Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 20
„Ég hef alltaf verið áhugasamur um mannlegt eðli og finnst húmor byggður á alvöru lífsins skemmti- legri en hárkollur og eftirhermur í trúðslátum,“ segir Bjarni Haukur sem þessa dagana leikstýrir eigin gamanþáttum fyrir TV4 í Svíþjóð. Sagan er um Hannes sem hefur nýtt ástarsamband og erfiðleikana sem koma upp í sambúðinni. „Þetta er ný útfærsla á sjón- varpsþáttum sem ég skrifaði og leikstýrði fyrir TV2 í Noregi og heitir Hos Martin. Fyrsta serían var í 26 þáttum sem teknir voru upp vikulega fyrir framan 400 áhorfendur, og nú er byrjað að taka upp næstu 26 þættina fyrir haustið. Sænsku þættina, sem heita Hon og Hannes, geri ég öðru- vísi, meira í átt við comedy drama, með tveimur myndavélum í stað fjögurra, úti og inni á setti, og leik- stýri tólf af þeim þáttum sjálfur.“ Fékk sænsku leiklistarverðlaunin Bjarni Haukur hefur veðjað á sjálfan sig í Svíþjóð og Noregi síð- astliðin fjögur ár. Hann býr enn á Íslandi en í uppvextinum átti hann nokkur ár í Svíþjóð þegar foreldr- ar hans voru í námi. „Ég kann ofsalega vel við mig á Norðurlöndunum því þau liggja nálægt manni í menningu, tungu og fólkinu sjálfu. Ég hef verið að brölta þetta í útlöndum og fór með tvær hendur tómar til að freista gæfunnar. Það hefur kostað ómælda vinnu, en er nú loks farið að skila sér. Lykillinn reyndist að vera með eitthvað í höndunum sem maður trúir á og góðan sann- færingarkraft. Með það veganesti er allt mögulegt þótt þessi bransi snúist í aðalatriðum um það að þekkja rétta fólkið. Þetta er heim- ur réttra sambanda og nú hefur mér tekist að byggja upp mjög gott net fagfólks, hvort sem það er fólkið á sjónvarpsstöðvum Norður- landa, framleiðendur eða bestu leikararnir.“ Bjarni setti upp söngleikinn Grease í einu virtasta leikhúsi Svía, Göta Lejon á liðnu hausti. Fremstu leikarar Svíþjóðar, sem og dansarar og tónlistarmenn hafa gert sýninguna að listaverki og í mars fékk sýningin Sænsku leik- listarverðlaunin. „Grease fékk fern verðlaun: fyrir besta söngleikinn, besta dansinn, besta aðalleikarann og bestu aukaleikkonuna. Grease hef- ur oftsinnis verið settur á svið í Svíþjóð en mig langaði að gera það á ferskari hátt en áður. Það hefur verið ánægjulegt að upplifa hve vel hefur gengið, en sýningar eru enn í gangi og verða áfram næsta vetur.“ Mistök í lagi Bjarni Haukur stimplaði sig inn í þjóðarsál Íslendinga þegar hann fór með hlutverk Hellisbúans 1998 til 2001. Sá einleikur hefur síðan verið sýndur í leikstjórn Bjarna Hauks í Noregi og Svíþjóð, og verður settur upp í Japan á hausti komanda. „Ég var 26 ára þegar hundrað þúsund manns komu að sjá Hellis- búann. Slík velgengni er varasöm og auðvelt að halda að eftirleikur- inn verði auðveldur. Í upphafi von- ar maður að hlutirnir gangi upp og þegar slíkt gerist fær maður byr undir báða vængi og meira sjálfs- traust. Þá verður í lagi að eitthvað mistakist. Eftir Hellisbúann skrif- aði ég og setti upp einleikinn Haukinn en þá kom enginn. Í fyrstu var ég æðislega hissa, en skildi svo að það var verkið sem var ekki nógu gott og aðsóknar- leysið ekki persónulegt. Ég tel mikilvægt að lenda í mótlæti á leiðinni, því maður lærir meira á floppum en velgengni,“ segir Bjarni hugsi og bætir við: „Þeir sem standa af sér hrakningar verða sterkari fyrir vikið. Haukur- inn var það besta sem gat komið fyrir mig.“ Bjarni Haukur hefur sýnt síðar að hann er á réttri hillu sem hand- ritshöfundur, framleiðandi, leik- stjóri og leikari. „Það á vel við mig að skrifa fyrir sjónvarp, en ég er þó senni- lega sterkari framleiðandi en rit- höfundur, og eftir því sem ég leik- stýri meira finnst mér sú vinna æ skemmtilegri. Hún á ágætlega við minn karakter; sameinar skipulag og listir.