Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 2
2 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR
Samkeppnisstofnun:
Skoðar skattinn
hjá fasteignasölum
FASTEIGNAMARKAÐURINN Samkeppn-
isstofnun er að skoða gjaldskrá
fasteignasala með tilliti til þess
hvort þeir gefi upp verð á þjón-
ustu sinni með virðisaukaskatti
eða ekki. Sigurjón Heiðarsson,
lögfræðingur hjá Samkeppnis-
stofnun, telur að vanhöld séu á
því.
„Reglan er sú að uppgefið verð
skal vera endanlegt verð til kaup-
anda. Þetta gildir um alla. Það er
óheimilt að gefa upp verð án þess
að virðisaukaskattur sé innifal-
inn,“ segir hann.
„Við höfum fengið athuga-
semdir og kvartanir yfir því að
þetta sé ekki gert í öllum tilvik-
um, fólk fær allt í einu viðbót,
24,5%, sem það á ekki von á.
Rætt er um hvort rétt sé að koma
upp einhverjum reglum sem
fasteignasalar þyrftu að fara eft-
ir. Þetta er í skoðun,“ segir hann.
Starfsmenn Samkeppnisstofn-
unar eru einnig að skoða heimild
fasteignasala fyrir umsýslu-
gjaldi.
Björn Þorri Viktorsson, for-
maður Félags fasteignasala, vildi
ekki ræða þetta mál þegar leitað
var eftir viðbrögðum hans.
- ghs
Ábyrgðin fellur úr
gildi við innflutning
Hægt er að hagnast um stórar upphæðir á því að kaupa bíla frá Bandaríkjun-
um en sumir kaupa líka köttinn í sekknum. Milli fimm- og sexhundruð bílar
eru fluttir inn í hverjum mánuði. Stórir pallbílar vinsælastir.
BIFREIÐAINNFLUTNINGUR Hægt er að
hagnast verulega á bifreiðainn-
flutningi frá Bandaríkjunum, en
það er líka hægt að tapa. Þannig
eru dæmi um að innfluttir bílar
hafi komið bilaðir til landsins
eða bilað skömmu eftir komuna
og þá getur reynst erfitt fyrir
fólk að fá leiðréttingu sinna
mála frá seljanda. Engu skiptir
þótt viðkomandi bíll sé í ábyrgð
því sú ábyrgð gildir aðeins í
Bandaríkjunum og eru íslensku
umboðin ekki skyldug til að
ganga inn í ábyrgðina. Talsverð
áhætta fylgir því innflutningi
sem þessum, en miðað við þá
miklu aukningu sem orðið hefur
setja menn það greinilega ekki
fyrir sig þegar hagnaðarvonin
er annars vegar.
Reikna má með að milli
fimm- og sexhundruð bílar séu
nú fluttir inn frá Bandaríkjun-
um í hverjum mánuði og hefur
innflutningurinn margfaldast
frá fyrri árum. Til dæmis jókst
innflutningur á pallbílum til Ís-
lands í janúar og febrúar á
þessu ári um 400 prósent miðað
við sömu mánuði í fyrra. Aðal-
lega eru þetta stórir pallbílar
sem fluttir eru inn, bílar sem
eru yfir fimm tonn að þyngd og
bera því ekkert vörugjald.
Lágt gengi dollars gagnvart
íslensku krónunni er megin-
ástæða þessarar miklu aukning-
ar á innflutningi bíla frá Banda-
ríkjunum. Mesta breytingin er
að bílainnflutningur einstak-
linga hefur margfaldast en í
mörgum tilfellum kaupa menn
sér bíla gegnum netið og anna
skipafélögin varla spurn eftir
flutningum til landsins.
Dæmi eru um að menn hafi
hagnast dável á innflutningi
með þessum hætti. Þannig
ræddi Fréttablaðið við mann
sem keypti tvo Cheerokee jeppa
árgerð 2000 á uppboðsvefnum
E-Bay í fyrra og flutti til lands-
ins. Hann greiddi um ellefu þús-
und dollara fyrir hvorn bíl fyrir
sig eða nálægt 1,7 milljónum
króna á þáverandi gengi. Miðað
við gengi dagsins í dag væru
þetta um 1,3 milljónir króna.
