Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 10
Önnur grein stjórnarskrár íslenska lýðveldisins gerir ráð fyrir þrískipt- ingu valdsins í löggjafarvald, fram- kvæmdarvald og dómsvald. Um þetta er farið almennum orðum og án þess að kveðið sé sérstaklega á um nauðsyn þess að þessir þrír þættir valdsins séu óháðir hver öðrum og vinni jafnvel með vissum hætti hver gegn öðrum til þess að forðast að of mikið vald safnist á fáar hendur. Kenning um þetta efni var fyrst sett fram af franska stjórnspek- ingnum Charles de Montesquieu í riti hans „Um anda laganna“ sem kom út í París 1748 og hefur mikið verið skrifað um hana síðan á fjölda tungumála. Hér á landi hefur þó ekki verið mikið um hana fjallað og þá helst af lögfræðiprófessorum. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er hins vegar gegnsýrð af þessum kenning- um Montesquieus og lærðir sem leikir hafa þær á hraðbergi þegar deilt er um mörkin milli þessa þriggja þátta ríkisvaldsins. Því hefur oft verið vitnað í þessum dálkum til þeirra ummæla Madi- sons, fjórða forseta Bandaríkjanna, um þetta efni, að þar sem löggjafar- vald, framkvæmdarvald og dóms- vald komist á eina hendi, þar sé ógnarstjórn. Um allan heim eiga réttindi borgaranna undir högg að sækja vegna ásælni ríkisvaldsins. Sérstak- lega er þetta áberandi í Bandaríkj- unum og á Bretlandi. Valdhafar reyna að telja þegnunum trú um að vegna aðgerða hryðjuverkamanna þurfi þeir stórauknar valdheimildir til að njósna um borgarana, hand- taka menn og hafa í haldi um ótak- markaðan tíma án dóms og laga, jafnvel að beita pyntingum til að fá þá til að ljóstra upp um meinta félaga sína í illverkunum. Í kjöl- far árásarinnar á Tvíburaturnana gengu Bush forseti og félagar hans á lagið og fengu þingið til að gefa framkvæmdavaldinu víðtækar heimildir til að fótumtroða grund- vallarréttindi borgaranna við minnsta grun um að hægt væri að tengja þá við hryðjuverkahópa, auk þess sem þingið framseldi vald sitt til að lýsa yfir stríði til forsetans, ef og þegar hann teldi slíkt nauð- synlegt öryggishagsmunum Banda- ríkjanna. Með þessu hefur fram- kvæmdavaldið sölsað undir sig meira vald en nokkur forseti hefur áður haft í sögu Bandaríkjanna. Traustir og flokkshollir repúblik- anar úr innsta vinahring Bush- fjölskyldunnar eru settir yfir njósnastofnanir og afnumdar flest- ar þær hömlur sem þrískiptingu valdsins er einmitt ætlað að hafa til að tryggja jafnvægi milli valdaað- ila. Benjamín Franklín komst eitt sinn svo að orði að fólk, sem tæki öryggið fram yfir frelsið ætti hvor- ugt skilið. Ef þau orð Franklíns verða að áhrínsorðum hefur al- Kaída og Ósama Bin Laden orðið vel ágengt. En þótt löggjafarvaldið hafi beygt sig í duftið fyrir Bush hefur dómsvaldið þó ekki brugðist. Hæstiréttur felldi þann úrskurð í máli „óvinveittra vígamanna“ í haldi í Guantanamo á Kúbu, að þeim skyldi heimilt að leggja fyrir alrík- isdómstól beiðni um að mál þeirra yrði formlega tekið fyrir og úr- skurðað um lögmæti frelsissvipt- ingar þeirra og þeim gert kleift að svara grunsemdum ríkisvaldsins. Fremur en hætta á málssókn fyrir opnum tjöldum hefur ríkisvaldið þegar leyst einn fanga úr haldi og flutt hann til upprunalands síns, Sádi-Arabíu. Og núna nýlega fyrir- skipaði umdæmisdómarinn Henry F. Floyd í Suður-Karólínu að leysa skyldi úr haldi ameríska borgarann Jose Padilla, sem varpað hafði verið í fangelsi sem „óvinveittum víga- manni“. Í dómnum sagði: „Réttur- inn fær ekki séð að forsetinn hafi til þess nokkurt vald, hvorki beint eða óbeint, hvorki að stjórnarskrá né lögum, að halda gerðarbeiðanda sem „óvinveittum vígamanni“.