“ Tíu ára leikhússtjóri Bjarni Haukur var á barnsaldri þegar leiklistargyðjan lagði fyrir hann snörur sína. „Það eru að vísu einhverjir listamenn í familíunni, en ég er einkasonur og hef trúlega fengið of mikla athygli. Tíu ára hélt ég úti leikhúsi í kjallaranum heima á Lindargötu þar sem ég skrifaði, leikstýrði og lék sjálfur, bæði ein- leiki og stærri leikrit, allt eftir hentugleik hvað náðist í marga. Þetta lá því ljóst fyrir og seinna hélt ég til New York í leiklistar- nám. Það hafði mikil áhrif á mig, enda hvetjandi að búa í borg sem er svo rík af leikhúsi, bíói og sjón- varpi. Ég drakk það allt í mig.“ Bjarni Haukur hefur ekki leikið sjálfur á sviði í mörg ár, ekki síðan í Þjóðleikhúsinu að hann lék í Bláa hnettinum og Vilja Emmu. „Það er gaman að leika en ég sakna þess ekkert svakalega. Ég er með sjö verkefni í undirbúningi og mun ekki leika sjálfur í neinu þeirra. Ég vil sem minnst segja um verkefnin á þessu stigi, en get upp- lýst að eitt þeirra er leikstjórn á The Sunshine Boys eftir Neil Simon í China Teatern í haust, með tveimur af þekktustu leikurum Svíþjóðar, þeim Brasse Bränn- ström og Magnus Härenstam.“ Þrátt fyrir ört vaxandi vel- gengni segist Bjarni Haukur ekki orðinn veraldlega ríkur. „Ég hef það ágætt, en andlegt ríkidæmi skiptir mig meira máli en beinharðir peningar. Mér hefur alltaf fundist skrýtið þegar menn fara út í þennan bransa í því augnamiði að verða ríkir, en ekki af hugsjón. Það er áhættusamt að setja upp sýningar en maður verð- ur alltaf betri og betri. Ég hef auð- vitað margoft spurt mig hvurn djöfulinn ég er að gera og hví í ósköpunum ég uppsker ekki meira, en það kemur. Á meðan ég get fætt og klætt fjölskyldunna er ég glað- ur og sáttur.“ Nýir kaflar Bjarni Haukur átti hlut í fyrirtæk- inu Lífsstíl ásamt sakborningunum í Símamálinu, þeim Kristjáni Ra Kristjánssyni, Árna Þóri Vigfús- syni, en fyrirtækið varð áberandi í þjóðfélagsumræðunni samhliða Símamálinu. „Þetta eru tvö aðskilin mál. Ég tapaði peningum á Lífsstíl og það kom mér illa fjárhagslega en Símamálið er mér alls óviðkom- andi, utan þess að flæktir eru í það góðir vinir mínir og það hefur mér fundist skelfilegast af öllu. Þegar maður á vini sem lenda í vondu klandri er eðlilegt að maður taki slíkt inn á sig og finni til. Lífsstíll var dýrt námskeið, en það er að baki og þeim kafla lokið.“ Bjarni Haukur eignaðist son í fyrra sem hann í viðtali sagði vera eins og Guð. „Drengurinn er enn meiri Guð núna, alveg yndislegur. Það er frá- bært að vera pabbi. Konan mín segist vera hálfgerð sjómannsfrú og ég reyni að vera með þeim eins mikið og ég get þegar ég er í landi, eftir útgerðina ytra. Kvótinn er hvort eð er í kollinum,“ segir Bjarni Haukur hlæjandi, sáttur að sjómannasið. ■ 20 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR Frábært úrval af góðum vörum Barna og fullorðins fatnaður. 50-90% afslætti . Golffatnaður, útivistarfatnaður, skíða og snjóbrettafatnaður, einnig mikið úrval af skóm. Verðdæmi: Útivistarjakki: Áður 29.990- Nú : 6.900- Úlpur: Áður 19.900- Nú: 6.900- Fótboltaskór Áður 12.990- Nú: 3.990- Brettajakar: Áður: 17.990- Nú: 3.990- Opið eingöngu: Föstudag 1. Apríl. 14:00 til 20:00 Laugardag 2. Apríl. 10:00 til 18:00 Sunnudag 3. Apríl. 11:00 til 18:00 ATH. Nýtt heimilisfang, Nýbýlavegi 18 (Dalbrekku megin) Kópavogi HEILDSÖLU LAGERSALA ÞÚSUNDÞJALASMIÐUR Bjarni Haukur Þórsson útskrifaðist sem leikari úr virtum leiklistarskólum New York-borgar en hefur gert minnst af því að leika undanfarin ár. Hann fékk ríkulegar vöggugjafir og stendur jafnfætis í handritsgerð, leikstjórn, leik og framleiðslu leikins efn- is á sviði sem í sjónvarpi. Leikstjórinn Bjarni Haukur Þórsson fær stundum óstöðvandi hláturskast yfir hversdagslegum aðstæð- um vina og vandamanna. Hann á auðvelt með að sjá hið skondna við daglegt líf, eftir því sem hann segir sjálfur, en þessar sömu gamanlinsur hafa gert lifi- brauð hans æ vænna og ævintýralegra. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir leyfði Bjarna Hauki að hlæja að sér. Kvótinn er í kollinum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ÚR SMIÐJU BJARNA HAUKS Hér má sjá verk Bjarna Hauks í sænskum og norskum leikhúsum og sjónvarpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.