Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 22
Þ egar næsti páfi hinnar ka-þólsku kirkju er kosinn,verður það í fyrsta sinn sem slíkt fer fram þegar fjömiðlar fylgjast með allan sólarhringinn. Fjölmiðlafólk mun ekki geta fylgst með í návígi, þar sem Vatíkanið verður lokað öllum utanaðkom- andi, en siðareglurnar við páfakjör eru mjög skýrar og þekktar. Eftir siðareglunum er farið í einu og öllu og þeim þarf að breyta formlega. Andlát páfa Þegar að páfi deyr er skírnarnafn hans kallað þrisvar. Ef hann svarar ekki er hann úrskurðaður látinn. Þá er bronshurðum Vatíkansins lokað sem er táknrænt merki þess að páfinn sé látinn. Hurðin er ekki aft- ur opnuð fyrr en nýr páfi hefur verið kosinn. Áður en páfi deyr til- nefnir hann kardínála til að stjórna málefnum kaþólsku kirkjunnar, þar til nýr páfi er kjörinn. Sá hefur verið sérstakur aðstoðarmaður páfa. Að þessum kardínála við- stöddum og öðrum háttsettum mönnum innan páfagarðs, er hvítri andlitsslæðu sem hylur andlit páfa fjarlægð og beðið er fyrir sálu hans. Þá er formlega tilkynnt um andlátið. Hringur fiskveiðimanns- ins, sem páfi fékk við kjör sitt, er færður á fyrsta fund kardínálanna þar sem hringurinn er brotinn í mél. Þegar páfi deyr, missir kirkjan yfirstjórnanda sinn. Söfnuður kar- dínála, sem sinnir málefnum kirkj- unnar hefur ekkert vald lengur. Þá verður skrifstofa innanríkismála páfagarðs einnig umboðslaus og ekki er hægt að sinna diplómatísk- um efnum fyrr en nýr páfi hefur verið kosinn. Á því er engin undan- tekning, hversu mikilvæg málefni liggja fyrir. Öllum formlegum heimsóknum er frestað, ásamt allri annarri ákvarðanatöku. Sorgartíminn Kaþólska kirkjan um heim allan leggst í sorg þegar páfi deyr. Marg- ar byggingar eru klæddar svörtu klæði. Kaþólikkar flykkjast í kirkju til að biðja fyrir sálu páfans. Nokkra daga eftir andlátið er lík hans klætt rauðum klæðum með gyltum mítur á höfði, haft til sýnis til að hægt sé að votta honum virð- ingu sína og biðja fyrir sálu hans í Sankti Péturskirkju. Þá er lík hans fært í þrefalda kistu, pyngja með myntum og orðum páfadóms hans lögð við fætur hans. Páfinn fær syndafyrirgefningu og kistan er grafin í grafhvelfingu kirkjunnar. Eftir greftrun fylgir Novemdialis, níu daga formlegur sorgartími þar sem hátíðarmessa er haldin á hverjum degi í Sankti Péturs- kirkju. Kjörmannasamkoma kardínála Eitt sinn var það svo að kjör nýs páfa yrði að hefjast innan 10 daga eftir andlát páfans. Nú hefur þessu verið breytt og kjör verður að hefj- ast ekki fyrr en 15 dögum og ekki síðar en 18 dögum eftir andlátið. Þetta er gert til að allir kardínálar geti tekið þátt í kosningunum. Sam- kvæmt heitum kardínála verða þeir að taka þátt í slíku kjöri, nema veikindi aftri þeim. Kardínálar yfir áttrætt geta þó ekki tekið þátt í kosningunni. Nú eru að minnsta kosti 130 kardinálar undir aldurs- takmörkunum, en það eru þó ekki nema 120 sem mega taka þátt í kosningunni. Því taka þeir að flykkjast til Rómar um leið og fréttir berast af andláti páfans. Kjörfundurinn sjálfur hefst þó ekki fyrr en Novemdialis, sorgar- tímanum, lýkur. Á leiðinni eru