Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 18
23. apríl 2005 LAUGARDAGUR DAGBLAÐIÐ VÍSIR 86. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 Allt um sumartískuna Bls. 34–35 Bls. 18 & 20 Misþroskamæður sv arafyrir sig Óttast um líffjölskyldunnar 256Mb kr. 3.490,- 512Mb kr. 5.990,- 1.0Gb kr. 9.990,- PQI SD minniskort Móðir drengsinssem var skotinn á Akureyri Kerfið veitir handrukkurum frelsiÍtarleg úttekt DV á því hvernig ofbeldismennfremja glæpi en ganga lausir. Laus Laus Laus Halldór Dungal Drakk própanól og varð blindur Bls. 32–33 Bls. 21–23 Kerfið veitir handrukkurum frelsi Ítarleg úttekt DV á því hvernig ofbeldis- menn fremja glæpi en ganga lausir. Karl Wernersson er maður vik- unnar. Félag í eigu hans og tveggja systkina hans keypti tvo þriðju í Sjóvá af Íslandsbanka. Milestone, félag í eigu systkin- anna, er einnig næststærsti hlut- hafinn í Íslandsbanka. Með kaup- unum á Sjóvá er Karl kominn í hóp öflugustu fjárfesta og stóreignamanna í ís- lensku viðskiptalífi. Karl er fæddur árið 1962, sonur hjónanna Werners Rasmussen og Önnu Karlsdóttur, og er í miðjunni í fimm systkina hópi. Fjöl- skyldan átti og rak Ingólfsapótek og var Werner auk þess at- kvæðamikill at- hafnamaður og fjárfestir. Á margan hátt má segja að Werner hafi verið á undan samtíð sinni í við- skiptahugsun og hafi verið líkari í hugsun þeim sem nú fara um völl við- skiptanna en þeim sem þá réðu ríkjum. Hann var ódeigur við að reyna nýja hluti og sumt gekk vel, en ann- að miður eins og geng- ur. Eitt verkefna fjöl- skyldunnar sem gekk illa var Örtölvutækni sem Karl stjórnaði um tíma. Er það mál þeirra sem þekkja til Karls að hann hafi tekið rekstrarerfiðleika fyrirtæk- isins nærri sér. Hann er því hertur í eldi reynslunnar þegar hann nú hefur komið sér í hóp öflugustu kaup- sýslumanna landsins. Þótt fjölskyldan hafi alla tíð verið vel stæð hefur upp- gangurinn verið gríðarlegur síð- ustu árin. Karl er að sögn þeirra sem þekkja til ekki silfurskeiðar- drengur og vann eins og margir jafnaldrar hans almenna verka- mannavinnu á sumrin. Þar þótti hann duglegur til vinnu og þykir enn. Fjölskyldan átti stóran hlut í lyfjafyrirtækinu Delta og var Karl lykilmaður í því að sameina fyrirtækið Pharmaco, eða Actav- is eins og það heitir nú, sem laut stjórn Björgólfsfeðga. Eftir sam- eininguna margfaldaðist verð- mæti eignarhlutarins og þá eignamyndun nýtti Karl sér til þess að eignast stóran hlut í Ís- landsbanka. Sú fjárfesting hefur skilað honum góðum hagnaði. Þar sem hann hafði verið í við- skiptum með Björgólfsfeðgum reiknuðu margir með að kaup hans í Íslandsbanka væru hluti af ásókn Landsbankans í Íslands- banka. Það kom því mörgum á óvart þegar það skýrðist smátt og smátt að Karl væri á eigin vegum í fjárfestingunni og hygð- ist beita sér þar á eigin forsend- um. Síðan þá hefur skýrst skref fyrir skref að Karl tekur frum- kvæði sem stór eigandi í bankan- um og styður þar núverandi forstjóra og meirihluta í bankaráðinu. Þeir sem til þekkja segja samstarf Bjarna Ármannssonar, forstjóra Íslands- banka, og Karls mjög gott, þótt þar fari talsvert ólíkir menn. Karl þykir nokk- uð dulur og gefur sig lítið upp. Hann þykir öflugur rekstrarmaður og hefur sýnt upp á síðkastið að hann kann ýmislegt fyrir sér í leikfléttum viðskiptalífsins. Undanfarin ár hefur hann byggt upp og rekið lyf- sölukeðjuna Lyf og heilsu og