Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 38
„Er nokkuð orðið orginal, nema Björk?,“ spyr Heimir Jónasson dagskrárstjóri innlendrar dag- skrár á Stöð 2, spurður hvort ein- hver þáttanna á stöðinni sé al- íslenskur í hugviti og fram- leiðslu, en slær því auðvitað fram í glensi. „Þáttur Jóns Ársæls Sjálfstætt fólk og þáttur Evu Maríu Einu sinni var eru báðir íslenskir frá grunni, unnir út frá hugmyndum þeirra sjálfra. Ekkert format af þáttum þeirra er til í heiminum, en víst orðið æ minna um orginal hugmyndir í sjónvarpsheiminum enda sagt að af hverjum tíu hug- myndum sem þróaðar eru slái að- eins ein í gegn, meðan tvær standi undir sér en restinni er hætt.“ Idol Stjörnuleit er fjórði format-þátturinn sem Stöð 2 kaupir framleiðsluleyfi af, en þátturinn er upphaflega sköp- unarverk FremantleMedia, eins og nýjasti format-þátturinn Það var lagið. Áður hefur Stöð 2 sýnt íslenskt format af Viltu vinna milljón? og Einn, tveir & elda. „Format-þættirnir eru að svín- virka en fólk upplifir Idol sem ís- lenskan þátt. Í honum eru íslensk- ar hetjur með vonir, væntingar og vonbrigði. Þátturinn er sniðinn að íslenskum aðstæðum,“ segir Heimir sem fær leiðbeiningar, reglur og aðstoð erlendra eigenda í byrjun þáttagerðar. „Erlendis hefur lengi tíðkast að kaupa formöt en hérlendis hefur verið lenska að „stela“ formötum. Dæmi um slíkt er spurningaþátt- urinn Þetta helst, sem er breskt format og Djúpa laugin eða Dating Game frá Sony, sem er eitt frægasta format í heimi.“ Heimir segir Stöð 2 reyna að ná fram því sem hann kallar „Vá!- áhrif“ með format-þáttunum. „Eitthvað sem fær fólk til að segja: Vá!, og kemur á óvart. Þegar við byrjuðum með Viltu vinna milljón? tóku að myndast raðir fyrir utan húsið því fólk vildi ná sér í myndlykla til að sjá það sem hinir voru að tala um. Þátturinn gekk mjög vel, þrátt fyrir að vera þá dýrasta sjónvarpsefni sem við höfðum gert. Í framhaldi ákváðum við að fara út í Idol Stjörnuleit, sem var miklu dýrara, flóknara og stærra format, en gefur fólki þá upplifun að sjá eitthvað sem það hefur ekki séð áður og fær gæsa- húð yfir. Formatið hefur reynst okkur vel og við höfum mikla trú á Það var lagið. Þátturinn hefur gengið vel í Norður-Evrópu þar sem ríkir sterk sönghefð og fólk safnast saman til að syngja.“ Heimir segir öruggt að Idol Stjörnuleit verið haldið áfram, en óvíst sé hvort þátturinn hefji göngu sína aftur á hausti kom- anda eða snemma á nýárinu. „Við erum alltaf að skoða hvað er í gangi, hvað aðrir eru að gera og hvar straumurinn liggur, en værum vitlaus að halda ekki áfram með Ídolið. Í þessum bransa er ekkert skothelt, en með því að kaupa format kaupum við öryggisnet í leiðinni; þátt sem er búinn að sanna sig í öðrum lönd- um. Stefnan er að gera færri en stærri þætti. Stóra viðburði þar sem fólk hefur ekki séð annað eins í gæðum, útliti og skemmtun. Um leið sköpum við hundruð manns atvinnu því eftir að við byrjuðum með innlenda fram- leiðslu á format-þáttum hefur það skilað sér í meira áhorfi, áskrift- um og almennt góðu gengi fyrir- tækisins, sem á móti eykur svig- rúm og fjármagn til frekari inn- lendrar dagskrárgerðar og um leið aukins starfsöryggis fólks í sjónvarpsframleiðu og kvik- myndagerð,“ segir Heimir, alsæll með format-þættina og jákvæð margfeldnisáhrif þeirra í sjón- varpsrekstrinum. „Okkur langaði að prófa