Fréttablaðið - 02.04.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
LAUGARDAGUR
H. C. ANDERSEN Sinfóníuhljómsveitin
heldur fjölskyldutónleika í Háskólabíói
klukkan þrjú til að minnast fæðingar H. C.
Andersen fyrir 200 árum. Örn Árnason leik-
ari verður kynnir og sögumaður.
DAGURINN Í DAG
2. apríl 2005 – 87. tölublað – 5. árgangur
BÍLAR ÁN ÁBYRGÐAR Bandarískir bíl-
ar sem einstaklingar flytja hingað njóta ekki
ábyrgðar hér og er bílaumboðunum ekki
skylt að gera við þá. Milli 500 og 600 bílar
eru fluttir inn í hverjum mánuði. Sjá síðu 2
SKATTURINN TIL SKOÐUNAR
Samkeppnisstofnun skoðar gjaldskrá fast-
eignasala í kjölfar kvartana um að sumir
fasteignasalar kynni verð sín án virðisauka-
skatts. Því hækki þóknun þeirra um fjórð-
ung frá því sem gefið var upp þegar kemur
að greiðslu. Sjá síðu 2
RÁÐIST Á KENNARA Líkamsárásir á
kennara eru daglegt brauð í sumum grunn-
skólum í Reykjavík. Þroskaþjálfi segir að
með þjálfun og reynslu læri starfsmenn
skólanna að finna þanþol barnanna svo
draga megi úr þessum árásum. Sjá síðu 4
Kvikmyndir 38
Tónlist 36
Leikhús 36
Myndlist 36
Íþróttir 30
Sjónvarp 40
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
VEÐRIÐ Í DAG
ÞAÐ MÁ BÚAST VIÐ VINDSTRENG
MEÐ norðurströndinni en golu annars
staðar. Rigning, slydda eða snjókoma
sunnan- og austanlands. Sjá síðu 4
Kvótinn er í kollinum
SÍÐA 20
▲
Bjarni Haukur Þórsson fékk leiklistarverðlaun í Svíþjóð:
Markmiðið var að sigra
SÍÐA 28
▲
Íris Auður Jónsdóttir fór með sigur úr býtum
í hönnunarkeppni Henson:
67%
landsmanna lesa Frétta-
blaðið daglega að meðaltali.*
Enginn annar fjölmiðill fyrir
utan Ríkissjónvarpið nær til
svo margra.
*Gallup febrúar 2005
Væntanlegir í lang-
þráða Íslandsheimsókn
Hljómsveitin Trabant:
● bílar ● vilja ekki sjá sítt að aftan
Hrifnust af smá-
gerðum bílum
Alma Guðmundsdóttir í Nylon:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Duran Duran:
▲
SÍÐA 42
4 dagar:
34.900 kr.Grænland
www.arcticwonder.com
BERLÍNARMÚRINN
Ný viðhorfsrannsókn sýnir að margir Vestur-
Þjóðverjar sakna tímans fyrir fall múrsins.
Þýsk skoðanakönnun:
Sjá eftir
múrnum
ÞÝSKALAND Fjórði hver Vestur-
Þjóðverji telur að lífið hafi verið
betra fyrir fall Berlínarmúrs-
ins.
Þetta kemur fram í niðurstöð-
um viðhorfskönnunar sem gerð
var á vegum háskólans Freie
Universität í Berlín og þýsku
skoðanakannanastofnunarinnar
Forsa.
Samkvæmt frásögn dagblaðs-
ins Berliner Morgenpost sýna
niðurstöðurnar að þekktar klisj-
ur um viðhorf Þjóðverja til sam-
einingar Austur- og Vestur-
þýskalands eigi sér raunveru-
lega stoð í mörgum tilvikum.
Ein þessara klisja er að Vestur-
Þjóðverjar sakni múrsins vegna
þess að uppbyggingin í Austur-
Þýskalandi kosti vestur-þýska
skattgreiðendur svo mikla pen-
inga og sé baggi á efnahagslífi
sameinaðs Þýskalands. ■
Sviptingar á markaði:
Nýtt met í
Kauphöll
VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan hækk-
aði um rúmt prósent í gær og
endaði í 3.957 stigum. Vísitalan,
sem mælir gengi stærstu fyrir-
tækja á markaði, hefur aldrei
staðið hærra.
Fyrra met var sett í byrjun
október 2004 þegar Úrvalsvísi-
talan fór hæst í 3.947 stig en í
kjölfarið lækkuðu hlutabréf
hratt.
Hækkunina í gær má fyrst og
fremst rekja til þess að fréttir
bárust af formlegum viðræðum
milli fulltrúa KB banka og
stjórnar breska bankans Singer
& Friedlander um kaup íslenska
bankans á þeim breska. Búast
má við að verð á breska bankan-
um verði á milli 60 og 65 millj-
arðar króna ef af samningi verð-
ur.