reynslan af smásölu mun ef- laust nýtast honum vel í því verkefni að reka vá- tryggingafélagið Sjóvá. Karl er í viðskiptum sagður standa fast á sínu og er ekki mikið fyrir að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Þeir sem hafa unnið með honum segja hann snöggan að greina kjarnann frá hisminu og einbeita sér síðan að kjarnanum og láta ann- að ekki trufla sig. Hann þykir mjög jarðbundinn og lætur smáatriði lítið trufla sig við ákvarðanir í rekstri fyrirtækja sinna. Hann þykir geta verið harður í horn að taka og ófeim- inn við að skapa sér óvinsældir með ákvörðunum sem hann telur þurfa að taka. Í fjárfestingum sínum þykir Karl hafa verið djarfur og óhræddur við að taka áhættu. Fram til þessa hafa fjárfesting- arnar skilað góðum árangri og komið honum í hóp lykilmanna í íslensku viðskiptalífi. ■ Háskóli Íslands þarf aukna fjár- muni til þess að standa undir ört stækkandi nemendahópi. Ríkis- endurskoðun staðfesti þá stað- reynd í nýlegri stjórnsýsluúttekt en þetta hefur lengi legið ljóst fyrir meðal stúdenta og starfs- fólks Háskólans. Röskva, samtök félagshyggju- fólks við Háskóla Íslands, telur nauðsynlegt að staða Háskólans verði tekin til gagngerrar endur- skoðunar í kjölfar úttektarinnar. Nauðsynlegt er að bregðast fljótt og vel við til þess að koma í veg fyrir að fjárskorturinn bitni á gæðum þeirrar menntunar sem Háskóli Íslands veitir. Jafnrétti til náms, án tillits til efnahags eða annara aðstæðna, er algjört grundvallaratriði. Skólagjöld munu án nokkurs vafa skerða slíkt jafnrétti og telur Röskva því rétt að auknir fjár- munir til Háskólans komi úr ríkis- sjóði. Það er líka staðreynd að Ís- lendingar verja hlutfallslega minna fé til háskólastigsins en ná- grannaþjóðir okkar. Allir þeir há- skólar sem Ríkisendurskoðun bar saman við Háskóla Íslands hafa hærri tekjur á hvern nemanda, utan eins í Króatíu. Samanburðar- skólarnir hafa margir tvöfalt eða allt að þrefalt fjármagn með hverjum nemanda miðað við Há- skóla Íslands. Eins og Röskva hefur ítrekað bent á og kemur einnig fram í skýrslunni hefur Háskóli Íslands ekki fengið greitt fyrir alla nemendur sem þar hafa stundað nám síðustu árin og eru nemendur sem ekki fæst greitt fyrir nú um fimmhundruð talsins. Slíkt er að sjálfsögðu óásættan- legt og afar mikilvægt að leiðrétt verði sem allra fyrst. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru fjöldatakmarkanir og niður- felling námsgreina nefndar sem mögulegar aðgerðir. Þeim hafnar Röskva með öllu, enda ljóst að það myndi hafa í för með sér að færri lykju háskólanámi á Íslandi og að námið yrði einsleitara. Í ljósi þess að hlutfall háskólamenntaðra á Ís- landi er undir meðaltali OECD væri slíkt afar óæskileg þróun. Það er mat Röskvu að öflugur há- skóli sem stendur öllum opinn hafi ómetanleg áhrif á þjóðfélagið allt. Það er því hagur okkar allra að standa við bakið á Háskólanum og gæta þess að hann sé í stakk búinn til þess að veita bestu menntun sem möguleg er. Háskóli Íslands hefur sýnt að hann er full- fær um vera í fremstu röð. Það verður hann hins vegar ekki að sjálfu sér. ■ EVA BJARNADÓTTIR, FORMAÐUR RÖSKVU UMRÆÐAN RÍKISENDURSKOÐUN OG HÍ Jarðbundinn og stendur á sínu MAÐUR VIKUNNAR KARL WERNERSSON, STÆRSTI EIGANDI SJÓVÁR Fjársvelti Háskólans staðfest TE IK N IN G : H EL G I S IG . – H U G VE R K A. IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.