format- þátt sem væri ekki of umfangs- mikill og okkur fannst hugmyndin fyndin,“ segir Helgi Hermanns- son dagskrárstjóri á Skjá einum, en þar á bæ hafa menn í fyrsta sinn keypt format af sjónvarps- þætti FremantleMedia sem upp- runalega heitir How Clean Is Your House en heitir Allt í drasli í ís- lensku útgáfunni. Þótt Allt í drasli sé eftir ákveð- inni uppskrift, segir Helgi enga nýjung að íslenskir þættir séu með skýra tilvísun í útlendar fyr- irmyndir. „Þetta er þríþætt. Í fyrsta lagi eru það alíslenskir þættir, svo stældir og skrumskældir og þá þeir sem kallaðir eru format, eins og við höfum séð hjá Stöð 2 í Einn, tveir og elda, Idol, Viltu vinna milljón og nú Það var lagið. Þá kaupa íslenskar sjónvarpsstöðvar framleiðsluleyfi á ákveðnum þátt- um, fá uppskriftina, grafík, tón- list, lógó og tilheyrandi set-up. Þetta er þróunin því í dag er mjög erfitt að koma með orginal hug- mynd að sjónvarpsefni sem ekki hefur verið gert áður. Með formati er ekki verið að finna upp hjólið aftur, heldur ganga inn í ákveðna grunnvinnu sem búið er að vinna. Þetta kemur til mest- megnis af fjárhagsástæðum, því þegar tími og peningar eru af skornum skammti, verður freist- andi að kaupa úthugsaðar og til- búnar lausnir að utan.“ Helgi segir þá format-þætti sem Íslendingar hafa þegar kynnst hafa alla virkað vel á er- lendum sjónvarpsmarkaði. „Þeir hafa byggt upp áhorf og selt auglýsingar, og með því erum við að kaupa okkur inn í þætti sem auka líkur á að virki vel hér, í stað endalausra tilrauna í þáttagerð sem gjarnan eru dæmdar til að mistakast. Ótölulegur fjöldi ís- lenskra þátta hafa verið fram- leiddir í gegnum tíðina en fljótt horfið út af dagskrá aftur, og fáir þættir sem virkilega hafa slegið í gegn og eru enn á dagskrá.“ Helgi nefnir Spaugstofuna sem dæmi um vinsælan þátt sem gengið hefur í íslensku sjónvarpi árum saman. „Spaugstofan er vinsælasti þáttur landsins, þótt hann sé í raun mjög líkur þjóðfélags- speglum sem finnst annars staðar í heiminum. Þá er Laugardags- kvöld með Gísla Marteini að heita má íslensk framleiðsla, en að sama skapi eins og hver annar viðtalsþáttur í Bretlandi.“ Og að sögn Helga er Allt í drasli bara byrjunin á format- þáttum Skjás eins. „Við höfum hug á að gera Bachelor strax í haust, svona til að byrja með. Format er komið til að vera sem hluti af sjónvarps- dagskránni og er að gera það gott um allan heim. Má nefna danskar útgáfur af Queer Eye for the Straight Guy og America´s Next Top Model sem hafa svínvirkað þar í landi. Fólk vill uppgjör og er orðið vant því að einn stendur eft- ir. Þá er ekkert sem stoppar að Ís- lendingur komi með konsept að sjónvarpsþætti og selji sem format út í heim, rétt eins og við dubbum upp Íslendinga til að standa vaktina í íslenskum for- mötum á útlendum þáttum. Í sjón- varpi er búið að prófa næstum allt og ekkert nýtt undir sólinni, því í grunninn eru þetta allt sömu hug- myndirnar. Idol er þannig ekkert annað en söngva- og hæfileika- keppni og búið að gera ógrynni af söngvakeppnum í gegnum tíðina á hundruðum sjónvarpsstöðva.“ Þegar SkjárEinn hóf göngu sína var íslensk þáttagerð áber- andi og Helgi segir stefnuna enn vera þá sömu. „Okkar dyr eru alltaf opnar fyrir hugmyndum og allir fá fund sem vilja. Þannig hafa komið inn ýmsar góðar hugmyndir af göt- unni, þótt stundum séu þær líka of dýrar eða stórar fyrir íslenskt sjónvarp. En öllum er velkomið að láta ljós sitt skína. Þannig kom Djúpa laugin til okkar, sem og Brúðkaupsþátturinn Já og At- vinnumaðurinn á sínum tíma. Ís- lendingar eru því síst eftirbátar annarra þegar kemur að hug- myndum góðra sjónvarpsþátta.