Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2005, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 31.03.2005, Qupperneq 46
26 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR Suðrænt ævintýri VEITINGASTAÐURINN TAPASBARINN Eydís Guðmundsdóttir, leikfim- idrottning og kokkur á Grænum kosti, tók ástfóstri við grænmetis- rétti tvítug að aldri þegar hún hætti að borða rautt kjöt. Þá fór hún að prófa sig áfram við elda- mennskuna og sökkti sér ofan í bækur og blöð um matargerð. Síð- astliðin átta ár hefur hún starfað á Grænum kosti ásamt því að sinna starfi einkaþjálfara. Eydís segir að það sé lykilatriði að sér líði vel þegar hún matbýr því hún eldi ekki góðan mat ef hún er í vondu skapi eða líður illa. Þessa stundina eru indverskir grænmetisréttir í mestu uppáhaldi hjá henni. „Það er mikið kóríander, cumin, kardi- mommur, negulnaglar og hvítlauk- ur í þessum indversku grænmetis- réttum. Til að búa til góðan rétt þarf maður að eiga eitthvert græn- meti eins og sætar kartöflur, gul- rætur og blómkál. Kókósmjólk er líka alveg nauðsynleg ásamt kryddi. Með þetta að vopni er hægt að galdra fram hinar mestu kræs- ingar,“ segir Eydís. Þegar hún byrjaði að hafa áhuga á matargerð fór hún eftir uppskriftum en í seinni tíð hefur hún verið meira í því að þróa réttina áfram og prófa eitthvað nýtt. Eydís ákvað að gefa lesendum uppskrift af karabískum pottrétti en hann hefur verið mjög vinsæll á matseðlinum á Grænum kosti í mörg ár. „Ég valdi þennan rétt því að hann er einfaldur og hráefnið er ekki frumstætt heldur eitthvað sem allir eiga að þekkja.“ Þess má geta að rétturinn nægir fyrir fjóra. KARABÍSKUR GRÆNMETISPOTTRÉTTUR Olía til steikingar 1 laukur (saxaður) 1 1/2 tsk cumin-fræ 1/2 tsk turmerik Cayenne-pipar af hnífsoddi eða eftir smekk 3 tsk af minced kóríander frá Blue Dragon en má líka nota 3-4 matskeiðar af ferskum kóríander. 400 gr tómatar í dós 3-400 gr kókósmjólk 1/2 grænmetisteningur úr Yggdrasil eða Heilsuhúsinu. 20 stykki þurrkaðar apríkósur (fínt saxaðar) 1 bolli af gulrótum í bitum 1 bolli sætar kartöflur í sneiðum 1 bolli kúrbítur í sneiðum 1 bolli blómkál í bitum 1/2 dós af smjörbaunum eða kjúklinga- baunum 1/2 rauð paprika í strimlum salt sakaður kóríander til skrauts, má sleppa. Athugið að nota má hvaða græn- meti sem er svo framarlega sem skammtastærðin er svipuð. Byrjið á því að steikja laukinn á pönnu þangað til hann er orðinn mjúkur og síðan er öllum þurrkryddum bætt út í og steikt í tvær mínútur til viðbótar. Næst er tómötunum, kókósmjólkinni, græn- metiskraftinum, kóríandernum og apríkósunum bætt út í. Næst er grænmetinu bætt út í eftir suðu- tíma. Best að byrja á að setja gul- rætur út í, síðan sætar kartöflur, skömmu síðar er blómkálið sett, kúrbíturinn og lokst paprikan. Baununum er bætt út í síðast. Rétt- urinn er látinn malla í pottinum þangað til grænmetið er orðið soðið en þá er ferskur kóríander klipptur yfir. Ef sósan er ekki alveg nógu mikil má bæta örlitlu vatni út í. KARTÖFLUBAKSTUR 6-8 meðalstórar kartöflur Smá cayenne-pipar Örlítið af fersku engiferi 1/2 tsk. karrí 3 msk kóríander 1 dl af grænum baunum Salt Kartöflurnar eru soðnar, afhýdd- ar og stappaðar og engiferinu er bætt út í ásamt cayenne-piparn- um, karríi og kóríander. Síðan er baununum bætt út í ásamt salt- inu. Þetta er allt hrært vel sam- an og sett í eldfast mót með bök- unarpappír í botninn. Kartöflurnar eiga að vera cirka 2 cm þykkar. Þetta er bakað í ofni við 200 gráður í 15-20 mínút- ur þangað til kartöflurnar eru farnar að brúnast örlítið. Kartöflubaksturinn er látinn kólna áður en hann er borinn fram. Einnig er gott að bera cous cous fram með karabíska pottrétt- inum og kartöflubakstrinum. ■ Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ég gæti ekki lifað án grænmetis og ávaxta. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Mér finnst þorramatur alveg ógeðslegur. Ég hef reynt að gefa honum tækifæri en nú er ég búin að komast að því að mér finnst hann al- gerlega óætur. Fyrsta minningin um mat? Þegar ég var lítil dvöldum við fjölskyldan mikið á Spáni. Mér er mjög minnisstætt hvað mér fannst gott að fá melónur í morgunmat. Við borðuðum morgunmatinn alltaf úti og það var mjög huggulegt. Ætli ég hafi ekki verið þriggja eða fjögurra ára þegar ég fór að muna eftir þessu. Enn þann dag í dag finnst mér melónur mjög góðar, sérstaklega vatns- og hunangsmelónur. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Þær eru nokkrar. Á laugardaginn vígði ég nýja grillið okkar og grillaði nautalundir með miklum pipar. Með þeim höfðum við salat með hörpu- skel. Þetta var alveg frábær máltíð. