Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 21
Þroski mikilvægari þekkingu ÁHRIFAVALDUR GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, HEILSUFÉLAGSFRÆÐINGUR OG SJÚKRANUDDARI LAUGARDAGUR 2. apríl 2005 21 Sá sem hefur haft mest áhrif á mig um ævina er Gurudev Dr. Yogi Amrit Desai sem er stofnandi að Kripalu Yoga Fellowship í Bandaríkjunum. Ég hafði hætt í háskólanámi í félags- fræði árið 1982 þar sem mér fannst ég innbyrða þekkingu en ekki þann þroska sem stöðugt var talað um í hátíðaræðum. Mér fannst ég allt að því svikinn og vildi leita leiðarinnar til þroska gegnum hugleiðslu. Ákvað að læra jóga og jógakennslu 1988 þegar ég gerðist innvígður lærisveinn hjá Gurudev., sem á sama tíma olli straumhvörfum í lífi mínu því ég tók æfingarnar alvarlega og fannst ég þroskast hratt og mikið. Ég kynntist Gurudev persónulega því hann er ekki úr þeim hópi gúrúa sem eru trúarleiðtogar. Kjarninn í kennslu Gurudevs er að gera fólk meðvitað. Mér fannst hann koma því mjög vel til skila, því bæði ég og aðrir nem- endur hans urðum meðvitaðri og heilbrigðari einstaklingar. Það var eins og þetta hefði vakið mig og ég skynj- aði betur lífið í kringum mig, vissi hver ég var, til hvers ég er, hvernig aðrir eru og hver tilgangur lífsins er. Sem sagt hrein vitundarvakning. Námið gjörbreytti mér og mér fannst ég ná því marki sem ég sóttist eftir. Ég vildi frekar þroska en þekkingu, en háskólasamfélagið hér kann ekki að miðla leiðinni til þroska, þótt Háskóli Íslands sé framúrskarandi í að veita þekkingu af alþjóðlegum styrk. Eftir að hafa fengið þessa næringu fór ég aftur í háskólann og kláraði BA-próf í félagsfræði 1998, meðfram því að starfa sem skólastjóri nuddskóla. Að því loknu lauk ég meistaranámi í heilsufélagsfræði við Vermont-háskóla árið 2000 og hef þar með fengið það tvennt sem mér finnst mikilvægast í lífinu, þroska og þekkingu. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL GURUDEV DR. YOGI AMRID DESAI . Sundkapparnir Jakob Jóhann Sveinsson og Ragnheiður Ragnars- dóttir völdu þrjá ómissandi hluti. Jakob Jóhann Sveinsson er sundkappi með meiru og er þessa dag- ana að undir- búa sig fyrir heimsmeist- aramótið í sumar en það fer fram í júlí í Kanada. Jakob þjálfar með sunddeild Ægis. Matur. Ég get alls ekki verið án matar og ég er sífellt nartandi í eitthvað. Ég verð gífurlega pirraður ef ég fæ ekki mat þegar ég er svangur. Uppáhaldsmat- urinn minn er Lasagna. Sundlaugin. Ég get sko ekki verið án hennar. Ég er eins og fiskur á þurru landi ef ég er lengi í burtu frá sundlaug- inni. Ég æfi sundíþróttina tíu sinnum í viku og hef stundað hana síðan ég var níu ára svo sundlaugin er aldrei langt undan. Koddinn. Ég er alltaf með koddann minn þegar ég fer til útlanda. Mér finnst hálfóþægilegt að sofa ekki með hann og það er alltaf ljúft að leggja hausinn á kodd- ann þegar ég kem heim af æfingum. Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona út- skrifast frá fatahönnunar- braut Fjöl- brautarskólans í Garðabæ í vor. Það er mikið að gera í þeim málum hjá henni og auk þess er hún að sjálfsögðu að synda á fullu og að undirbúa sig fyrir smáþjóða- leikana í lok maí. Vatn. Ég verð að hafa vatn nálægt mér. Það er mér al- gerlega nauð- synlegt að hafa eitthvað til þess að hoppa ofan í hvort sem það er sundlaug eða sjór. Ég fótbrotnaði um jólin og komst ekkert ofan í vatn og mér fannst það alveg hrikalega erfitt. Hraðskreiðar flugvélar. Ég þoli ekki flugvélar og flugvelli. Ég er búin að ferðast svo mikið að ég er komin með algjöra klígju. Svo þess vegna er gott ef vélarnar eru hraðskreiðar. Mér þykir samt hrikalega gaman að ferð- ast en ég vil helst vera fljót að komast á staðinn. Hávaxnir strákar. Það er nauðsyn- legt að hafa eitthvað til þess að beina at- hyglinni frá laug- inni og gaman að sjá sæta stráka. Ég vil helst hafa stráka hávaxna því ég er sjálf svo hávaxin. Þess vegna finnst mér svo þægilegt ef strákar eru stærri en ég. ÓMISSANDI Sundlaug og hraðskreiðar flugvélar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.