Fréttablaðið - 23.04.2005, Page 44

Fréttablaðið - 23.04.2005, Page 44
SJÓNARHORN 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR16 Vissir þú ... ...að elsti látbragðsleikari í heimi er hinn bandaríski Arnold Jones sem er fæddur 13. janúar árið 1914? ...að hæsta teygjustökk í heimi stökk Curtis Rivers frá Bretlandi 5. maí árið 2002 en hann stökk úr loftbelg í 4.632 metra hæð? ...að elsta stjarna sem uppgötvuð hefur verið til þessa er stjarna utan sólkerfisins í hnattlaga klasanum M4, um 5.600 ljósár frá jörðu, en talið er að stjarnan sé tíu milljarða ára? ...að Reinhold Messner frá Ítalíu var fyrstur til að klífa Everest-fjall einn en hann komst á tindinn 20. ágúst árið 1980? ...að hraðasti hafstraumur í heimi er Sómalí-straumurinn í norðan- verðu Indlandshafi en hann nær 12,8 kílómetra hraða á monsún- tímabilinu? ...að Sólbríinn verpir minnstu eggjum allra fugla á Jamaíka og tveim nær- liggjandi eyjum en tvö slík egg mældust tæplega tíu millimetrar og vógu aðeins 0,365 og 0,375 grömm? ...að stærsta drekafluga heims er Megaloprepus caeruleata frá Mið- og Suður-Ameríku og getur orðið allt að 120 millimetra löng og vænghafið allt að 190 millimetrar? ...að Alþjóðaráð Rauða krossins sem stofnað var í Genf 1893 hefur fengið friðarverðlaun Nóbels þrí- vegis, árið 1917, 1944 og 1963? ...að mesta atvinnuleysi í heimi, sjötíu prósent, er í Líberíu. ...að hvergi í heiminum er borðað jafn mikið af bökuðum baunum og í Bretlandi en ársneysla á mann er 5,3 kíló þar í landi? ...að stærsta leikvangsþak er yfir Ólympíuleikvanginum í München í Þýskalandi en það nær yfir 85.000 fermetra svæði? Erum að taka upp nýja sendingu 79.900 59.900 Klassískur gítar frá 10.90022.900 Stillitæki MAPEX trommusett með stöndum og diskum ÁLFTIN BREIÐIR ÚT VÆNGI SÍNA OG SÝNIR ÖNDUNUM HVER RÆÐUR Á REYKJAVÍKURTJÖRN. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.