Fréttablaðið - 31.03.2005, Side 26
Sígaunapils
Með vorinu hafa verslanir fyllst af sígaunapilsum af öllum stærðum og gerðum.
Sígaunaleg hippatíska verður ráðandi í sumar og þar munu pilsin vera allsráðandi. [ ]
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10
sími 561 1300
30-50% afsláttur
af völdum vörum
Glæsilegt úrval af
fermingarskartgripum
Hörbuxur
– ný sending!
S M Á R A L I N D
Sími 517 7007
Vorlínan 2005
Bikini og undirfatnaður
Frábært úrval
GULLBRÁ, Nóatún 17 s. 562-4217
Nýjar vörur!
Jakkar, buxur, toppar og bolir
Laugavegi 70
www.hsh.efh.is
Íslensk hönnun
20-50% afsláttur
31. mars - 8. apríl
Þrátt fyrir litríka tískustrauma
ár hvert og mismunandi áhersl-
ur í klæðaburði er eitt sem fer
aldrei úr tísku og stenst alltaf
ströngustu tískukröfur, það eru
svartar klassískar flíkur. Ör-
ugg viðbrögð við því sígilda
vandamáli að finna ekkert í
fataskápnum eru að draga fram
svörtu skóna, pilsið, kjólinn eða
dragtina. Það einfaldlega getur
ekki klikkað.
Svartar flíkur eru flottar og
fágaðar og kona klædd í svart
frá toppi til táar stendur fyrir
glæsileika og öryggi.
Að sjálfsögðu skiptir málið
að flíkurnar séu vel með farnar
og þeim rétt teflt saman, það
virkar ekki vel að vera í mörg-
um svörtum tónum, blátóna,
græntóna og svo útjaskaða
grátóna, það gengur ekki. Sem
fyrr segir er svart einfaldlega
klassík og fjárfesting í svartri
kápu eða dragt mun alltaf
borga sig til lengri og skemmri
tíma. ■
Heildverslunin Karon ehf. er þekktust fyrir mikið úrval af
heilsuvörum en fyrir síðustu jól hóf verslunin innflutning
á töskum í ýmsum stærðum og gerðum frá Suður-Afríku.
Eins og margir vita hefur afrískra áhrifa gætt í tískunni
undanfarin misseri og virðist sá stíll kominn til að vera.
Töskurnar frá Karon fylgja því vel stefnum og straumum í
tískunni en þær eru úr antilópu- eða nautsskinni.
„Þetta eru rosalega flottar töskur og þær hafa verið
gríðarlega vinsælar. Þær vekja mikla athygli. Við munum
væntanlega fá meira af þessum töskum sem og belti og
púða í sama stíl og skinnin sjálf,“ segir Dögg Káradóttir
hjá Karon.
Töskurnar eru bæði fáanlegar ólitaðar og í öllum regn-
bogans litum og handverkið við þær er allt einstaklega
vandað. Verðið á töskunum er frá 29.900 krónum en útsölu-
staðir þeirra eru Sand í Kringlunni, GK á Laugavegi, Anas
í Firðinum og Leonard. Hægt er að skoða töskurnar á
heimasíðu Karon ehf., karon.is. ■
Skinntöskur sem vekja athygli
Heildverslunin Karon ehf. flytur inn suður-afrískar tískutöskur úr ekta skinni.
Alltaf er gott að grípa til svörtu fatanna þegar ímyndunar-
aflið þrýtur eða stemningin fyrir litagleði er takmörkuð.
Svart og tímalaust
Peysa kr. 15.990,
pils kr. 19.990,
belti kr. 8.990,
skór kr. 10.990.
Fæst allt í Kultur.
Töskurnar eru til í öllum regn-
bogans litum og gerðum.