Fréttablaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 31. mars 2005
www.plusferdir.is
N E T
Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
á Elimar í 7 nætur.á Pil Lari Playa í 7 nætur.
Verð frá 35.800 kr.
Portúgal 13. júní, 11. júlí og 1. ágúst
48.200 kr.* ef 2 ferðast saman.
Verð frá 34.930 kr.
Mallorca 1. júní, 13. júlí og 10. ágúst
46.730 kr.* ef 2 ferðast saman.
á Santa Clara í 7 nætur.
Verð frá 39.560 kr.
Costa del Sol
9. júní, 7. júlí og 18. ágúst
49.830 kr.* ef 2 ferðast saman.
á Res Madrid í 7 nætur.
Verð frá 46.620 kr.
Feneyska Rivieran
1. júní, 6. júlí og 17. ágúst
63.620 kr.* ef 2 ferðast saman.
Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman.
Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
27
00
4
0
1/
20
05
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald
Verð frá 36.900 kr.*
Netsmellur til USA
Bandaríkjaferðir á frábæru verði
Bókaðu á www.icelandair.is
Taílendingar bera
sig vel
HVETJA FERÐAMENN TIL AÐ
KOMA ÓHRÆDDIR ÞRÁTT FYRIR
SKJÁLFTANA.
Ferðamálayfirvöld í Taílandi bera sig
vel þrátt fyrir annan stóran jarðskjálfta
í Indlandshafi svo skömmu eftir ham-
farirnar á annan í jólum. Skjálftinn
síðastliðinn mánudag setur þó óneit-
anlega strik í reikninginn í taílenskri
ferðaþjónustu, sem er með mikilvæg-
ari atvinnugreinum fyrir efnahagslíf
landsins.
Nú er aðal ferðamannatíminn í
Taílandi, en ferðamenn hafa aldrei
verið færri og aðeins Evrópumenn
sem hafa skilað sér aftur eftir skjálft-
ana um jólin.
Taílensk ferðamálayfirvöld segja þó að
nýjasti skjálftinn hafi ekki kostað af-
bókanir ferðamanna til landsins né að
ferðamenn hafi yfirgefið svæðið.
„Við vonum að vel upplýst fólk láti
skjálftana ekki hafa áhrif á sig og
komi óhrætt til Taílands. Skynsamt
fólk veit að þessir atburðir heyra til
undantekninga,“ er haft eftir yfirvöld-
um.
Marriott Casamagna í Puerto Vallarta í Mexíkó.
ILækkað helgarverð
GB FERÐIR BJÓÐA ÓDÝRA GISTINGU
Á CUMBERLAND HOTEL.
Fyrirtækið GB ferðir, sem sérhæfir sig í
borgar-, golf- og skíðaferðum, hefur
lækkað helgarverðið á Cumberland
Hotel í London frá og með 1. apríl og
til og með 31. október á þessu ári.
Á þessum tíma hækka oft verð á hót-
elum í London talsvert mikið en GB
ferðir munu halda sig við 13.900
krónur fyrir tveggja manna herbergi
með morgunverði fyrir tvo.
Í lok síðasta árs var hótelið tekið ræki-
lega í gegn og framkvæmdar endur-
bætur á því fyrir hundrað milljónir
punda. Hótelið er fjögurra stjörnu og
staðsett við Oxfordstræti og Marble
Arch. Hvert herbergi er vel útbúið og
má nefna sem dæmi að plasma-
sjónvörp eru í öllum herbergjum.
Nánari upplýsingar og myndir af
hótelinu er að finna á heimasíðu GB
ferða, gbferdir.is.
Syntu að barnum
Það er ekkert flott að sitja á barstólum lengur.
Það er víst ekki í tísku lengur að
skella sér í sundlaugina, taka
sundsprett og hífa sig aftur upp
úr lauginni til að fá sér drykk eða
mat á barnum. Nú er málið að
synda að barnum og flatmaga í
sundlauginni á meðan svalandi
drykkurinn er sötraður í sólinni.
Ferðasíða msn.com hefur
tekið saman tíu flottustu og
bestu sundlaugarbarina sem
tryggja að þú þurfir aldrei að
yfirgefa laugina – að minnsta
kosti ekki í löndum þar sem
hitinn ræður ríkjum á næturnar.
lilja@frettabladid.is
Moon Palace Golf Resort í Cancún
í Mexíkó.
Yndislegir sundlaugarbarir sem um-
kringdir eru pálmatrjám og sól.
★★★★1
Barcelo Bavaro Palace Resort í
Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu.
Afskaplega vel falinn staður þar sem
hægt er að fá undarlegustu drykki.
Þegar barþjónninn gefur þér ananas
með röri í þá veistu að þú ert víðs-
fjarri öllu og öllum.
★★★2
Hard Rock hótel í Las Vegas í
Bandaríkjunum.
Á þessum þrem sundlaugarbörum er
auðvitað hægt að leggja fé undir og
spila fjárhættuspil á meðan „blauti“
drykkurinn er sopinn. Það er líka
voða auðvelt að drekkja sorgum
sínum þegar peningurinn er búinn.
★★★★3
The Ritz-Carlton í Sharm El Sheikh
í Egyptalandi.
25 ekrur af sundlaugum, fossum og
fallegum hellum.
★★★★★4
Omni Cancún hótel og smáhús í
Cancún í Mexíkó.
Tvær hæðir eru af sundlaugum, á
annarri er sundlaugarbar, og á hinni er
venjuleg sundlaug. Á þessum sund-
laugarbar er meira að segja flísalagt
borð í lauginni svo þú þurfir ekki að
ómaka þig við að halda á glasinu þínu.
★★★★7
Negril strendur í Negril á Jamaíka.
Tveir sundlaugarbarir og risastór
strönd – gerist það betra?
★★★★8
Marriott Casamagna í Puerto
Vallarta í Mexíkó.
Risastór sundlaug með sundlaugarbar
sem selur litríka og hressandi drykki.
★★★★9
Pueblo Bonito í Mazatlán í Mexíkó.
Þessi staður líkist helst stóru spænsku
þorpi. Tveir sundlaugarbarir aðeins
nokkrum skrefum frá ströndinni.
★★★★Wyndham Rose Hall Resort í Rose
Hall á Jamaíka.
Hér er hægt að renna sér niður
æsandi rennibrautir og koma niður,
heill á húfi, og sötra nokkur glös af
jamaísku rommi.
★★★★5
Avalon Reef Club á Isla Mujeres í
Mexíkó.
Þessi klúbbur er umkringdur Karab-
íska hafinu. Á þessum sundlaugarbar
ræður þú hvort þú syndir að barnum
til að fá þér hressingu eða kallar á
þjónana sem koma syndandi til þín.
★★★★6
10