Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 47
>>> Uppáhaldshönnuðir? Mér finnst stelpurnar í Aftur gera mjög flott föt ásamt júniform. Spaksmanns- spjarir eru líka mjög ofarlega á listanum þótt þær séu kannski ekki beint í mínum stíl en mér finnst fötin þeirra alltaf jafn falleg á öðrum. Hvað erlenda hönnuði varðar er ég mjög hrifin af Alex- ander McQueen og Gucci. Prada er líka alltaf klassískt. Fallegustu litirnir? Í augnablikinu er ég mest hrifin af brúnum, appelsínu- gulum, grænum og gylltum. Hverju ertu mest svag fyrir? Mér finnst alltaf gaman að fá mér nýja skó sem er kannski ekki skrýtið því ég er hinn mesti skóböðull. Einhvernveginn næ ég alltaf að eyðileggja á þeim hæl- inn eða tána. Svo er ég alltaf svolítið veik fyrir handtöskum og efri pörtum. Ég legg meira upp úr því að eiga efri parta til skiptanna því þá kemst ég upp með að vera mikið í sömu buxunum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér kjól og topp í Aftur systrum í Danmörku. Kjóllinn er geðveikur en hann lítur úr eins og gardína frá Viktor- íutímanum úr dimmfjólubláu efni og hólkvíður. Það er því mjög flott að vera með belti við hann. Toppurinn er svart- ur og bleikur en hann er saumaður upp úr gömlum bolum. Hvað finnst þér mest sjarmerandi í vor-og sumartískunni? Ætli það séu ekki kjólar og pils og öll þessi víðu föt. Ég er líka hrifin af öllum þessum dempuðu litum sem eru svo heitir. Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir vorið? Kannski fleiri kjóla og toppa, er samt lítið farin að spá í því. Uppáhaldsverslun? Spútník. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Það fer alveg eftir laun- unum hverju sinni og er því æði mis- jafnt. Ég eyði ekki miklu núna því ég er í skólanum og er að fara í utanlands- ferð. Þessa stundina er ég meira í því að grafa upp gömul föt frá ömmu og mömmu og nota þau upp á nýtt. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Hettupeysu, því ég er alltaf í svartri, stuttri hettupeysu með rennilás undir jökkum svo mér verði ekki kalt. Uppáhaldsflík? Nýi kjóllinn minn frá Aftur er í uppáhaldi í augnablikinu. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ætli það séu ekki fjólubláar slöngu- skinnsbuxur sem ég keypti í Kjallaran- um fyrir sjö árum eða meira. Þær voru hrikalegar. > SÓLEY KRISTJÁNSDÓTTIR SÁLFRÆÐINEMI, PLÖTU- SNÚÐUR OG FYRIRSÆTA Á ÆVINTÝRALEGAN FATASKÁP. HÚN SEGIST ÞÓ VERA AÐ SPARA SIG Í FATAKAUP- UM ÞESSA DAGANA ÞVÍ UM MIÐJAN MAÍ ÆTL- AR HÚN TIL SUÐAUST- UR-ASÍU OG ÁSTRALÍU MEÐ SAMBÝLISMANNI SÍNUM. ÞAU ÆTLA AÐ FERÐAST UM ÞESSI SVÆÐI Í FIMM VIKUR MEÐ BAKPOKA OG ÆVINTÝRAÞRÁ AÐ VOPNI. IND- VERSK MUSSA úr versluninni Kultur í Kringl- unni. Hún kostar 15.990 krónur. LAUGARDAGUR 2. apríl 2005 35 Pólitísk naglatíska Naglatíska fer oftast frekar hefðbundnar leiðir og miðast þá helst við það, hvaða litir af nagla- lakki eru heitir hvenær og hverj- ir ekki. Af og til skjóta þó óvenju- leg fyrirbæri upp kollinum í naglatískunni og hafa þau hingað til falist í steinum, skrauti eða skarti sem límt er á neglurnar. Einnig hafa gelneglurnar svokölluðu verið gífurlega vin- sælar en sem betur fer er sú tíska á undanhaldi. Í Póllandi hefur vægast sagt furðuleg naglatíska skotið upp kollinum og það heitasta í dag er að skreyta neglurnar með por- trettmyndum af þekktum stjórn- málamönnum. Á myndinni sýnir stúlka frá borginni Czestochowa í suður- hluta Póllands þumla sína og skartar annar mynd af pólska stjórnmálamanninum Lech Wa- lesa en hinn mynd af Bandaríkja- forseta, George W. Bush. Hver veit nema í sumar verði hægt að sjá íslenskar stúlkur með neglur sínar skreyttar myndum af Ingi- björgu Sólrúnu, Davíð Oddssyni, Þorgerði Katrínu eða öðrum stjórnmálamönnum. NAGLATÍSKA Nýjasta naglatískan í Póllandi felst í því að neglurnar eru skreyttar með myndum af þekktum stjórnmálamönnum. Indverskt og gegnsætt Þjóðernistískan myndi hafa vinning- inn ef tískustraumarnir yrðu verð- launaðir eftir vinsældum. Í tísku- blöðum, sjónvarpinu og í verslunum víða um heim er fátt eins áberandi og hálfgegnsæjar mussur úr bómull- arefni. Pallíettum, perlum og öðru skrauti er jafnframt blandað inn í þessa tísku svo áhrifin verða svo sjarmerandi að það er ekki annað hægt en að taka upp veskið og fjár- festa. Mussurnar eru æðislegar við þröngar gallabuxur eða stutt pils og ekki er verra að vera í groddalegum stígvélum við. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Mikið í fötum af ömmu og mömmu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.