Fréttablaðið - 02.04.2005, Page 26

Fréttablaðið - 02.04.2005, Page 26
4 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR Bíll númer 100 verður seldur á næstu vikum Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju. Askja, nýtt bílaumboð, hefur tekið við umboðinu fyrir Mercedes Benz. Starfsemin fer vel af stað að sögn fram- kvæmdastjórans og í apríl og maí verður eigendum Mercedes Benz boðin ókeypis prófun á hemlabúnaði og höggdeyfum hvern laugardag. Bílaumboðið Askja sem tekið hefur við umboði á Mercedes Benz hefur nú starfað í einn mánuð. „Við erum staðráðin í að veita góða og örugga þjónustu fyrir eigendur Mercdes Benz bifreiða,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri. „Starfsmennirnir hafa verið samtals meira en 100 daga hjá Mercedes Benz í Þýskalandi og hér voru menn frá verksmiðjun- um frá janúar og fram að opn- un.“ Undirbúningurinn undir stofnun Öskju hefur staðið hálft annað ár. Askja er systurfélag Heklu, með sömu eigendur en rekstur umboðanna er aðskilinn. Starfsmenn Öskju eru nú 20 talsins. „Reksturinn fer mjög vel af stað. Þegar hafa verið skráðir um 20 fólksbílar það sem af er og nokkrir vinnubílar og á leið- inni eru nokkrir tugir bíla, vinnubílar, fólksbílar, vörubílar og meira að segja einn öskubíll. Við gerum ráð fyrir að selja Mercedes Benz númer 100 núna í apríl eða maí. Við viljum hins vegar líka leggja áherslu á þjón- ustu okkar, full-komið viðgerð- arverkstæði þar sem boðið er upp á allar almennar viðgerðir, smurþjónustu, hraðþjónustu og bílavarahluti.“ Meðal þess sem boðið er upp á eru ástandsskoð- anir sem hentar til dæmis þeim sem hyggja á kaup á Mercedes Benz bifreiðum. Í apríl og maí verður eigendum Mercedes Benz boðin ókeypis prófun á hemlabúnaði og höggdeyfum alla laugardaga á viðgerðar- og viðhaldsverkstæðinu við Lauga- veg. Með þessu gefst eigendum kostur á að bregðast við sé kom- ið að viðhaldi eða viðgerð. Nýr A-Class bíl, sem er smá- bíllinn frá Mercedes Benz, hef- ur verið mest áberandi hjá Öskju þennan fyrsta mánuð. Bíllinn kom á þessu ári töluvert breyttur, bæði stærri og kraft- meiri en fyrirrennarinn. „Meðal þess er fram undan má nefna nýjan M-Class sem kynntur verður í sumar. Hann verður í boði með öflugum vélum og miklum búnaði. Í haust kynnum við svo nýjan Mercedes Benz B- Class sem er í stærðarflokknum á milli A og C-Class.“ Jón Trausti hafði starfað hjá Heklu í sjö ár áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra Öskju. „Þetta er skemmtilegt verkefni. Við erum að koma Mercedes Benz aftur á kortið og höfum fengið frábærar viðtök- ur. Stefna okkur er að veita fyrsta flokks þjónustu og um leið að bjóða hagstætt verð.“ ■ Verkstæði Öskju er afar vel búið.                         Bílunum fylgir toppur, framrúða og segl. Einnig bjóðum við mikið úrval aukahluta. Þeir sem hafa í huga að eignast góðan golfbíl vinsamlegast hafið samband. Askalind 2 201 Kópavogur Sími 565 2000 / 897 1100 Almenn smurþjónusta Hjólbarðaþjónusta Sjálfskiptingaþjónusta Rafgeymaþjónusta Ísetning bremsuklossa Dempara – ísetningar o.fl. Vegmúli 4 • Sími 553 0440 www.nysprautun.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Toyota Prius hefur verið kjörinn bíll ársins í Evrópu árið 2005, valinn úr hópi sjö annarra bifreiða. Dómnefnd- in var skipuð 58 blaðamönnum. Prius er fyrsta fjöldaframleidda tvinn(hybrid)-bifreiðin og er knúin af bæði rafmagns- og bensínmótor. Tadashi Arashima, for- stjóri Toyota Motor Marketing Europe, sagði við þetta til- efni að forráða- menn fyrirtækisins væru himinlifandi með valið. „Við trú- um því að tvinntæknin, sérstaklega eins og hún kemur fyrir í Prius, sé stórt skref í þá átt að draga úr um- hverfisáhrifum bifreiða á sama tíma og aksturseiginleikarnir eru bættir. „Við erum stolt yfir því að Prius skuli hafa fengið svona góðan hljómgrunn hjá jafn virtum hópi blaðamanna eins og þeirra sem sátu í dómnefnd. Þetta markar tímamót í viðurkenningu tvinn- tækninnar og er mikil viðurkenning á hugsanlegum þætti hennar í framtíðinni. Þetta er okkur einnig mikill hvati í þeirri vinnu okkar að hanna umhverfis- vænni bifreiðar.“ Frá því að Prius var kynntur nýr í byrj- un árs 2004 hefur hann verið seldur í 8,500 eintökum. Toyota Prius bíll ársins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.