“ Að leyfa slíkt sagði Floyd dómari „væri ekki aðeins brot á reglum réttarríkisins og grónum hefðum landsins, heldur væri það jafn- framt hreint svikræði við þær skuldbindingar sem þessi þjóð hefði undirgengist um aðgreiningu valdsins, sem tryggja lýðræðisleg gildi okkar og frelsi einstaklings- ins“. Mörgum þótti það firn mikil að lágtsettur dómari á fyrsta dóm- stigi, sem Bush hafði sjálfur skipað í embætti í hitteðfyrra, skyldi þora að bjóða framkvæmdavaldinu byrginn með svo afdráttarlausum hætti. En það vekur vissulega vonir um að þótt löggjafarvaldið hafi bognað fyrir ofurvaldi forsetans, þá eigi það enn eftir að sýna sig að sú þrískipting valdsins sem banda- ríska stjórnarskráin byggir á, dugi til að tryggja það að ekki komi til þess ástands, sem Madison sá fyrir á sínum tíma. Dómstólarnir standi trúan vörð um rétt borgaranna gegn ásælni ríkisvaldsins. Frá dög- um Montesquies og Madisons hefur svo, að margra áliti, bæst við fjórða valdið: Fjölmiðlarnir. Þeir eigi að gegna því hlutverki að veita öllum þáttum ríkisvaldsins aðhald með harðri og miskunnarlausri gagn- rýni. Með birtingu Pentagon- skjalanna í miðju kalda stríðinu 1971 rufu bandarísk blöð langa hefð um að standa ævinlega með ríkis- stjórn sinni í utanríkismálum. Nixon og Kissinger lögðu ofurkapp á að fá birtingu Pentagon-skjalanna stöðvaða á þeim forsendum að með henni væri öryggi landsins stefnt í voða og kröfðust því lögbanns. Nýskipaður dómari, Murray Gurfein (sem Nixon taldi að hlyti að vera umhugað um frama sinn, sem væri undir sér kominn), sagði í úr- skurði sínum gegn lögbannsbeiðn- inni: „Þeir, sem með völdin fara á hverjum tíma, verða að geta um- borið þrasgjarna fjölmiðla, þrjóska fjölmiðla, allsstaðarnálæga fjöl- miðla til þess að varðveita megi þau æðri gildi sem felast í tjáningar- frelsinu og rétti fólksins til að vita.“ Þetta er okkur hollt að hugleiða, þegar núverandi handhafar valds- ins í okkar litla lýðveldi gera hverja atlöguna á fætur annarri að fjöl- miðlunum og tjáningarfrelsinu. ■ E nn ein alþjóðleg skýrsla um umhverfismál og spjöll á nátt-úrunni hefur litið dagsins ljós. Hún lýsir umgengnimannsins við náttúruauðlindir heimsins og er umfangs- mesta skýrsla um þetta efni sem birt hefur verið. Hún er þörf áminning í peninga-, framleiðslu- og sölukapphlaupinu sem tröll- ríður heiminum nú til dags. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, flutti ávarp þegar skýrslan var kynnt og sagði að þjóðir heims ættu að nota hana til að breyta um stefnu hvað varðar umgengni við náttúruna. Skýrslan, sem kynnt var í Tókýó á miðvikudag, er unnin af 1.360 sérfræðingum frá 95 löndum. Þeir telja að aldrei fyrr hafi menn valdið jafn miklum skaða á náttúrunni og á síðustu árum. Aukin efnahagsumsvif og aukin matvælaframleiðsla hafi verið á kostnað umhverfisins, sem komi fram í því að vatn og andrúmsloft hafi spillst. Gagnrýnt er hve mikið land hafi verið tekið til ræktunar og óhófleg notkun til- búins áburðar veldur skýrsluhöfundum miklum áhyggjum. Skýrsla þessi er mikil að vöxtum, heilar 2.500 síður, og ætti að geta orðið grundvöllur að betri umgengni þjóða heims við náttúr- una. Í henni er bent á leiðir til úrbóta á ýmsum sviðum og ef farið verður eftir þeim er ekki öll nótt úti varðandi verndun nátt- úrunnar og náttúruauðlinda. Á fundi þjóðarleiðtoga heims í til- efni aldamótanna síðustu var samþykkt ályktun um framtíðar- horfur í heiminum, en upplýsingar í Tókýóskýrslunni eru taldar geta komið í veg fyrir að þau markmið náist sem að var stefnt í ályktun leiðtoganna. Sérstakur kafli er í skýrslunni um fiskistofna og neysluvatns- birgðir heimsins, en hvort tveggja er talið í mikilli hættu. Því er lýst hvernig ofveiði sums staðar á heimshöfunum hefur eyðilagt mikilvæga fiskistofna og hvernig stöðugt verður erfiðara að afla neysluvatns vegna athafna mannsins. Þarna er komið inn á atriði sem varða okkur Íslendinga sérstaklega. Ef rétt er á málum haldið ættum við að geta orðið fyrirmynd annarra varðandi fisk- veiðar og nýtingu vatns. Við höfum þegar haft mikla reynslu af stjórnun fiskveiða sem margar þjóðir líta núorðið til og sækjast eftir þekkingu okkar og reynslu í að byggja upp fiskistofna á sín- um heimamiðum. Fram til þessa hafa Íslendingar ekki verið stór- tækir í vatnsútflutningi. Margsinnis