Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 16
Formlegar viðræður um kaup KB banka á öllu hlutafé í Singer & Fried- lander eru hafnar. Við tíðindin hækkuðu hluta- bréf í báðum félögum og bréf Singer um 15 pró- sent. Líklegt verð er á milli 60 og 65 milljarðar. Verð á hlutabréfum í bæði KB banka og breska bankanum Singer & Friedlander hækkaði snögglega í kauphöllum í Reykjavík og Lund- únum í gærmorgun. Í lok dags hafði KB banki hækkað um 2,3 prósent en Singer um 14,8 prósent. Í kjölfarið barst tilkynning til bresku kauphallarinnar um að við- ræður um kaup KB banka á breska bankanum væru komnar af stað og lokað var fyrir viðskipti á báðum stöðum. Áhugi KB banka á því að eign- ast Singer & Friedlander er ekki nýr af nálinni. Tilkynningin í gær markar því ekki óvænt tímamót heldur er hún staðfesting á því að formlegar viðræður hafi átt sér stað. KB banki á þegar um tuttugu prósent hlutafjár í bankanum. Til- kynningin í gær var send út þar sem snörp hækkun varð á hluta- bréfaverði bankans í gærmorgun sem bent gæti til þess að upplýs- ingar um samningaviðræður stjórna bankanna hefðu verið farnar að kvisast út. Hvorki Hreiðar Már Sigurðs- son, forstjóri KB banka, né Tony Shearer, forstjóri Singer & Fried- lander, vildu tjá sig nánar við Fréttablaðið um stöðu samninga- viðræðnanna. „Viðræðurnar eru á því stigi að það er ekki tímabært að við tjáum okkur,“ segir Hreiðar Már. „Ég get því miður ekki sagt neitt til viðbótar því sem fram kemur í tilkynningunni,“ segir Shearer. Markaðsgengi Singer & Fried- lander í gær var um 560 milljónir punda sem samsvarar ríflega 63 milljörðum íslenskra króna. KB banki er talinn líklegur til þess að vera tilbúinn að greiða í kringum 550 milljónir punda fyrir bankann. Gengi pundsins gagnvart krónunni kemur ekki til með að skipta máli í ákvörðun KB banka þótt það hafi áhrif á upphæðina í krónum talið. Í samanburði við verð á íslensk- um bönkum er Singer & Friedland- er talinn ódýr. KB banki mun einnig telja að kaup á bankanum skapi færi til að auka mjög starf- semi sína í Bretlandi. Singer & Friedlander hefur beint kröftum sínum mjög að eignastýringu og einkabankaþjónustu en ekki lagt áherslu á fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun. Á þessum svið- um er líklegt að KB banki sjá tæki- færi til að styrkja bankann ef af sameiningu verður. Burðarás á tæplega tíu pró- senta hlut í Singer & Friedlander og fullyrt er að fjöldi íslenskra fjárfesta hafi keypt bréf í félaginu á síðustu misserum. thkjart@frettabladid.is Allt á floti Klukkan 13.32 að breskum tíma barst orðsending frá stjórn Singer & Friedlander til bresku kauphall- arinnar um viðræður stjórna bankans og KB banka um yfirtöku á félaginu. Það var ekki fyrr en klukkan eitt á íslenskum tíma (tvö á breskum) sem lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf í KB banka í ís- lensku kauphöllinni. Á þessum 28 mínútum áttu sér stað viðskipti með bréf KB banka fyrir rúmar 140 milljónir króna og fór verðið úr 538 í 541. Þetta þýðir að árvökulir fjárfestar sem sáu fréttina í bresku kauphöllinni gátu á þess- um tíma keypt bréf í KB banka út frá mikilvægum fjárhagslegum upp- lýsingum sem aðrir fjárfestar höfðu ekki. Mikil viðskipti höfðu átt sér stað með bréf KB banka áður en fréttatil- kynningin birtist í bresku kauphöllinni. Verðið hækkaði úr 530 krónum á hlut í byrjun dags upp í 540 um hádeg- isbil í tæplega eins milljarða viðskiptum. Rann þá upp fyrir mörgum að sú skrítna gengishækkun sem hafði orðið á bréfum KB banka árla dags var ekkert