“ 26 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR Tíu vinsælustu sjónvarpsþættirnir í íslensku sjónvarpi í febrúar ÞÁTTUR SJÓNVARPSSTÖÐ ÁHORF Idol-stjörnuleit Stöð 2 49,5 Spaugstofan Rúv 48,6 Idol-stjörnuleit símakosning Stöð 2 44,3 Fréttir Rúv 43,3 Laugardagskvöld með Gísla Marteini Rúv 39,3 Örninn Rúv 35,3 Fréttir Stöð 2 33,5 Gettu Betur Rúv 32,2 Kastljós Rúv 27,5 Ragnar í Smára Rúv 27,5 Heimild: Fjölmiðlakönnun IMG Gallup febrúar 2005 HEIMIR JÓNASSON DAGSSKRÁR- STJÓRI Á STÖÐ 2: „Format-þættirnir eru að svínvirka en fólk upplifir Idol sem ís- lenskan þátt. Í honum eru íslenskar hetjur með vonir, væntingar og vonbrigði. Þáttur- inn er sniðinn að okkar menningarheimi og íslenskum aðstæðum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /F R IÐ R IK Ö R N HELGI HERMANNSSON, DAGSKRÁRSTJÓRI Á SKJÁEINUM: „Okkar dyr eru alltaf opnar fyrir hugmyndum og allir fá fund sem vilja. Þannig hafa komið inn ýmsar góðar hugmyndir af götunni, eins og Djúpa laugin, Brúðkaupsþátturinn Já og Atvinnumaðurinn á sínum tíma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Helgi Hermannsson dagskrárstjóri á Skjá einum: Format-þættir komnir til að vera Heimir Jónasson dagsskrárstjóri á Stöð 2: Viljum ná fram Vá!-áhrifum Íslendingar eru hrifnir af íslensku sjónvarpsefni og finnst þeir sístfá nóg af því. Margir eiga kærar minningar um íslenskar sjón-varpsseríur fortíðar, sjá í rósrauðum bjarma Undir sama þaki, Heilsubælið í Gervahverfi, Fornbókabúðina og Sigla himin fley og vilja sjá meira af slíku. Enn er skortur á íslenskri sjónvarpsþáttafram- leiðslu sem þeirri sem byggðist á íslenskum skáldskap og handritum, en orðið æ algengara að sjá veglega sjónvarpsþætti keypta beint frá útlöndum og íslenskaða upp að íslenskum aðstæðum, þar sem frægar sem óþekktar sjónvarpsfígúrur fara í fótspor útlendra fyrirrennara sinna. Í sjónvarpsheiminum eru þættir sem þessir kallaðir format-þættir, en alls hafa fimm slíkir litið dagsins ljós í íslensku sjónvarpi. Það var Stöð 2 sem reið á vaðið og keypti fyrsta format-sjónvarpsþáttinn, sem var spurningaþátturinn Viltu vinna milljón og í kjölfarið kom mat- reiðsluþátturinn Einn, tveir & elda, hæfileikakeppnin Idol Stjörnuleit og nú síðast skemmtiþátturinn Það var lagið með Hemma Gunn. Skjár einn byrjaði með sinn fyrsta format-þátt í vetur, sem er tiltektarþátturinn Allt í drasli, en þrír þáttanna koma frá framleiðandanum Fremantle- Media, meðan Viltu vinna milljón kemur frá Celador og Einn, tveir & elda frá Endemol. Ríkissjónvarpið hefur enn ekki keypt leyfi að format-þætti, en sjá má kunnuglega takta í þáttagerð allra sjónvarpsstöðvanna þegar horft er til sjónvarpsþátta heimsbyggðarinnar og víst að margt er fengið að láni erlendis frá. Heimsyfirráð eða dauði Þeir eru stórir, litríkir, skærir og koma á óvart. Breyta lífi manns ef heppni er í för. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir ræddi við Helga Hermannsson og Heimi Jónasson dagskrárstjóra um nýjasta æðið í íslensku sjónvarpi: íslensk-útlenska format-þætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.