þeir bundnir trúnaði. Þeir mega ekki ræða kosninguna við nokkurn, ræða við fjölmiðlafólk eða gefa álit sitt á nokkrum þeim sem kemur til greina. Þangað til kardínálarnir hafa komist að niðurstöðu eru þeir læst- ir inni og þá fyrst má ræða um heppilega kanditata við aðra kar- dínála og hefja einhvers konar kosningabaráttu. Ekki má þó nota óheiðarlegar aðferðir. Þegar að kardinálarnir eru komnir inn verða þeir að dveljast þar þar til niður- staða fæst, nema mjög alvarleg ástæða liggi fyrir sem leyfir brott- hvarf. Slík ástæða getur til dæmis verið að kardináli þurfi að gangast undir skurðaðgerð. Hver kardínáli fær að hafa með sér einn aðstoðar- mann þegar þeir eru læstir inni. Kosningareglur Þrjár aðferðir hafa verið til til að kjósa nýjan páfa. Í fyrsta lagi var hægt að kjósa páfa með upphróp- un. Þá eru allir kardínálarnir sam- mála um hver skuli taka við sem páfi og kalla nafn hans upphátt. Síðast var þessi aðferð notuð árið 1621 þegar Gregoríus XV var kjör- inn páfi árið 1621. Í öðru lagi var hægt að velja páfa með málamiðl- un. Þá samþykkir samkundan að styðja við ákvörðun þriggja, fimm eða sjö kardínála, sem hafa sam- hljóða verið valdir sem fulltrúar allra kardínálanna. Þessi leið var að lokum farin þegar Gregoríus X var kosinn páfi árið 1271. Þá höfðu kardínálarnir ekki getað komið sér saman um páfa í næstum þrjú ár. Í þriðja lagi og eina aðferðin sem leyfileg er nú, er að velja páfa með kosningu. Frambjóðandi verð- ur þá að fá tvo þriðju allra mögu- legra atkvæða til að vera kjörinn, nema ef ekki er hægt að deila í fjölda kardínála með þremur. Ef svo er verður frambjóðandi að fá eitt atkvæði að auki. Launung samkomunnar Algjör launung hvílir yfir sam- kundu kardínálanna. Til að tryggja þetta eru allir aðgangar að Vatíkan- inu, þar sem kardínálarir eru, lok- aðir með innsigli og þeir gluggar sem snúa að umheiminum eru hvíttaðir með kalki. Eini inngang- urinn að Vatíkaninu er um dyr sem lokar aðeins neðri helmingi dyra- gáttarinnar. Inngangsins er gætt af fimm öryggisvörðum sem grand- skoða allt sem fer þar í gegn. Jafn- vel matinn sem kardínálarnir og aðstoðarmenn þeirra fá. Aðeins með leyfi má senda skilaboð um þessa gætt, en ef einhver vafi leik- ur á um efni skilaboðanna, er leyf- inu hafnað. Atkvæðagreiðslan Atkvæðagreiðslan sjálf fer fram í Sixtínsku kapellunni. Þar eru há- sæti fyrir hvern kardínála, sem hvert um sig er hulið fjólubláu klæði. Fyrir framan hvert hásæti stendur lítið borð, einnig hulið fjólubláu klæði og við þetta borð gefa kardinálarnir atkvæði sitt. Á altarinu hefur öllu því verið komið fyrir sem þarf til að kjósa nýjan páfa; atkvæðaseðlar, stór kaleikur sem notaður er undir ösku at- kvæðaseðlanna, grunnur diskur sem atkvæðin eru sett í þegar þau eru talin, silfurkassi sem notaður er þegar á að brenna atkvæðaseðl- ana og kassi sem er færður til her- bergis hvers þess kardínála sem er of veikur eða veikburða til að koma til kapellunnar. Hann setur at- kvæði sitt í þann kassa. Á hinum enda kapellunnar er komið fyrir litlum ofni og er reyk- urinn frá honum látinn leiða upp á þak kirkjunnar. Í þessum