hefur verið reynt að flytja út vatn en fjarlægðin frá stórum mörkuðum kemur líklega í veg fyrir að við verðum stórútflytjendur á því sviði. Hér rennur hins vegar mikið vatn til sjávar í orðsins fyllstu merk- ingu. Okkur hefur verið gjarnt varðandi jökulárnar að horfa fyrst og fremst á þær með virkjunargleraugum. Það verður hins vegar ekki lengra gengið í þeim efnum, enda næg orka í jörðu, viljum halda áfram á stóriðjubrautinni. Rétt utan borgar- markanna eru hafnar miklar virkjunarframkvæmdir og á Heng- ilssvæðinu einu er talið vera meira afl í jörðu en umdeild virkj- un við Kárahnjúka á að framleiða. Með skynsamlegri nýtingu orkulinda okkar ættum við að geta lagt okkar af mörkum til bættrar umgengni við náttúruna og komið þannig til móts við áskorun aðalritara Sameinuðu þjóðanna um að Tókýóskýrslan leiði til breyttrar og betri stefnu til verndar náttúrunni. ■ 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Tókýóskýrsla 1360 vísindamanna í 95 löndum sýnir slæma umgengni manna við náttúruna. Göngum betur um náttúru og auðlindir FRÁ DEGI TIL DAGS Opinn fundur um borgarmál Borgarmálaráð Framsóknarflokksins efnir til opins fundar um borgarmál, laugardaginn 2. apríl, kl. 11:30 til 13:00, að Hverfisgötu 33, III. hæð. Borgarfulltrúarnir Alfreð Þorsteinsson og Anna Kristinsdóttir munu flytja stutt ávörp og svara fyrirspurnum. Boðið verður upp á morgunverð. Borgarmálaráð Framsóknarflokksins. Dómsvald og fjölmiðlar Nýir bloggarar Í netheimum hafa tveir nýir bloggarar vakið athygli. Annar er Björn Ingi Hrafns- son á slóðinni bjorningi.is. Þar er á ferð einn yngsti valdamaður þjóðfélagsins, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hinn skrifar undir nafn- inu Alastair Campbell. Sá birtir sitt efni á vinsælu alþjóðlegu fríbloggi, blogspot.com. Björn Ingi hefur stundum verið kallað- ur spunameistari hús- bónda síns, en þetta hugtak er komið úr breskri pólitík; þar kall- ast sá „spin doctor“ sem reynir að hag- ræða sannleikanum í þágu stjórnmálaforingja og afvegaleiða fólk og fjölmiðla. Frægastur í þeirri stétt er einmitt Alastair Campbell, fyrrverandi blaðafulltrúi og aðstoðarmaður Tony Blair forsætisráðherra. Hefur hann verið kallaður ófyrirleitnasti áróðursmaður síð- ari tíma. Hann hraktist úr embætti sem frægt varð en hefur að undanförnu verið að undirbúa kosningabaráttu Blair og fé- laga með leynd í bakherbergjum Verka- mannaflokksins. Enginn Campbell Þótt sumum finnist að Björn Ingi hafi stundum verið úr hófi fram kappsamur fyrir húsbónda er hann sagður drengur góður og ekki hvarflar að neinum að líkja honum við Alastair Campbell að innræti – og raunar ekki heldur að snilli. En einhverjar taugar hefur Björni Ingi til Campbells því hann vísar lesendum sínum á bloggið hans. Njóta aðeins fimm aðrir bloggarar slíkrar upphefðar á síðunni: Björn Bjarnason, Össur Skarp- héðinsson, Baldur Kristjánsson og Stefán Pálsson og svo þekktur bandarískur sjón- varpsmaður, James Carville. Tvær grímur Það er gaman að lesa bloggið hans Campbells eftir tilvísun Björns Inga. En hætt er við því að fljótt renni tvær grím- ur á lesendur. Er þetta hann sjálfur? Eða er verið að gera gys að honum? Er það kannski einhver háðfugl í breska Íhalds- flokknum sem heldur á pennanum og ætlar að launa Campbell lambið gráa? Og megum við treysta því að Björn Ingi hafi húmor fyrir þessu frekar en að þarna hafi honum orðið hált á svellinu? gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Fólk, sem tekur öryggi fram yfir frelsið, á hvorugt skilið. ,, Í DAG ÁSÆLNI RÍKISVALDSINS ÓLAFUR HANNIBALSSON ATHUGASEMD Í sjónarmiðum gærdagsins var sagt að Markús Örn Antonsson hefði komið aftur til starfa hjá RÚV 1994. Þar skeikaði ári, hann kom til baka 1995 sem framkvæmdastjóri útvarps skipaður af Ólafi G. Einarssyni. Það var svo Björn Bjarna- son sem skipaði Markús Örn útvarpsstjóra á nýjan leik frá 1. janúar 1998. - jk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.