Fréttablaðið - 31.03.2005, Side 11

Fréttablaðið - 31.03.2005, Side 11
FIMMTUDAGUR 31. mars 2005 11 LAUG TIL UM SKOTÁRÁS Kona fannst illa slösuð á heimili sínu nærri Björgvin í síðustu viku. Sagði hún lögreglu að farandbóksali hefði skotið hana í fótinn. Tilefnið sagði hún vera að hún vildi ekki kaupa af hon- um bækur. Lögreglan hóf þegar leit að bóksalanum en gekk leitin seint. Við frekari rannsókn kom í ljós að konan hafði sjálf valdið áverkanum. Að sögn Aftenposten er hún ekki heil á geði. NOREGSKÓNGUR UNDIR HNÍFINN Haraldur Noregs- konungur lagðist á sjúkrahús í Osló fyrr í vikunni en á morg- un gengst hann undir hjarta- skurðaðgerð. Búist er við að Haraldur verði í um tíu daga að jafna sig en á meðan sinnir Hákon krónprins konung- legum skyldustörfum. ■ NOREGURÚtlendingalög í Austurríki: 300 tíma skyldunám í þýsku AUSTURRÍKI, AP Útlendingum sem ekki hafa þýsku að móðurmáli kann að verða gert að taka 300 þýskukennslutíma til að upp- fylla skilyrði fyrir varanlegu dvalarleyfi í Austurríki. Kveðið er á um þetta í stjórnarfrum- varpi sem er til umfjöllunar á austurríska þinginu. Verði frumvarpið að lögum verða allir erlendir dvalarleyf- ishafar sem hafa ekki sannan- lega sæmilegt vald á tungu heimamanna að sýna fram á að þeir hafi þegið tilsögn í málinu í alls 300 tíma áður en fimm ár eru liðin frá komunni til lands- ins, eða vera sendir úr landi ella. Borgarar Evrópusam- bandslanda verða undanþegnir reglunum. „Árangursrík aðlögun er ein- ungis möguleg ef fólk talar góða þýsku,“ sagði talsmaður innanríkisráðuneytisins í Vín- arborg. Samkvæmt gildandi lögum, sem sett voru árið 2003, verða innflytjendur að taka 100 þýskutíma á innan við fjórum árum eða sæta brottvísun úr landi ella. Nýju lögunum er ekki síst ætlað að skrúfa fyrir margar undanþáguleiðir sem eldri lögin hafa í reynd boðið upp á. ■ FRAMKVÆMDIR Tæplega 500 íbúðir munu rísa á nýju byggingarlandi á Arnarneshálsi í Garðabæ á næstu þremur árum. Samningur þess efnis var undirritaður af Ás- dísi Höllu Bragadóttur bæjar- stjóra, Ágústi Kr. Björnssyni framkvæmdastjóra Akralands og Sigurði Ragnarssyni fram- kvæmdastjóra Arnarlands. Akraland á 139 einbýlishúslóð- ir og Arnarland mun reisa fjölbýl- ishús á sinni lóð með 333 íbúðum. Akrahverfi liggur sunnan við Arnarnesveg og markast að vest- an af Hafnarfjarðarvegi. Landið verður byggt í þremur verkáföng- um að sögn Ágústar. Miðja svæð- isins verður byggð fyrst og síðan til sitt hvorrar handar. Áformað er að hefja gatnagerð fljótlega en bygging íbúða gæti hafist síðla næsta sumar. Annar áfangi hefst næsta vor og áfangi þrjú árið 2007. Ágúst segist ánægð- ur með að þessum áfanga skuli vera náð, enda sé það forsenda þess að uppbygging geti hafist. Akraland mun selja lóðirnar á sínu landi og mun sala lóðanna hefjast fljótlega eftir páska. - sgi Byggingaframkvæmdir í Garðabæ: Fimmhundruð íbúðir rísa á Arnarneshálsi AKRAHVERFI Fyrirhugað er að byggja tæplega 500 íbúðir á nýju byggingarlandi á Arnarneshálsi í Garðabæ. HÚMAR AÐ HJÁ SCHIAVO Ættingjar Terri Schiavo hafa reist lítinn helgidóm þar sem beðið er fyrir henni. Mjög er farið að draga af Schiavo enda hefur hún verið næringarlaus í tvær vikur. Samt hafa foreldrar hennar ekki látið af baráttu sinni. FRÁ VÍNARBORG „Árangursrík aðlögun er ein- ungis möguleg ef fólk talar góða þýsku,“ segir talsmaður austurríska innanríkisráðu- neytisins. M YN D A P Áratuga málaferli: Neitar að vera nasisti CLEVELAND, AP Draugar fortíðar- innar halda áfram að elta John Demjanjuk, 84 ára gamlan Bandaríkjamann af úkraínsku bergi brotnu. Fyrir tæpum tuttugu árum var hann framseldur til Ísraels þar sem hann var dæmdur til hengingar en yfirvöld töldu Demjanjuk vera fangavörð úr Treblinka-útrýmingarbúðunum sem gekk undir nafninu Ívan grimmi. Síðar var hann sýknað- ur af þeim sökum. Síðustu 25 árin hefur Demj- anjuk tvisvar verið sviptur rík- isborgararétti í Bandaríkjun- um. Nú á enn einu sinni að reka Demjanjuk úr landi og sem fyrr berst hann á hæl og hnakka. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.