Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 2. apríl 2005 HVERNIG MYNDAST TSUNAMI? Svar: Flóðbylgjur verða einkum til í tengslum við lóðréttar hreyf- ingar á hafsbotninum eða tilfærsl- ur á massa sem leiða til þess að vatn kemst á hreyfingu. Alþjóða- orðið tsunami er japanskt að upp- runa og merkir hafnarbylgja á frummálinu. Jarðskjálftar eru al- gengasta orsök flóðbylgna en eld- gos og skriðuföll geta líka valdið umtalsverðum flóðbylgjum, jafn- vel stærri en skjálftar gera. Stundum eru orsakirnar samsett- ar og flóknar. Til dæmis getur skjálfti valdið skriðuföllum sem síðan koma af stað flóðbylgju. Eldfjallaey getur hrunið í sjó fram í tengslum við eldgos og komið þannig af stað mjög stórri flóðbylgju. Hreyfingar á sjávarbotni koma af stað flóðbylgju Upptök skjálftaflóðbylgjunnar sem skall á löndum við Indlands- haf þann 26. desember 2004 má rekja til jarðskjálfta á sjávar- botni. Neðansjávarjarðskjálftar eins og þessi valda því að sjávar- botninn hreyfist upp og niður sem kemur hreyfingu á sjóinn og þar með fer flóðbylgja af stað. Slíkt á sér einkum stað í tengslum við samreksbelti svo sem eyjaboga og virka meginlandsjaðra. Þar mætast jarðskorpuflekar og þrýstingur á flekaskilunum bygg- ist smám saman upp. Þegar jarð- skorpan brotnar undan þrýstingn- um fellur hann skyndilega og hreyfing kemst á sjávarbotninn en við það rykkist til gríðarlegur massi af vatni. Hreyfingin kemur svo af stað skjálftaflóðbylgju. Hraði bylgjunnar er í réttu hlut- falli við kvaðratrótina af sjávar- dýpinu Flóðbylgjur sem verða til vegna hamfara í eða við sjó hafa oft þann eiginleika að bylgjulengd þeirra er mikil og getur skipt tug- um eða hundruðum kílómetra. Þegar bylgjulengd vatnsbylgju er sambærileg við eða meiri en vatnsdýpið gildir að hraðinn er í réttu hlutfalli við kvaðratrótina af sjávardýpinu. Á úthafinu þar sem dýpi er víða 4000 – 5000 m verður hraðinn á bilinu 200 – 220 m/s eða 710 – 800 km/klst. Á landgrunninu er dýpi oft á bilinu 200 – 400 m og þar verður hraði flóðbylgjunnar miklu minni, 45 – 65 m/s eða 160 – 225 km/klst. Útslag bylgjunnar vex á grunn- sævi Á opnu úthafi verður bylgjunnar lítið vart. Útslag hennar skiptir þar fáeinum metrum en vegna þess að bylgjulengdin er tugir kílómetra verður hallinn á sjávar- fletinum lítill. Þegar bylgjan kem- ur á grynnra vatn verður breyting á. Hraði hennar fellur og fjarlægð milli bylgjufaldanna minnkar. Orkan í bylgjunni dreifist þá á minna rúmmál í sjónum og útslag hennar vex. Þegar hún skellur á ströndinni er hún því oft orðin há og brött. Áhrifin geta breyst ef lögun strandarinnar gefur tilefni til. Alda sem fer inn eftir trektar- laga firði getur magnast mjög þar til hún skellur á ströndinni í fjarð- arbotninum. Nes geta varið ströndina hlémegin. Sömuleiðis getur aldan endurkastast frá strönd og breytt um stefnu. Vatnsmassi sem fylgir flóðbylgj- um er gríðarlegur Flóðbylgja sem nálgast strönd er ekki endilega hærri en venjulegar stormöldur. Hún er hins vegar miklu hættulegri vegna bylgju- lengdarinnar og hins gríðarlega vatnsmassa sem fylgir á eftir. Sjórinn gengur því langt inn á landið