Maðurinn seldi síðan annan bíl-
inn á 2,4 milljónir króna og
hagnaðist þannig um 700 þúsund
krónur. Sá hagnaður væri kom-
inn yfir eina milljón króna á
gengi dagsins í dag.
ssal@frettabladid.is
SEKT VEGNA FÍKNIEFNA Hér-
aðsdómur Austurlands dæmdi
mann til greiðslu 56 þúsunda
króna sektar ellegar tólf daga
fangelsis vegna tveggja brota
á fíkniefnalögum. Varð maður-
inn tvívegis uppvís að því að
geyma fíkniefni í íbúðarskála
sínum að Kárahnjúkum.
FANGELSI FYRIR HRAÐAN
AKSTUR Manni, sem ákærður
var fyrir að aka réttindalaus
30 kílómetra yfir hámarks-
hraða, var engin linkind sýnd
þegar mál hans var tekið fyrir
í Héraðsdómi Austurlands.
Hann fékk þriggja mánaða
fangelsisdóm en maðurinn
hefur margoft komist áður í
kast við lögin af svipuðu til-
efni.
Líkfundarmál:
Súdani
eftirlýstur
DANMÖRK, AP Danska lögreglan
greindi frá því í gær að hún hefði
gefið út alþjóðlega handtökuskipun
á hendur tuttugu og sjö ára gömlum
manni frá Súdan í tengslum við
rannsóknina á morði á dönskum
leigubílstjóra. Lík hans fannst sund-
urhlutað í miðborg Kaupmanna-
hafnar um páskana.
Ove Dahl, yfirmaður morðrann-
sóknardeildar lögreglunnar í Kaup-
mannahöfn, vildi ekki gefa upp
hvort hinn eftirlýsti væri grunaður
um verknaðinn, en sagði að hann
væri „lykilmaður“ í rannsókninni,
hann kvað vel þekktur í undirheim-
um Kaupmannahafnar undir viður-
nefninu „Jagúarinn“. ■
FISCHER FÉKK RÍKISFANGSBRÉFIÐ
Meðlimir stuðningsnefndarinnar og eigin-
konur þeirra buðu Fischer og Miyoko
Watai, unnustu hans, í kvöldverðarhóf.
Stuðningsnefndin:
Hóf Fischer
til heiðurs
FISCHER-MÁLIÐ Stuðningsmenn
Bobby Fischer, sem börðust fyrir
lausn hans úr varðhaldi í Japan,
héldu hóf honum til heiðurs í gær-
kvöld. Þar afhentu þeir honum rík-
isfangsbréfið sem dómsmálaráðu-
neytið gaf út til staðfestingar því að
Fischer væri orðinn íslenskur ríkis-
borgari.
„Þetta var fagnaðarhóf stuðn-
ingsnefndarinnar til að halda upp á
sigurinn í þessari frelsisbaráttu
Bobby Fischer og fagna komu hans
hingað til lands og því að hann skuli
orðinn frjáls maður, Íslendingur.
Við afhentum honum staðfestingu á
því, sem fórst fyrir við komuna, af
sérstökum ástæðum,“ segir Einar S.
Einarsson í stuðningshópi Fischers.
- bþg
■ LÖGREGLUMÁL
ÞRÍR LETTAR ÁKÆRÐIR Lögreglu-
stjórinn á Selfossi hefur gefið út
ákæru á hendur þremur Lettum
sem talið er að hafi starfað hér
án tilskilinna atvinnuleyfa. Ját-
uðu þeir brot sín og voru dæmdir
hver um sig til eins mánaðar skil-
orðsbundins fangelsis.
KYNFERÐISBROTAMÁL Í RANN-
SÓKN Lögregla og sýslumaðurinn
á Patreksfirði hafa nú til rann-
sóknar nýtt kynferðisbrotamál
þar í bæ. Karlmaður er grunaður
um misnotkun á unglingsstúlku
og mun málið að lokinni rannsókn
verða sent ríkissaksóknara.
