Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 18
Núna um helgina eru allra síð- ustu sýningar á leikritinu um Línu langsokk í Borgarleikhús- inu, en þær hafa staðið yfir í um eitt og hálft ár. Hlutverk Línu langsokks hefur verið í höndum Ilmar Kristjánsdóttur leikkonu og var hennar fyrsta hlutverk eftir útskrift úr Leiklistarskóla Íslands. „Ég var byrjuð að æfa Línu þegar ég var enn þá í nem- endaleikhúsinu og „debútteraði“ með Línu,“ sagði Ilmur og hikaði aðeins þegar hún var spurð hvort hún væri fegin að sjá á eftir hlut- verkinu. „Það er svona trega- blandin gleði. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman en nú horfir maður fram á veginn og hlakkar til að takast á við eitthvað nýtt.“ Ilmur er þó ekki horfin af svið- inu því eftir nokkra daga verður frumsýnt verkið Terroristar þar sem hún er í einu hlutverka. Þá segir hún „ákveðið sumarverk- efni“ vera í bígerð, en verður hin leyndardómsfyllsta þegar gengið er á hana um hvað þar er á ferð. „Það er eiginlega leyndarmál enn þá því ekki er búið að fastnegla hlutina.“ Hún sagði þó að um væri að ræða leikhúsverk en ekki kvik- mynd. „Ann- ars bíð ég bara eftir næstu b í ó m y n d , “ sagði Ilmur og kvað hafa ver- ið afskaplega gaman að leika í kvikmynd- inni Dís sem út kom í fyrra. „En það er allt útlit fyrir að ég þurfi að skrifa hana sjálf.“ Ilmur segir mikinn mun á vinnuferli og aðkomu leikarans eftir því hvort unnið er á sviði eða fyrir myndavélina. „Það er náttúrlega bara algjör draumur að fá að fást við bæði, ef guð lof- ar. Bíóbransinn er bara þannig að það er ekki úr fjölda hlutverka að moða.“ Ilmur óttast ekki að persónu- leiki Línu langsokks hafi smitast yfir á hana eftir þennan langa tíma í gervi hennar og segist í raun „rétt ætla að vona“ að það hafi gerst. „Lína býr yfir frelsi í sál sinni, bæði í lífi og starfi. Svona ákveðnu hispursleysi,“ sagði hún og taldi hlutverkið í raun hafa verið ákveðinn happa- feng þar sem hún var nýskriðin úr skóla. „Þetta var dálítil eld- skírn og ýtti svolítið á eftir mér inn í leikhúsheiminn. En ég er annars afskaplega sátt á þessum tímamótum, kveð Línu með tregablandinni gleði og leyfi nýju að taka við.“ ■ 18 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR ÉMILE ZOLA (1840 – 1902) fæddist þennan dag. TÍMAMÓT: SÝNINGUM LÝKUR Á FYRSTA HLUTVERKINU Tregablandin gleði að sjá á bak Línu „Ég er listamaður... og hingað kominn til að lifa lífinu upphátt.“ Franski rithöfundurinn Émile Zola var upphafsmaður hreyfingar natúralisma í bókmenntum og vildi að skáld ynnu líkt og náttúruvísindamenn. Rannsaka átti manninn og mannsandann og benda á mein samfélagsins. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Árný Snæbjörnsdóttir, Seljalandi 5, Reykjavík, heldur upp á afmæli sitt í dag, en hún verður ní- ræð á mánudaginn. Árný tekur á móti gest- um í Víkingasal Hótels Loftleiða milli klukkan tvö og fimm í dag. Blóm og gjafir eru af- þökkuð en á staðnum verður söfnunar- kassi frá Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum. Torfi Jónsson, kennari og myndlistarmaður, er sjötugur í dag. Sigurður H. Richter dýrafræðingur er 62 ára í dag. Þennan dag árið 1902 hóf fyrsta kvikmyndahúsið sýningar í Los Angeles í Bandaríkjunum. Bíóið var í sirkustjaldi og nefndist „Raf- magnsleikhúsið“. Meðal fyrstu mynda sem sýndar voru var „Kaf- aldsbylur í New York“. Aðgangs- eyrir var tíu sent fyrir klukkustund- ar langa sýningu. Evrópskir og bandarískir uppfinn- ingamenn höfðu unnið að kvik- myndatökuvélum síðan á seinni hluta níunda áratugar 19. aldar. Í lok 19. aldar gátu áhorfendur farið á kvikmyndasýningar og nokkrar „kvikmyndaverksmiðjur“, eins og framleiðslufyrirtækin voru kölluð framan af, höfðu verið stofnuð. Árið 1896 hóf Thomas Alva Edison kvik- myndasýningar á fjöl- leikasýningum milli þess sem trúðar og loftfimleikamenn tróðu upp. Stuttar kvik- myndasýningar voru al- gengar í fjölleikahúsum um aldamótin 1900 og voru yfirleitt í lok dag- skrárinnar. Árið 1901 fóru bandarískir fjöllista- menn í verkfall og urðu kvikmynd- ir þá meginuppistaða skemmti- dagskrár fjölleikahúsa. Í upphafi gátu fjölleikahúseigendur ekki leigt einstaka myndir af fram- leiðslufyrirtækjunum heldur þurftu þeir að kaupa þær. Því gat ver- ið dýrt að skipta reglu- lega um myndir í sýn- ingu. Í ársbyrjun árið 1902 fór kvikmynda- framleiðandinn Henry Miles að leigja sýning- arréttinn að myndum sínum og lagði þar með grunninn að því dreif- ingarkerfi sem þekkist í dag. Fyrsta kvikmyndahúsið opnaði árið 1902 og fyrr en varði spruttu bíóin upp eins og gorkúlur og fyrr en varði voru kvikmyndasýningar ein vin- sælalsta afþreying almennings. THOMAS ALVA EDISON ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1801 Breski flotinn undir stjórn Nelsons flotaforingja gjörsigrar danska flotann við Kaupmannahöfn. 