Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 54
42 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR Stuðmenn hafa verið undir mikluálagi undanfarið og svo virðist sem ekki sé allt með felldu. Gestir í Royal Albert Hall tóku eftir óánægju Egils Ólafssonar, sem og annarra Stuðmanna, þegar Jakob Frímann Magnússon ákvað að taka eitt lag í viðbót eftir að sveitin hafði verið klöppuð upp nokkrum sinnum. Sagðist sjónarvottur hafa séð Egil urra framan í Jakob Frímann til þess að tjá óánægju sína með þessa ákvörðun. Skömmu eftir heimkom- una frá London spurðist það út að Raghildur Gísladóttir ætlaði að gefa Stuðmannalífinu frí og staðfesti hún það í samtali við Fréttablaðið. Jakob Frímann sagði þó sveitina ætla að halda uppteknum hætti og leitað væri að staðgengli fyrir Ragn- hildi. Þá hafði verið auglýst ball á fimmtudagskvöld með Stuðmönn- um ásamt öðrum sveitum í íþrótta- húsinu í Digranesi og Jakob hafði staðfest að sveitin myndi spila og fá staðgengil fyrir Ragnhildi. Hljóm- sveitin afbókaði sig skömmu síðar og fréttir bárust af því að Egill Ólafs- son hefði brugðið sér til Spánar. Jakob segir það þó ekki ástæðunafyrir afbókuninni. „Þetta hafði ekki verið endanlega staðfest og ekkert verið samþykkt skriflega. Ég gekk hins vegar úr skugga um að önnur sveit gæti komið í staðinn,“ sagði Jakob og Sálin hans Jóns míns hljóp í skarðið. Þá hefur það einnig komið á daginn að Stuð- menn munu ekki spila á árshátíð 365 um næstu helgi eins og um hafði verið samið. Fréttablaðið hefur ekki náð sambandi við Egil Ólafsson á Spáni en Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóð- leikhússtjóri og eiginkona söngvar- ans, staðfesti það að hann væri í Madríd og væri þar að læra spænsku. Hann væri væntanlegur til landsins eftir tvær vikur og þá skýrist væntanlega hvort samstarf Stuðmanna standi á brauðfótum eða sé enn jafngott og áður. Íslenska Eurovision-lagið If I HadYour Love hefur grafið um sig í hugarfylgsnum fjölda Íslendinga og það virðist ríkja um það almenn sátt og flestir hafa tröllatrú á að Selma Björnsdóttir muni ná langt þegar hún stígur á stokk og kyrjar lagið í Kíev eftir tæpa tvo mánuði. Þá hefur myndband Guðjóns Jónssonar við lagið vakið verðskuldaða athygli en í því eltir Selma mann á röndum og reynir að skjóta amorsörvum í hjarta hans. Boginn sem Selma notaði við gerð mynd- bandsins var ekkert leik- fang og hefur engu minni skotkraft en meðal skam- byssa, þannig að allir sem unnu við myndbandið voru á tánum og ýtr- ustu varúðar var gætt. Þær ástarörv- ar Selmu sem geiguðu rötuðu þó allar á rétan stað og brutu meðal annars bílrúðu rétt eins og gert var ráð fyrir í handritinu. Engum varð því meint af örvahríðinni en einhver áhöld eru um hvort síðasta örin, sem hitti ástarviðfang Selmu í hjartastað, hafi hitt í mark þar sem hugmyndin á frumstigi handritsvinn- unnar var að láta hana hæfa gaur- inn í afturendann. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Áskriftarsími: 515-5558 Fram an d i réttir matur og vín 4.tbl.2005,verð 899 kr.m.vsk. 5 690691 1600 05 60+ spennandi réttir og hugmyndir suðrænir ávextir í matargerð líbanskur og tyrkneskur matur pastaréttir -fl jótlegir og einfaldir „enginn drepinn í m ínu eldhúsi“ -Tony Bourdain Matreiðslumaður ár sins GG 0305fors.indd 1 21.3.2005 11:17:2 2 Gestgjafinn er kominn út! Söngkonan Birgitta Haukdal úr hljómsveitinni Írafár mun hlaupa í skarðið fyrir Sveppa í þáttunum Strákarnir á Stöð 2 á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Ástæðan er æfingar Sveppa vegna leikritsins Kalli á þakinu sem verður frumsýnt í lok apríl. Birgitta mun því, rétt eins og Sveppi, þurfa að taka hinum ýmsu áskorunum í þáttunum. Meðal annars gæti hún þurft að dýfa tánni ofan í baðkarið alræmda sem hefur hingað til leikið Audda sérlega grátt. Birgitta er ekki ókunn sjón- varpsvinnu því hún hefur áður unn- ið á Popptíví þar sem strákarnir gerðu það gott á sínum tíma í þætt- inum 70 mínútur. Gaman verður að sjá hvernig henni tekst að feta í fót- spor sprelligosans Sveppa. ■ Birgitta ein af strákunum [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 41 árs. Berglind Íris Hansdóttir. Anna Linda Bjarnadóttir. Ein vinsælasta og áhrifamesta hljómsveit níunda áratugarins, Duran Duran, mun leika á tónleik- um í Egilshöll 30. júní. Sveitin naut gríðarlegra vinsælda á Ís- landi, sem og annars staðar, upp úr 1980 en frægðarsól hennar skein sem skærast þegar þriðja LP-plata þeirra, Seven and the Ragged Tiger, kom út árið 1983 og lög af henni tröllriðu vinsældar- lista Rásar 2. Það er óhætt að segja