Fréttablaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 28
8 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR
Kínverskir hönnuðir stimpla sig inn
Tískuvikan í Peking, höfuð-
borg Kína, hófst 25. mars síð-
astliðinn og virðast Kínverjar
ólmir í að festa sig í sessi á
tískukortinu.
Fyrsta tískuvikan í Peking var
haldin árið 1997 en þá voru aðeins
þrjár tískusýningar. Síðan þá
hefur tískusýningin sífellt verið
að sækja í sig veðrið og er nú einn
af hápunktum í tískudagatali
þjóðarinnar. Í ár er rúmlega tylft
af tískusýningum í vikunni ásamt
fjölmörgum veislum þar sem
hönnuðir og fólk í tískubransan-
um sýnir sig og sér aðra. Fata- og
textílhönnuðir í Kína eru stað-
ráðnir í því að stimpla sig ræki-
lega inn í tískubransann í heimin-
um og hafa ekki látið sitt eftir
liggja þegar þeir sýndu tískuna
fyrir haust og vetur 2005 og 2006.
Fyrsta dag vikunnar var haldin
alþjóðleg keppni fyrir unga hönn-
uði þar sem 37 ungir hönnuðir frá
23 löndum og héruðum frum-
sýndu hönnun sína við afskaplega
fína athöfn.
En það er svartur blettur á
tískuiðnaðinum í Kína. Alþjóða-
markaðir hafa áhyggjur af þess-
ari tískuuppsveiflu í Kína og
halda að fata- og textílhönnuðir
frá Austurlöndum muni fylla
markaðinn af ódýrum vörum með
lágan gæðastaðal. Ríkisstjórnin
viðurkennir þennan vanda og
hefur reynt að leysa hann með því
að hækka skatta á textílvörur og
setja takmarkanir á framleiðslu
tískuiðnaðarins.
Þetta vandamál setti aftur á
móti ekki strik í reikninginn á
tískuvikunni í Peking á dögunum
þar sem litrík efni, flott form og
öðruvísi hönnun en við Vestur-
landabúar erum vanir gerði allt
vitlaust og nokkuð víst að hönnuð-
ir í Kína eiga eftir að láta mikið til
sín taka á næstu árum, ef ekki
mánuðum.
lilja@frettabladid.is
Opið mán-fös 10-18
www.atson.is
Brautarholti 4
Tískuvöruverslun
Glæsibæ
Sími 588 4848
Full búð af glæsilegum
sumarfatnaði
Hlíðarsmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • www.belladonna.is
AÐEINS Í DAG
25%
afsláttur
af öllum vörum frá
Opið mán-fös 11-18
laugardaga 12-16
!"
#$%&
#$%&!# '(& )$*!&*() "
Hinn frægi fatahönnuður Tom
Ford hlýtur Andre Leon Talley
lífstíðarverðlaunin þetta árið en
þau eru veitt í Savannah-lista-
háskólanum í Bandaríkjunum.
Áður hafa hönnuðir eins og Oscar
de La Renta, Karl Lagerfeld og
Miuicca Prada hlotið þessi virtu
verðlaun. Ford endurvakti Gucci-
merkið og það er honum að þakka
hve sexí það er í dag. Flott snið og
æðislegir fylgihlutir tryggðu
Gucci yngri kaupendur, jafnt og
þá eldri. Ford hætti hjá Gucci
fyrir stuttu og vakti það óhug í
tískuheiminum. Hann tekur við
verðlaununum 20. maí og verður
afhendingin væntanlega sýnd
beint á netinu.
Þessi hönnun var liður í útskriftarsýningu
hönnunardeildar við Peking-háskóla.
Hér sjást nokkrar fyrirsætur í baðfötum sem hönnuð voru fyrir Ólympíuleikana árið 2008
sem verða í Peking.
Flott hönnun í skærum litum sem var kynnt í keppni ungra hönnuða í síðustu viku.Ekki beint efnismikið en flott er það.
Ford fær
tískuverðlaun
Þessi frægi hönnuður er
virtur í tískuheiminum.