Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 46
MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN Uppgreiðslur, flauel, silki, fjaðrir, borðar, hárskraut og fleira skemmtilegt einkenndi kvikmyndina Vanity Fair sem ég fór á í vik- unni. Alveg magnað hvað búningarnir og hárgreiðslurnar náðu til mín. Leikkonan Reese Witherspoon geislaði af fegurð og hárþokka, en hárið á henni var ekki eins í neinum tveimur atriðum. Myndin gerist á tímum Napoleons og er rómantíkin allsráðandi á þessu tímabili þrátt fyrir styrjaldir. Á leið heim úr Laugarásbíói var ég við það að detta ofan í einhvern drullupytt vegna eftirsjár eftir löngum lokkum sem voru látnir fjúka á dögunum. Ég hugsaði til þess hvað það hefði verið dásamlegt að geta fléttað hárið í uppgreiðslur, bætt við fjöðrum, borðum og öðrum fínheitum. Þessar greiðslur eru kannski ekki sérlega Fréttablaðsvænar, allavega ekki svona dags daglega og væru út fyrir kjánamörk við gallabuxurnar og mussuna. Þegar árshátíðir eru annars vegar má hins vegar tjalda því sem til er og ef það er ekki til má kaupa það. Mér finnst kvenþjóðin eigi að leggja meira upp úr rómantískum viðhafnargreiðslum þegar haldið er á sparifagnaði. Hár og förðun skiptir oft mun meira máli en kjóll- inn sjálfur. Íslenskar konur verða að fara að átta sig á því að tími fuglahræðugreiðslnanna er liðinn. Það er ekkert ljótara en þegar hárið er spennt frá andlitinu og endar í rytjulegu hreiðri í hnakkan- um. Mætti ég frekar biðja um hárskraut í rókókóstíl, glitrandi gim- steinakamba og karmenrúllur. Í leit minni að fallegu hárskrauti hrasaði ég um gersemar í Hattabúð Reykjavíkur. Um er að ræða fjaðrahárskraut sem fest er á kamb. Það er auðvelt að koma þessu fíneríi fyrir á höfðinu og gerir kraftaverk fyrir hárið. Ævintýralegt hárskraut er líklega fáanlegt í fleiri verslunum á landinu og heyrst hefur að oft meigi hnjóta um fagurt hárskraut í versluninni Deben- hams í Smáralind. Einnig er hægt að kaupa fjaðrir í lausu og skella í hárið á sér við hátíðleg tækifæri og leyfa sköpunarkraftinum að njóta sín. 34 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR Að Laugavegi 12b er lítil verslun sem selur fatnað eftir erlenda og íslenska fatahönnuði ásamt skart- gripum eftir franska hönnuði. Hún ber nafnið Lakkrísbúðin. Eig- endur verslunarinnar eru Þuríður Rós Sigurþórsdóttir, Andrea Maack og Þór Sigurþórsson sem eru öll á kafi í listaheiminum ásamt því að reka verslunina. Þuríður Rós Sigurþórsdóttir er fatahönnuður en hún lærði í St. Martins í Lundúnum en það er sami skóli og Stella McCartney nam sín hönnunarfræði í. Þuríður kennir í hlutastarfi við hönnunar- deild Listaháskóla Íslands en bróðir hennar, Þór Sigurþórsson, er textílhönnuður. Hann lærði í Listaháskóla Íslands en um þessar mundir stundar hann framhalds- nám í myndlist í borginni Vín í Austurríki. Andrea Maack er kærasta Þórs en hún stundar myndlistarnám við Listaháskól- ann. Andrea og Þuríður eru líka tengdar, því þær kynntust í Lund- únum en Andrea bjó þar um fimm ára skeið. Sökum mikils hönnun- aráhuga ákváðu þau að sameina krafta sína og flytja inn fatnað eftir uppháldahönnuðina sína. Þau segja það mikinn kost að reka Lakkrísbúðina þrjú saman, því þau hafi öll frelsi til að sinna öðrum verkefnum með verslunar- rekstrinum. „Við lögðum upp með að versla við unga hönnuði sem okkur þykja flottir. Einnig fannst okkur skipta miklu máli að hönnuðirnir væru komnir á þann stað að vera með tvær línur á ári,“ segir Þuríður. Aðalhönnuðirnir í Lakkrísbúðinni eru Emma Cook, Peter Jensen, Siv Stoldal og Henrik Vidkov. Hin breska Emma Cook