að koma þeirra Simon Le Bon, John Taylor, Andy Taylor, Nick Rhodes og Rogers Taylor sé löngu tímabær en ungir Íslendingar ólu þá von í brjósti sér að það tækist að fá kappana til að troða upp í Laugar- dalshöll fyrir um það bil 20 árum síðan. Sveitin hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum árin; áhersl- an í tónlistarsköpun hefur þróast í ýmsar áttir og menn hafa komið og farið úr bandinu. Simon Le Bon og Nick Rhodes hafa þó verið með frá upphafi og ekki alls fyrir löngu sneru týndu Taylorarnir þrír aftur heim þannig að sú Duran Duran sem nú ferðast um heiminn og spilar er sú eina sanna og þeir sem hafa séð til þeirra á sviði á síðustu árum fullyrða að þeir hafi engu gleymt frá því að þeir skutust upp á stjörnuhimininn. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónleikahaldarar hafi í upphafi ætlað sér að fá íslenska „eitís“ sveit til að hita upp fyrir Duran Duran og hafi rennt hýru auga til Rikshaw. Sú sveit, með Richard Scobie í broddi fylkingar, átti nokkra smelli þegar „sítt að aftan“ tímabilið var í algleymi og þótti stæla Duran Duran í einu og öllu. Þessi upphitunaráform urðu þó að engu þegar skilaboð komu frá Duran Duran um að þeir vildu alls ekki að fá neina „eitís“ hljómsveit til að hita upp fyrir sig. ■ DURAN DURAN Tveggja áratuga draumur fjölmargra Íslendinga sem nú eru um eða yfir þrítugt rætist í júnílok þegar þessi ástsæla „sítt að aftan“ sveit treður upp í Egilshöll. Þeir spila í Belgíu 25. júní og á Hróarskeldu 2. júlí þannig að það er upplagt að koma við á Ís- landi á milli tónleika. DURAN DURAN: VÆNTANLEG Í LANGÞRÁÐA ÍSLANDSHEIMSÓKN Vilja ekki sjá sítt að aftan FRÉTTIR AF FÓLKI Afatískan. Jakkapeysur, prjónavesti, buxur með uppábroti,kallalegir jakkar og fínir skór. Allt í einu eru afarnir og gömlu kallarnir orðnir algjörir töffarar. Strákar sem tolla í tísk- unni hljóta að flykkjast í bílskúrinn eða geymsluna hjá afa og grafa eftir fjársjóði. Fötin mega samt alls ekki vera of stór og eiga frekar að vera í þrengri kantinum. Afrísk munstur. Það er einhver frumskógarfiðringur í tísku-hönnuðum þessa dagana og þeir keppast við að sækja innblástur frá afrískum löndum. Ekki eru það þó einungis munstrin frá þessum löndum sem heilla heldur einnig skart. Skartgripir úr tré eru afar heitir þessa dagana. Hálsmen, arm- bönd og eyrnalokkar. Gífurlega heitt. Rykfrakki er það heillin. Fara rykfrakkar nokkurn tíma úrtísku? Svarið er nei. Peter Sellers setti tóninn á sínum tíma og flíkin hefur ekki kólnað síðan. Það eru alls konar af- brigði af rykfrakka í gangi í tískuheiminum og það er hrika- lega flott að skella flottu belti utan um hann eða vera með trefil í skærum lit við. Strákar með eyrnalokka í öðrum snepli eins og EltonJohn. Nei, þetta er ekkert nema hryllingur og jafnvel verra ef þeir eru með lokk í báðum sneplum. Eins sorglegt og það hljómar þá eru eyrnalokkar bara ekki fyrir stráka. Þetta komst reyndar óvart í tísku fyrir um tíu árum en sem betur fer er það löngu farið. Því miður strákar þið megið ekki vera með í eyrnalokkatískunni. Verðlag á Íslandi er óþolandi! Okrið er þvílíkt að þeg-ar við förum til útlanda missum við vitið og verslum allt of mikið. Ekki bara það að ný og flott föt eru langt fram úr hófi dýr þá er heldur ekki hægt að fá notuð föt á góðum prís. Þetta er algjört rugl og við verðum að reyna að breyta þessu. Klunnalegir spariskór. Þá er aðallega átt við herra-skó. Þeir eiga að vera frekar nettir og fíngerðir í dag og alls ekki með klunnalegum botni og stórri kúlutá! Þannig skór eru einungis mistök. Það er fátt hallæris- legra en að sjá grannan og fíngerðan mann í flottum jakkafötum og svo í risastórum hlunkaskóm við. Virkar alls ekki. INNI ÚTI ...fá aðstandendur Icelandic International Film Festival sem ætla að bjóða upp á alvöru kvik- myndahátíð, með frábærum myndum á borð við Ett hål í mit hjårta, eftir Lukas Moodysson. Hátíðin stendur yfir í þrjár vikur, frá 7.–30. apríl. HRÓSIÐ Lárétt: 2 datt, 6 ógrynni, 8 lána, 9 hættumerki, 11 ármynni, 12 kvenvargur, 14 eina, 16 átt, 17 tíndi, 18 sterk, 20 ónefndur, 21 forlag. Lóðrétt: 1 prýði fljóta, 3 snjókoma, 4 sú ljóshærða, 5 læsing, 7 sand á iði, 10 hvíldi, 13 her- bergi, 15 hófdýr, 16 gerast, 19 ólíkir stafir. Lausn: Lárétt: 2 féll,6of, 8ljá,9sos,11ós,12 skass,14staka,16sa,17las,18kná,20 nn,21edda. Lóðrétt: 1foss,3él,4ljóskan,5lás,7 foksand,10sat,13sal,15asni,16ske, 19ád. BIRGITTA HAUKDAL Söngkonan vinsæla mun stýra þættinum Strákarnir ásamt Pétri Jó- hanni Sigfússyni og Auðunni Blöndal í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.