Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 2. apríl, 92. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 6.42 13.31 20.23 AKUREYRI 6.23 13.16 20.11 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Alma Guðmundsdóttir, ein af fjór- menningunum í stelpnabandinu Nylon, er ansi smágerð og því afskap- lega hrifin af smágerðum bílum. Hana dreymir samt um að eignast stærri bíl í framtíðinni. „Ég á svartan Kia Picanto sem ég keypti mér í október á síðasta ári. Þetta er nýi smábíllinn frá Kia og voðalega sætur,“ segir Alma en það voru margir þættir sem spiluðu inn í val hennar á bílnum. „Hann var búinn að fá mjög gott úr alls kyns er- lendum prófunum og könnunum og hann var valinn smábíll ársins hér á Íslandi á síð- asta ári. Þannig að þetta er mjög öruggur bíll og það spilaði tvímælalaust stórt hlut- verk í þessum kaupum mínum. Hann er líka lítill og penn og eiginlega algjör stelpubíll og auðvitað skipti það líka máli að hann er voðalega flottur. Hann er sjálfskiptur þannig að það er einnig afskaplega gott að keyra hann.“ Ölmu þykir vissulega vænt um smábíl- inn sinn en hún gæti samt alveg komist af án hans ef hún ætti annan. „Ég veit alveg að ég er ekki á flottasta bílnum í bænum og mér er alveg sama. Ég legg ekki mikið upp úr því að vera á flottum bíl enda er bíllinn bara til að koma mér á milli staða.“ „Áður en ég eignaðist þennan smábíl átti ég hvíta Nissan Micru,“ segir Alma og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana út í ást hennar á smábílum. „Já, ég er voðalega mikið fyrir smábíla enda er ég ekki mjög stór. En ég hef alls ekki mikið vit á bílum og er ekki týpan sem er með alla bílahlutina á hreinu eins og álfelgur og eitthvað í þeim dúr.“ En á Nylon-dísin sér draumabíl? „Já, það er svartur Lexus. Alltaf þegar ég sé þannig bíl á götunni þá finnst mér hann gjörsam- lega geðveikur. Það er eitthvað heillandi við hann. En hann er örugglega fokdýr þannig að það er ekkert á dagskránni hjá mér að festa kaup á honum. Kannski þegar ég verð stærri,“ segir Alma og hlær, enda Lexus bílar engin smásmíði miðað við smábílana. lilja@frettabladid.is Lítil stelpa á litlum bíl Síðan árið 2002 hefur Mercedes Benz sýnt frumgerð stórs fjöl- notabíls á alþjóðlegum bílasýn- ingum. Bíllinn hefur verið kallað- ur Grand Sports Tourer eða R-lín- an. Nú er þessi bíll orðinn að veruleika og verð- ur hann smíðað- ur í Bandaríkj- unum. Fyrstu fjöldaframleiddu eintökin eru nú til sýnis á bílasýningunni í New York. Bíllinn er 516 senti- metra langur og með sæti fyrir sex manns en hann er fyrst og fremst hugsaður sem lúxus- ferðabíll. Tveggja dyra Chevrolet Blazer er sá bíll sem hefur komið við sögu flestra dauðaslysa í umferð- inni í Bandaríkjunum eins og greint er frá á heimasíðu FÍB, fib.is. Þetta kom í ljós þegar bornar voru saman dauðaslysa- tölur við einstakar bílategundir og -gerðir. Fæstir deyja hins vegar í Mercedes Benz E. Meðal öruggustu bíla í Bandaríkjunum eru jepplingarnir Toyota 4Runner og RAV-4. General Motors Corporation hefur skipt um for- stjóra í í Kína. Kevin E. Wale, varaforseti General Motors í Evr- ópu, hefur tekið við af Philip Murtaugh. Wale sem er fimmtug- ur og fæddur í Ástralíu hefur komið víða við í General Motors fyrirtækinu um allan heim. Þessi skipting kemur í kjölfarið á minni sölu í Kína en talsmaður fyrir- tækisins segir fráhvarf Murtaugh ekki koma því við. Alma er mjög hrifin af smábílum enda smávaxin, eins og hún segir sjálf. Hún er ánægð með Kiuna sína. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA TÍSKA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Húsið okkar er eins og hjá forsetanum. Hann er heldur ekki með nafnið sitt hjá bjöllunni. Citroën C4 Saloon reynsluekinn BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 bilar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.