og skolar öllu burt. Bylgjan er sjaldan ein á ferð og stundum er hæsta bylgjan ekki sú fyrsta. Fyrsta útslagið getur jafnvel ver- ið niður á við þannig að fyrstu um- merki um bylgjuna eru mikið útfiri. Þetta hefur stundum orðið fólki skeinuhætt sem þyrpist niður í fjöru til að sjá undrið en verður síðan fyrir öldunni þegar skyndilega hækkar aftur í sjón- um. Stærstu jarðskjálftar verða við samreksbelti Eins og áður sagði eru neðansjáv- arjarðskjálftar algengir á sam- reksbeltum og hafa stærstu jarð- skjálftar sem mælst hafa á jörð- inni verið í tengslum við slík flekamót, þar með talinn skjálft- inn mikli við Súmötru í desember 2004, í Chile 1960 og Alaska 1964. Samreksbelti eru sérlega algeng umhverfis Kyrrahafið og því eru skjálftaflóðbylgjur tíðar þar. Að meðaltali valda skjálftaflóðbylgj- ur tjóni tvisvar á ári við Kyrra- hafið, og á 10-12 ára fresti verða þar til flóðbylgjur sem valda tjóni víða umhverfis hafið. Skjálftar á fráreksbeltum valda sjaldan flóðbylgjum Skjálftar á fráreksbeltum, svo sem Atlantshafshryggnum eða Indlandshafshryggjunum valda mjög sjaldan flóðbylgjum. Kemur þar tvennt til. Skjálftar með umtalsverðar lóðréttar upptaka- hreyfingar verða einkum á hryggjarásunum og ná þeir sjald- an stærðinni 6. Stærri skjálftar verða á þvergengjum hryggjanna en þeir eru sniðgengisskjálftar og lóðréttar hreyfingar í upptökum þeirra eru hverfandi. Samreks- belti sem snúa að Indlandshafi og Atlantshafi eru fá og því eru stórar skjálftaflóðbylgjur ekki al- gengar í þessum höfum. Þær eru þó ekki óþekktar og er skjálftinn við Súmötru dæmi um það. Jarðskjálftinn í Lissabon 1755 Í Atlantshafinu varð frægasta skjálftaflóðbylgjan til í skjálftan- um mikla við Lissabon árið 1755. Borgin fór þá gjörsamlega í rúst, fyrst vegna titrings, þá brutust út miklir eldar og síðan gekk flóð- bylgja á land. Þessi skjálfti átti upptök á flekaskilum milli Evr- asíuflekans og Afríkuflekans sem liggja um Gíbraltarsund og tengj- ast Atlantshafshryggnum við Azoreyjar. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ. Fylgitexti: Í kjölfar jarðskjálftans mikla sem varð skammt frá eyjunni Súmötru í Ind- landshafi á annan dag jóla 2004 og flóðbylgjunnar sem hann hratt af stað, barst Vís- indavefnum mikill fjöldi spurninga um flóðbylgjur og jarðskjálfta. Við bendum lesend- um Fréttablaðsins á fleiri svör um þessi efni á slóð Vísindavefins visindavefur.hi.is, til dæmis svör við spurningunum: Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli, hversvegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur, væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni, ef allir Kínverjar stykkju niður af stól á sama tíma, kæmi þá jarðskjálfti og hverjar eru helstu tegundir jarðskjálftabylgna? VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS FLÓÐBYLGJA Flóðbylgja reið yfir Tæland á öðrum degi jóla með skelfilegum afleið- ingum. Flóðbylgjur verða einkum til í tengslum við lóðréttar hreyfingar á hafs- botni eða tilfærslur á massa sem leiða til þess að vatn kemst á hreyfingu. Flóðbylgjur og samreksbelti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.