væri að krefjast framsals Fischers. Gads- den sagði aðspurður að vonbrigði Bandaríkjamanna yfir því að Ís- lendingar hefðu veitt Fischer ríkis- borgararétt myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna tveggja. „Við lítum á Ísland sem náinn banda- mann Bandaríkjanna og það hefur ekki breyst,“ sagði hann. Davíð sagðist ekki telja að málið myndi hafa áhrif á samskipti ríkj- anna. „Við höfum alltaf gert grein fyrir því að þetta sé gert af mann- úðarástæðum og við erum ekki að taka afstöðu með þeim margvíslegu yfirlýsingum sem Fischer hefur gefið í gegnum tíðina og okkur þykja á marga lund ósmekklegar og ósanngjarnar mjög.“ Talsmaður bandaríska dóms- málaráðuneytisins sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki geta tjáð sig um málefni Fischers. „Hvenær sem um er að ræða ákæru á hend- ur einstaklingi vegna lögbrots von- umst við alltaf til þess að hann verði framseldur. Hvort af því verður fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem hvar hinn ákærði er niður- kominn,“ sagði hann. Dómsmálaráðuneytið hefur nú beiðni Bandaríkjamanna til athug- unar en Björn Bjarnason dóms- málaráðherra vildi ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins frá Interpol. sda@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Ísafjarðar-Begga vill afplána við hlið mannsins síns á Litla- Hrauni VAR FLUTT NAUÐUG Í KARLA- FANGELSI Opinn fyrirlestur á Bifröst Ríki og alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar, OECD og WTO, hafa reynt að setja niður alþjóðareglur um fjárfestingar en það hefur reynst vandasamt. Á opnum fyrirlestri á Bifröst föstudaginn 1.apríl kl.15.00 mun Peter T. Muchlinski, gestaprófessor lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst halda fyrirlestur á sviði alþjóðlegs viðskipta- réttar og um vöxt fjölþjóðafyrirtækja. Rædd verða mismunandi sjónarmið sem takast á í þessum efnum og athyglisverðir þættir umræðunnar um hnattvæðingu, svo sem mikilvægi þess að ná jafnvægi á milli réttinda ríkja eru sem mislangt komin í þróun, hagsmuni fjárfesta gagnvart ríkjum og virðingu fyrir réttindum einstaklinga. Fyrirlesturinn er einkar áhugaverður fyrir sérfræðinga og stjórnendur fyrirtækja sem starfa á alþjóðavettvangi og ekki síður þá sem leggja stund á nám og rannsóknir á þessu sviði. Peter T. Muchlinski er prófessor í lögum og alþjóðaviðskiptum við lagadeild háskólans í Kent og kenndi um árabil við London School of Economics og University of London. Sérsvið hans lýtur að alþjóðlegum og evrópskum viðskiptarétti, stöðu fjölþjóðafyrir- tækja og rétti Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Hann hefur ritað fjölda bóka og greina á sínu sviði og verið ráðgjafi opinberra aðila varðandi beinar erlendar fjárfestingar. Nýleg skrif hans hafa m.a. fjallað um mannréttindi og félagslega hlið alþjóðaviðskipta. Hann er ráðgjafi ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun. Fyrirlesturinn verður haldinn á Bifröst föstudaginn 1. apríl kl.15 Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Alþjóðlegur viðskipta réttur og vöxtur fjölþjóðafyrirtækja Nánari upplýsingar á www.bifrost.is Þarft þú að fara í átak eftir páskaeggjaát? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu búin(n) að skila skatt- skýrslunni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 67% 33% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN ENN MÁ BÆTA ÚR Kofi Annan mælti fyrir skýrslunni í gegnum fjarfundabúnað þegar hún var kynnt í Tókýó í Japan. Hann hvatti þjóðir heims til að hugsa sinn gang. FRAMKVÆMDIR Töluverðar fram- kvæmdir standa nú yfir á mót- um Hringbrautar og Njarðar- götu. Njarðargata hefur verið lokuð fyrir umferð sunnan Hringbrautar og verður það áfram næstu þrjár vikur að sögn Höskuldar Tryggvasonar hjá Gatnamálastofu Reykjavíkur. Verið er að reisa göngubrú yfir Hringbraut auk þess sem verið er að aðlaga Njarðargötu að mótum gömlu og nýju Hring- brautar. Þá er unnið að jarðvegs- skiptum fyrir stöpla göngubrúar yfir Njarðargötuna. Höskuldur segir fram- kvæmdir við færslu Hringbraut- ar standa ágætlega. Tæplega ár sé liðið frá því að þær hófust og búast megi við að þeim ljúki í október. Inni í verkefninu er færsla götunnar og aðlögun þeirra gatna sem liggja að henni. Búast má við fleiri lokunum við Hringbraut í sumar. Til dæmis verði Snorragata lokuð á móts við Landspítala vegna gerð undirganga. Eftir 1. maí verður Miklabraut þrengd niður í tvær akreinar við Eskihlíð þegar ný Hringbraut verður tengd við austurenda götunnar. - sgi HRINGBRAUT Unnið er að gerð göngubrúar yfir Hringbraut. BOBBY FISCHER OG SÆMUNDUR PÁLSSON Í VERSLUNARLEIÐANGRI Í GÆR Davíð Oddsson segir að Bobby Fischer sé óhætt hér á landi. Hann verði ekki framseldur. Þá er afar ólíklegt að Íslendingar verði við beiðni bandarískra yfirvalda um að láta þau vita ef Fischer ferðist úr landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR AL D U R H AR AL D SS O N Færsla Hringbrautar: Njarðargata lokuð í þrjár vikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.