Ökutækjaskráning:
Öll met
að falla
BIFREIÐAINNFLUTINGUR „Við erum að
slá öll met í skráningum bíla,“ segir
Kristján Rúriksson, verkefnisstjóri
hjá Umferðarstofu, en einn anginn
af vaxandi bílainnflutningi frá
Bandaríkjunum er álag á starfsfólk
ökutækjaskráningar. Sem dæmi um
þá miklu aukningu sem átt hefur
sér stað þá voru nýskráningar öku-
tækja á tímabilinu janúar til mars á
síðasta ári 3.740, en samkvæmt
bráðabirgðatölum fyrir fyrstu þrjá
mánuði þessa árs hafa 9.545 öku-
tæki verið skráð hjá Umferðar-
stofu. „Þetta er aukning um 66 pró-
sent og það segir sína sögu um hvað
er að gerast,“ segir Kristján Rúriks-
son. ■
AMERÍSKIR BÍLAR STREYMA TIL LANDSINS
Stórir amerískir pallbílar eru nýjustu leikföng Íslendinga.
■ APRÍLGABB
■ DÓMSMÁL
FOSSVOGUR
Starfsmenn Samkeppnisstofnunar skoða
hvort fasteignasala gefi upp verð með virð-
isaukaskatti eða ekki. Lögfræðingur stofnun-
arinnar telur vanhöld á því. Kvartanir og at-
hugasemdir þar um hafa borist stofnuninni.
EKKERT FJÖLTEFLI Ekkert varð af
því að Bobby Fischer tefldi fjöltefli
við almenning í Vetrargarði Smára-
lindar í gær. Frétt um fyrirhugað
fjöltefli var aprílgabb.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
SKATTAR Skattayfirvöld á Íslandi
hafa aukið eftirlit með eignum
Íslendinga erlendis á síðustu
árum í kjölfar þess að æ fleiri
Íslendingar fjárfesta í útlöndum
og eiga þar eignir af ýmsu tagi,
svo sem fasteignir, hlutabréf
eða bankainnistæður. Þannig
sagði Fréttablaðið frá því í gær
að skákmeistarinn Bobby
Fischer ætti um 200 milljónir
króna á bankareikningi í Sviss,
sem hann yrði að telja fram til
skatts hérlendis og greiða fjár-
magnstekjuskatt af vöxtum.
Að sögn Indriða Þorlákssonar
ríkisskattstjóra hafa skattayfir-
völd hér á landi aukið eftirlit
sitt með málum af þessu tagi
með samningum við skattayfir-
völd annarra landa. Slíkir samn-
ingar eru ekki í gildi milli Sviss
og Íslands en Indriði er þess
fullviss að svissnesk yfirvöld
myndu veita slíkar upplýsingar
ef grunur væri um undanskot
undan skatti. Hann segir al-
mennt ekki erfitt að fá upplýs-
ingar frá Vestur-Evrópulöndum
eða Bandaríkjunum; það eru
skattaparadísir á borð við
Cayman-eyjar sem eru stóri
vandinn.
„Það er verið að vinna í þeim
málum innan OECD en það
byggist allt á því að þessi lönd
séu reiðubúin að gera gagn-
kvæma samninga við önnur lönd
um upplýsingaskyldu,“ segir
Indriði.
- sþs
Ríkisskattstjóri um fjárfestingar í útlöndum:
Skattaparadísir vandamál
RÍKISSKATTSTJÓRI Fylgist betur
með eignum Íslendinga erlendis.
SPURNING DAGSINS
Ólafur, hvert var nú besta
aprílgabb fjölmiðlanna í gær?
Mér fannst Coldplay-aprílgabb Morgun-
blaðsins best því þeir beittu „tálbeitu-
gabbi“ við hlið þess. Ef fréttin um Cold-
play var ekki gabb þá allavega náðu
þeir að láta mig halda að svo væri.
Segir Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður á
Viðskiptablaðinu, sem fylgist grannt með umfjöll-
un fjölmiðla í landinu.