Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 02.04.2005, Qupperneq 34
12 Vissir þú ... ...að Emilio Scotto frá Argentínu ók meira en 735.000 kílómetra um 214 lönd og landsvæði á mótorhjóli frá 17. janúar 1985 til 2. apríl 1995? ...að stysti dagur reikistjörnu er hjá Júpíter en hún snýst um möndul sinn einu sinni á hverjum níu klukkutím- um, 55 mínútum og 29,69 sekúnd- um? ...að lengsta á heims er talin vera Níl en hún rennur 6.695 kílómetra frá ystu upptökum árinnar í Búrúndí? ...að minnsta karta í heimi er af undir- tegundinni Bufo taitanus beiranus en stærsta dýrið hefur mælst 24 millí- metra langt? ...að heimsins elsta geit var McGinty sem varð 22 ára og fimm mánaða en hún dó í nóvember árið 2003 í Bret- landi? ...að fjölmennasta ríki heims er Kína en árið 2003 voru íbúar ríkisins 1.286.975.468 sem er meira en heild- arfjöldi jarðaríbúa fyrir 150 árum? ...að lengst starfandi borgarstjóri sög- unnar var Edmond Mathis í Frakklandi en hann var borgarstjóri Ehuns í Frakklandi í 75 ár? ...að stærsta smásölufyrirtæki í heimi miðað við verslanir er Wal-Mart í Bandaríkjunum en það rak 4.688 smásöluverslanir um allan heim í lok janúar 2003? ...að stærsta hlynsýrópshátíð í heimi er haldin í Elmira í Ontario í Kanada en hún laðaði að 66.529 gesti 1. apríl árið 2000? ...að stærsti glerórói heims hangir úti fyrir ráðhúsi West Point í Alabama í Bandaríkjunum en hann er 5,1 metra hár?                    !"     - mest lesna blað landsins Á ÞRIÐJUDÖGUM Allt fyrir líkama og sál Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.