aprílgabb. Burðarás græðir Burðarás græðir ríkulega ef KB banki kaupir Singer & Friedlander á því verði sem hafði myndast við lokun markaða í gær. Bókfærður eignarhlutur Burðaráss í breska bankanum var 5,1 milljarðs virði um síðustu áramótin en miðað við síð- asta lokagengi Singer & Friedlander, 322 pens á hlut, er verðmæti hlutarins nú um sex millj- arðar króna. Væntanlega ganga stjórnendur Burðaráss þokkalega sáttir frá borði, fjárfest- ingin skilaði góðum arði á skömmum tíma, en vitað var að KB banki var allt ann- að en kátur með það að keppi- nauturinn skyldi elta hann svona í fjárfestingum. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.957 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 368 Velta: 3.914 milljónir +1,04% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Líf skilaði 1.249 milljóna króna hagnaði í fyrra en árið 2003 var hangaður félagsins 29 milljónir króna. LÍF seldi á árinu fjögur dótturfyrirtæki til Atorku. Sparisjóður Vestmannaeyja hagnaðist um 121 milljón króna í fyrra samanborið við 123 milljónir árið áður. Björn Víglundsson, Ágúst H. Leósson og Pétur Pétursson hafa verið ráðnir til starfa hjá Tryggingamiðstöðinni. Laxeldisfyrirtækið AquaChile hefur fengið lánað 1,5 milljarða króna lán til endurfjármögnunar og lánar Íslandsbanki meirihluta fjárins. AquaChile er annað stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi. 16 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,70 -0,49% ... Atorka 6,10 – ... Bakkavör 31,70 -0,31% ... Burðarás 14,35 +1,41% ... FL Group 13,80 +0,73% ... Flaga 5,35 -0,56% ... Íslandsbanki 12,60 +1,20% ... KB banki 540,00 +2,27% ... Kögun 60,30 – ... Landsbankinn 15,00 +0,33% ... Marel 56,70 -0,70% ... Og fjarskipti 4,20 +2,69% ... Samherji 12,25 – ... Straumur 10,40 +0,97% ... Össur 84,00 +0,60% Samningaviðræður um kaup á Singer Og fjarskipti 2,69% KB banki 2,27% Burðarás 1,41% Fiskeldi Eyjafjarðar -30,77% Fiskimarkaður Ísl. -1,79% Líftæknisjóðurinn -1,25% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Fæst í apótekum Fyrir fólk með liðkvilla vegna slitgigtar eða yfirálags » FA S T U R » PUNKTUR Úrvalsvísitalan aldrei hærri Nýtt met var slegið í Kauphöllinni í gær þegar Úrvalsvísitalan fór í 3.957 stig. Úrvalsvísitalan náði hæstu hæð- um í gær þegar hún endaði í 3.957 stigum. Fyrra metið var sett 8. október 2004 þegar hún endaði í 3.947 stigum. Mestu munaði um að hlutabréf í KB banka og Burðarási, tveggja stærstu hluthafanna í breska bankanum Singer & Friedlander, hækkuðu skarpt. Tilkynnt var um að stjórnir Singer & Friedlander og KB banka hefðu hafið viðræð- ur um mögulega yfirtöku KB banka á breska bankanum. „Markaðurinn hefur verið á stöðugri siglingu frá því fyrir ára- mót þannig að þetta var spurning um hvenær en ekki hvort að þess- um áfanga yrði náð,“ segir Atli B. Guðmundsson sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka. Hækkun Úrvalsvísitölunnar frá áramótum er nú átján prósent en það er miklu meiri hækkun en flestir sérfræðingar gerðu ráð fyrir að yrði á öllu árinu. Sjö félög í Úrvalsvísitölunni hafa hækkað um meira en tuttugu prósent. - eþa/- þk FRÁ STARFSSTÖÐ VERÐBRÉFAMIÐLARA Hækkanir á hlutabréfaverði hafa verið hraustlegar eftir áramót og mikið um að vera hjá þeim sem höndla með verðbréf.. KOMNIR AF STAÐ Í NÝJAN LEIÐANGUR Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, hafa ekki setið auðum höndum við stækkun bankans. Nú standa yfir viðræður um kaup á breska bankanum Singer & Friedlander.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.