- þk
Sjá síðu 16
RÍKISÚTVARPIÐ Auðun Georg Ólafs-
son hætti í gær við að taka starfi
fréttastjóra Útvarps, nokkrum
klukkustundum eftir að hann sat
fund þar sem hann óskaði eftir
góðu samstarfi við fréttamenn en
kvaðst skilja þá sem ekki vildu
starfa með honum og ákvæðu að
hætta. Fréttamenn hvöttu hann á
móti til að taka ekki starfinu.
Eitt af því sem reyndist
Auðuni Georg erfitt er viðtal við
Ingimar Karl Helgason, frétta-
mann Útvarps, þar sem hann varð
tvísaga um hvort hann hefði átt
fund með Gunnlaugi Sævari
Gunnlaugssyni, formanni út-
varpsráðs. Auðun Georg telur
Ingimar hafa lagt gildru fyrir sig
í viðtalinu.
„Í viðtali sem ég veitti frétta-
manni Ríkisútvarpsins í dag í til-
efni af því að ég hæfi störf var
með lævíslegum hætti reynt að
koma mér í vandræði. Það tókst,
þar sem ég vildi ekki rjúfa trún-
að. En fréttamaðurinn var ekki
hlutlaus; hann var málsaðili og
honum tókst ekki að gera greinar-
mun þar á,“ sagði Auðun Georg í
yfirlýsingu sinni í gær.“
Ekki náðist í Markús Örn Ant-
onsson útvarpsstjóra í gærkvöld
en hann sagði í viðtali á Stöð 2 að
setja mætti spurningarmerki við
hvort fréttamenn hafi staðið rétt
að verkum.
„Ég segi það sem mína skoðun
og hef nú haft orð á því í útvarp-
inu að það er furðu langt gengið í
þessum fréttaflutningi og menn
hafa notað sérhvert tækifæri sem
þeir hafa. Þeir hafa mjög víðtækt
umboð, fréttamenn og dagskrár-
gerðarmenn Ríkisútvarpsins, til
að koma að málflutningi sem er
hagstæður þeirra málstað í þessu,
inni í fréttum, inni í hinum og
þessum dagskrárhornum, bæði í
sjónvarpi og útvarpi,“ sagði
Markús Örn.
Jón Gunnar Grjetarsson, for-
maður Félags fréttamanna, vildi
ekki tjá sig efnislega um þá gagn-
rýni sem Auðun Georg setti fram
á fréttamenn í yfirlýsingu sinni.
Hann fagnar þó þeirri ákvörðun
Auðuns að taka ekki starfinu og
telur hana mjög skynsamlega.
„Hann er maður að meiri að hafa
gert þetta.“
- bþg
Sjá síður 6 og 8
AP
M
YN
D
PÁFAGARÐUR, AP Tugþúsundir komu
saman á Péturstorgi í gærkvöld
til að biðja fyrir Jóhannesi Páli
páfa II þar sem hann lá fyrir
dauðanum í íbúð sinni í Páfa-
garði. Sumir héldu á kertum, aðr-
ir héldu höndum saman í bæn og
margir grétu. Fólkið leit upp af
flóðlýstu Péturstorginu upp að
íbúð páfa þaðan sem ljós skein út
um gluggann til marks um að páf-
inn væri enn á lífi.
Fréttir birtust í ítölskum fjöl-
miðlum síðla dags í gær um að
páfi væri látinn. Talsmenn Páfa-
garðs báru það hins vegar til
baka. Þó var viðbúið að páfi yfir-
gæfi jarðlífið hvað úr hverju og
sögðu menn ekki ólíklegt að það
gerðist í nótt.
Talsmenn Páfagarðs sögðu
ástand páfa alvarlegt, andar-
dráttur hans væri veikur og
hjarta hans og nýru við það að
gefa eftir.
„Ég vonast eftir kraftaverki,“
sagði Luciana Biella, ítölsk kona
sem var viðstödd guðsþjónustu
en sagði þó erfitt að ímynda sér
kraftaverk á þessari stundu. ■
Banalega Jóhannesar Páls II:
Tugþúsundir báðu fyrir páfa
FJÖLMENNI Á PÉTURSTORGI
Fjöldi fólks lagði leið sína á Péturstorgið og bað fyrir Jóhannesi Páli páfa II. Kaþólikkar söfnuðust saman víða um heim. Fjölmennar
samkomur voru haldnar víða í Póllandi þar sem páfinn er fæddur og hefur löngum verið hafður í miklum metum.
Sagði sig frá starfinu
Auðun Georg Ólafsson tekur ekki við starfi fréttastjóra Útvarps. Hann
segir fréttamenn hafa reynt að koma sér í vandræði með lævíslegum
hætti. Útvarpsstjóri hefur efasemdir um framgöngu fréttamanna.