er farin að selja hönnun sína í fínum verslun- um í París og í Lundúnum. Hún leggur mikið upp úr gæðaefnum og notar prenttæknina mikið. Allt sem kemur frá Emmu er yfirmáta kvenlegt og rómantískt. Í Lakkrís- búðinni er þó alls ekki bara að finna kvenmannsföt heldur leggja þau Þuríður, Andrea og Þór mikið upp úr því að vera með föt fyrir stráka. „Peter Jensen gerir bæði stelpu-og strákaföt og hönnun hans er uppfull af húmor,“ segir Andrea og hin taka undir og segja að það sé að verða mikil vakning hjá strákum og það smiti út frá sér. Sækja viðskiptavini í Listaháskólann Í gær opnaði L a k k r í s b ú ð i n aftur eftir breyt- ingar en þre- m e n n i n g a r n i r voru að stækka verslunina. „Við ákváðum að nýta plássið á bak við svo við kæm- um fyrir meira af vörum. Ætlunin er að vera með sjónvarp á bak við svo við getum sýnt videolist,“ segir Þuríður og bætir við að þau leggi mikið upp úr því að glugginn sé ávallt áhugaverður. Til þess fá þau hjálp frá mismunandi fólki sem leggur sitt á vogarskálarnar til að hafa gluggann sem flottast- an. Við opnunina í gær var gluggi franska tískuhönnuðarins Sebasti- ans Lionel sýndur en hann er að kenna um þessar mundir í Lista- háskólanum. Einnig var ný fata- lína eftir Sebastian kynnt en hún er seld í Lakkrísbúðinni. Aðspurð um það hvernig þessi breska jaðarhönnun fari í landann segj- ast þau fá góðar undirtektir. „Við erum með okkar fasta kúnnahóp sem er að „fíla“ þessi föt. Stór hluti af þeim eru nemendur úr Listaháskólanum. Það er líka mikið um það að fólk komi inn af göt- unni og reki inn nefið. Það kemur mörgum á óvart að við séum að selja fatnað eft- ir þessa hönn- uði,“ segir Þur- íður. Hún segir jafnframt að þau vinni mjög faglega saman þótt þau séu öll tengd og taki engar stórar ákvarðanir nema hinir sam- þykki þær. „Í fjölskylduboðum reynum við að tala um eitthvað annað en Lakkrísbúðina.“ segir Þuríður og bætir við að þau hafi skemmtilegt viðhorf gagnvart búðinni og þau séu bara í þessum rekstri til að hafa gaman.“ martamaria@frettabladid.is Frábærferðaleikur! Láttu mömmu vita! Ef þú kaupir Séð og Heyrt næstu vikurnar finnur þú lukkunúmer í miðopnu sem er bara í blaðinu þínu. Sendu okkur lukkunúmerið þitt með SMS og þú átt möguleika á því að komast frítt í glæsilega sólarlandaferð með Sumarferðum með alla fjölskylduna. Ekki nóg með það heldur geturðu líka fengið ego kort með 250 þúsund króna inneign og við færum þér vandað ferðatösku- sett frá Samsonite undir farangurinn. SÓLSKINSBROS SÉÐ OG HEYRT NR. 12 - 2005 • Verð kr. 599 Vertu m eð frá byrj un! MIKLU STÆRRA BLAÐ - SAMA VERÐ Svava og B olli í Sautjá n slíta samvis tir: RISAFERÐAVINNINGAR + 250.000 KR. 24.mars- 6.apríl Besta d agskrái n! Marín Manda: ÁSTFANGIN OG ÓLÉTT! Helga Hilmars og B rynja: Á LAUSU Í LONDON Gísli Marteinn: 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 Í STUÐI MEÐ GUÐI! Gleðilega páska SEXÍ Í KJÓL! Bis kupinn glaður: SKILJA Í GÓÐU ! 01 S&H FORS Í‹A1005 TBL -2 21.3.20 05 16:13 P age 2 GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA! EIGENDUR LAKKRÍSBÚÐARINNAR Þuríður Rós og Þór Sigurþórsbörn ásamt Andreu Maack . Í LAKKRÍSBÚÐINNI eru seldar vandaðar flíkur sem standast tímans tönn. m.a. Gulrótarpeysu úr smiðju Peter Jensen. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Rómantískt hárskraut á uppleið Frumleg jaðarhönnun Lakkrísbúðin opnar á ný eftir breytingar. 1=2>?1 ;0>5: ; 5 @ 5  )  > 5 ? 7> @>) >5 ? >5;:5 )>5 ?      ' ( ) *+ , . / 01111 -./23+)4)(526+ >  !  * ' 7 #%$ AB*** B            7/*8&   , 19  :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.