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Ég er voðalega gamaldags og finnst gott að setja smá smjörklípu í matinn og örlítið salt, það getur gert gæfumun- inn. Annars er ég voðalega mikið í því að nota bara það sem til er í skápunum. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Mér finnst ótrú- lega gott að elda mér eitthvert gúmmulaði og dúlla mér í eldhúsinu þegar ég vil láta mér líða betur. Þá elda ég eitthvað sérlega gott eins og humar. Ég baka líka til að láta mér líða betur. Svo finnst mér ís með mikilli súkkulaðisósu alltaf jafn góður en ég fæ mér hann allt of sjaldan. Uppáhaldsísinn minn fæst í ísbúðinni við Hagamel. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Það eina sem er alltaf til er Coca Cola. En það stafar líklega af því hvað ég er lítið heima. Oftast eru líka til nokkrir ávextir til að taka með sér í vinnuna og eitthvert grænmeti. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Ég myndi taka með mér hvítlaukskrydd og svo myndi ég veiða humar við strendur eyjarinnar og reyna að grilla hann. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borð- að? Ég smakkaði einu sinni snák á Spáni. Hann var borinn fram með tapas- réttum og smakkaðist ekki ósvipað og kjúklingur. Með hvítlaukskrydd að vopni MATGÆÐINGURINN STEINUNN CAMILLA SIGURÐARDÓTTIR SÖNGKONA Í NYLON Hver og hvar: Tapasbarinn, Vestur- götu 3b, 101 Reykjavík. Hvernig er stemmningin? Það vek- ur ávallt jafn mikla kátínu að koma á veitingastaðinn Tapasbarinn. Staður- inn er innréttaður í spænskum stíl með litríkum flísum á gólfinu og gamaldags tréinnréttingum. Það er hægt að heimsækja staðinn við nán- ast öll tækifæri og skiptir ekki máli hvort tveir fara saman eða tíu. Það er meira að segja hægt að fara einn á Tapasbarinn ef þannig liggur á manni. Um helgar getur oft myndast heljarinnar djammstemmning á Tapasbarnum þegar líður á kvöldið og fólk er búið að innbyrða aðeins of mikið af spænskum kokkteilum. Þetta gerir það að verkum að fólk vill frekar halda á næsta bar en að fara heim til sín. Matseðillinn: Eins og nafnið á staðnum gefur til kynna eru aðallega spænskir smáréttir á matseðlinum. Þetta fyrirkomulag er sérlega sniðugt því hver og einn getur borðað eins og hann vill. Fyrir þá matgrönnu er einn réttur hæfilegur og mælt er með þremur réttum fyrir meðalfólk. Þegar búið er að borða er auðvelt að bæta við réttum eftir lyst. Að geta raðað réttunum saman sjálfur gerir máltíðina enn meira sjarmerandi og fær fólk til að dvelja lengi á staðn- um. Vinsælast: Tapasréttirnir eru vinsæl- astir á matseðlinum og þá sérstak- lega saltfiskurinn og humarrétturinn. Einnig eru kjúklingur, lamb og nautakjöt á spjóti alltaf jafn vinsælt. Réttur dagsins: Ekki er boðið upp á sérstaka rétti dagsins en ein óvissu- ferð Tapasbarsins stendur alltaf fyrir sínu. Um er að ræða 9 tapasrétti ásamt fordrykk. Óvissuferðin kostar 3.400 krónur og er óhætt að fullyrða að enginn komi svangur út eftir að hafa prófað hana. Forritari landfræðilegra veflausna Loftmyndir ehf er leiðandi fyrirtæki í öflun og vinnslu landfræðilegra gagna hér á landi og er í þann veginn að ljúka við að kortleggja Ísland eftir loftmyndum. Á grundvelli þessa land- upplýsingagrunns er að hefjast nýr kafli í sögu fyrirtækisins. Vegna nýrra verkefna og aukinna umsvifa leitum við að forritara með staðgóða menntun í almennri hugbúnaðargerð og reynslu af .Net og Java forritun. Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni er nauðsynleg. Viðkomandi kemur til með að byggja upp hugbúnaðardeild fyrirtækisins en starfið felst að mestu í útfærslu veflausna byggðum á landupplýsingagrunni okkar. Umsækjendur sendi starfs- og námsferils- upplýsingar á orn@loftmyndir.is fyrir 11. apríl. Nánari upplýsingar á www.loftmyndir.is HANSA: Ódýrasti 5% bjórinn Hansa Export bjórinn þýski er ódýrasti 5% bjórinn sem fáanlegur er hérlendis, kostar 167 kr. í 500 ml dósum og fæst í Vínbúðunum í Kringlunni og Heiðrúnu. Hann er hefðbundinn gæðabjór, léttur Dortmunder-bjór sem er framleiddur af DAB í Dort- mund í Þýskalandi. Dortmunder-bjór er ljósgullinn lagerbjór sem hefur meira fyllingu og er nokkuð dekkri en Pilsener-bjórar, notar minna af humlum og er þar af leiðandi mildari og minna bitur. Hansa Dortmunder hefur frekar léttan ávaxtakeim og freyðir í hófi. Þar sem Hansa er lagerbjór er hann framleiddur við lágt hitastig og gerjun á sér stað á lengri tíma í botni tankanna en ekki á yfirborði, og fer eftir hinum frægu lögum frá 1516, Reinheitsge- bot. ■ EYDÍS FÓR AÐ HAFA ÁHUGA Á ELDAMENNSKU EFTIR AÐ HÚN HÆTTI AÐ BORÐA RAUTT KJÖT ÞEGAR HÚN VAR TVÍTUG. Karabískur draumur Eydís Guðmundsdóttir er alger listakokkur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.