ofni eru atkvæðaseðlarnir brenndir eftir að atkvæðagreiðslu lýkur og það er með reyknum frá þessum ofni sem fylgst er náið með á meðan verið er að kjósa næsta páfa. Ef enginn kar- dínáli fær tvo þriðju atkvæða, eru atkvæðaseðlarnir lagðir til hliðar og strax er kosið upp á nýtt. Ef eng- inn nær heldur kjöri í næstu at- kvæðagreiðslu er blautu heyi blandað við atkvæðaseðlana og þeir brenndir í ofninum. Þá verður reykurinn svartur og allir utan Vatíkansins fá að vita að kosningu hefur ekki verið lokið. Loks þegar kardináli hefur náð stuðningi að minnsta kosti tveggja þriðju ann- arra kardínála eru atkvæðaseðl- arnir brenndir einir og reykurinn verður hvítur. Þá vita áhorfendur að nýr páfi hefur verið kjörinn. Þar til páfi er kjörinn fara fram fjórar kosningar á dag. Tvisvar er kosið að morgni og tvisvar seinnipartinn. Það er því tvisvar á dag sem svart- an reyk ber við himininn í Róm þar til nýr páfi er kjörinn. Ef enginn hefur náð kjöri eftir tólf daga getur meirihluti kar- dínála ákveðið að nægilegt sé að næsti páfi fái meirihlutakosningu, eða einungis verði kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hafa fengið. Kjörgengi Samkvæmt hefð er það einn kar- dínálanna sem er valinn páfi, en það er bara hefð. Kjörmannasam- koma kardinálanna getur í raun valið hvern sem er til að gegna þessu embætti. Páfi er kosinn Þegar næsti páfi hefur loksins ver- ið kosinn eru fjólubláu klæðin yfir hásætunum lögð niður, utan hásæt- is þess kardínála sem hefur verið kosinn. Sá kardínáli er spurður hvort hann samþykki kosninguna og með því samþykki verður hann páfi. Þá er hann spurður að því hvaða nafni hann vill kallast og hvít kolla er sett á höfuð hans. Nokkrum dögum síðar heldur nýr páfi fyrstu messu sína í Sankti Péturskirkju. svanborg@frettabladid.is 22 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR Við höfum lækkað hjólhýsin okkar um 4% vegna góðs gengis og góðra innkaupa. Komdu við í Evró um helgina og tryggðu þér hjólhýsi sem hentar fyrir þína fjölskyldustærð. hjólhýsi í úrvali hjá Evró og Opið alla helgina einnig á www.evro.is Evró Skeifunni s. 533-1414 Með mikilli leynd Á SANKTI PÉTURSTORGI Mikill fjöldi manns safnast hér saman við andlát páfa til að biðja fyrir honum og fylgjast með hvort nýr páfi hafi verið kosinn. Mikil leynd liggur yfir öllu þegar nýr páfi er kosinn af kardínálum kaþólsku kirkjunnar. Siðareglurnar eru þekktar en enginn kardínáli má ræða opinber- lega um þá sem helst koma til greina eða hvern þeir munu kjósa. Ekki fyrr en hurðum Vatíkansins hefur verið læst og boðleiðir við umheiminn eru engar nema reykur frá Sankti Péturskirkju sem gefur til kynna hvort nýr páfi hafi verið kosinn. BRONSHURÐIN ENN OPIN Þegar páfi deyr er mikilli bronshurð að Sankti Péturskirkju lokað. Hún er ekki opnuð aftur fyrr en nýr páfi hefur verið kjörinn, hversu langan tíma sem það tekur. Þekktasta merki þess að nýr páfi hafi verið kjörinn er hvítur reykur sem liðast yfir Vatíkaninu. Það er reykurinn sem myndast þegar atkvæðaseðlarnir eru brenndir. AP M YN D AP M YN D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.