1928 Jóhanna Magnúsdóttir fær lyfsöluleyfi, fyrst íslenskra kvenna. 1930 Haile Selassie var lýstur keisari Eþíópíu. 1982 Argentína gerði innrás á Falklandseyjar og hóf þannig Falklandseyjastríðið. 1992 John Gotti var dæmdur í ævilangt fangelsi í New York fyrir morð og skipu- lagða glæpastarfsemi. 1996 Rússneskur togari tekinn við ólöglegar veiðar úr af Reykjanesi, sá fyrsti síðan lögsagan var færð út í 200 mílur árið 1975. Fyrsta bíóið hefur sýningar                !    !  " !    # #  #   $     # %$   # $#&'( )  # &' &*   # #  + ,  &*            ), &- ##   ."/  #       #+ (.   ! "/ 0%   "           # $#  (1   ,# !   / #2 #! $ 3            4!   #   !   ##   + ,      ()  (  %$##3       #(5! #  !   !  #!    #   #+   #        # !#    ! * ( ((( 6   (                       ! " # $ ! %      2 )      $  7, #  8   '(9    )    )         #       3      ! . !  :    (; # #!   $ ((  !  <,     $ :   ;$       0 #% #(2   # # Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, Bernharð Steingrímsson Tungusíðu 2, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 29. mars. Sigurbjörg Steindórsdóttir Steingrímur Bernharðsson Berghildur Erla Bernharðsdóttir Edvard Börkur Edvardsson Bernharð Stefán Bernharðsson Björg Maríanna Bernharðsdóttir Sigurður Blomsterberg Steingrímur Magnús Bernharðsson og afabörn. JARÐARFARIR 14.00 Guðrún Elsa Guðlaugsdóttir, Herjólfsgötu 14, Vestmannaeyj- um, verður jarðsungin frá Landa- kirkju. 14.00 Gunnar Sigurðsson, Leirulækjar- seli, verður jarðsunginn frá Borg- arneskirkju. 14.00 Helga Engilbertsdóttir, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðar- kirkju. 14.00 Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, frá Möðruvöllum í Kjós, Dvalarheimil- inu Grund, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Reynivallakirkju í Kjós. 14.00 Ívar Páll Ársælsson, Hlíðarlandi, Árskógsströnd, verður jarðsunginn frá Stærra-Árskógskirkju. 14.00 Stefán Jónsson, bóndi, Grænu- mýri, Skagafirði, verður jarðsung- inn frá Flugumýrarkirkju, Blöndu- hlíð, Skagafirði. 14.00 Sveinbjörn Bárðarson, flugum- ferðarstjóri, Smárahlíð 7c, Akur- eyri, verður jarðsunginn frá Skútu- staðakirkju. Arnar Önfjörð Björgvinsson, Skúlagötu 68, Reykjavík, lést sunnudaginn 20. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jakobína Guðrún Júlíusdóttir, Austur- byggð 17, Akureyri, lést miðvikudaginn 23. mars. Erna Sigurðardóttir, Sjávargrund 6a, Garðabæ, lést miðvikudaginn 30. mars. Hákon Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítala, Hringbraut, miðvikudaginn 30. mars. 742 Karlamagnús (Karl mikli), konungur Franka. 1725 Casanova, ævintýra- maður og rithöfundur. 1805 Hans Christian Ander- sen, rithöfundur. 1891 Max Ernst, listmálari. 1914 Sir Alec Guinness, leikari. 1926 Jack Brabham, Formúluökumaður. 1928 Serge Gainsbourg, söngvari. 1939 Marvin Gaye, söngvari. 1945 Linda Hunt, leikkona. 1947 Emmylou Harris, söng- kona. 1947 Camille Paglia, rithöf- undur og femínisti. 1960 Linford Christie, íþróttagarpur. Jón Hjaltalín Magnús- son verkfræðingur er 57 ára í dag. Ástríður Pálsdóttir sameindalíffræðing- ur er 57 ára í dag. Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofn- unar, er 47 ára í dag. Anna Rósa Sigurðar- dóttir leikkona er 36 ára í dag. ANDLÁT FÆDDUST ÞENNAN DAG LÍNA LANGSOKKUR Á FULLU Sýningar á Línu langsokk hófust haustið 2003, en síð- ustu sýningarnar eru núna um helgina. Ilmur Kristjánsdóttir fer með aðalhlutverkið í sýn- ingunni, en Lína var hennar fyrsta hlutverk í atvinnuleikhúsi. ILMUR KRISTJÁNS- DÓTTIR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E G G ER T JÓ H AN N ES - SO N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.