Fréttablaðið - 23.04.2005, Side 45
LAUGARDAGUR 23. apríl 2005
AF HVERJU VERÐUR OLÍU-
BRÁK Á VATNI REGNBOGALIT-
UÐ?
Svar: Olía er eðlisléttari en vatn
og leysist ekki upp í því. Þess
vegna flýtur olían á vatni í flekkj-
um og myndar þunnar himnur eða
brákir. Seigja í olíunni og yfir-
borðsspenna ráða þykkt brákar-
innar en hún er ekki alveg jöfn og
filman þynnist almennt til jaðr-
anna.
Víxlun ljósbylgna
Ljós speglast bæði af efra og
neðra borði olíuhimnunnar. Þessir
tveir spegluðu geislar sameinast í
gegnum fyrirbæri sem við köllum
víxlun eða samliðun en allar
bylgjur sýna víxlunareiginleika.
Þar sem öldutoppar tveggja
bylgna mætast fáum við styrkj-
andi víxlun bylgnanna og stórt út-
slag, en þar sem öldutoppur ann-
arrar bylgjunnar mætir öldudal
hinnar fáum við eyðandi víxlun og
útslagið verður lítið eða ekkert.
Þykkt olíufilmunnar ræður hvort
víxlunin verður styrkjandi eða
eyðandi
Hvítt ljós er samsett af öldu-
lengdum frá öllum regnbogans lit-
um. Þegar spegluðu geislarnir
tveir af efra og neðra borði olíu-
filmunnar mætast ræðst það af
þykkt filmunnar hvaða öldulengd-
ir gefa styrkjandi samliðun og þar
með sterkan speglaðan geisla. Þar
sem þykkt filmunnar er oddatölu-
margfeldi af fjórðungi öldulengd-
ar fæst sterk speglun, en veik
speglun fæst þar sem þykktin er
heilt margfeldi af hálfri öldu-
lengd.
Á olíubrák geta komið fleiri litir
en í regnboga
Öldulengd rauðs ljóss er í
kringum 650 nm í lofti en nálægt
432 nm í olíunni. Þannig fæst
sterk rauð speglun þar sem þykkt
filmunnar er 108 nm, 324 nm, 540
nm og svo framvegis, en engin
eða aðeins dauf speglun þar sem
þykktin er 215 nm, 430 nm, 645
nm og svo framvegis. Á þeim stað
þar sem speglun rauða geislans er
dauf fer hann í gegnum olíu-
filmuna niður í vatnið. Sami stað-
ur getur hins vegar gefið ágæt
skilyrði fyrir speglun litar af
annarri öldulengd. Litaáferð olíu-
filmunnar breytist því með þykkt-
inni. Fram geta komið fleiri litir
en við sjáum í regnboganum því
skilyrðinu um styrkjandi samlið-
un getur verið fullnægt fyrir
nokkrar öldulengdir í einu og við
fáum speglun af litablöndu.
Lögmál Snells og brotastuðlar
Þykkar filmur geta einnig
sýnt breytilegt litamynstur með
breytilegu sjónarhorni. Þetta
gerist því leið geislans í gegnum
olíufilmuna breytist örlítið með
innfallshorni. Þessum hrifum er
lýst með lögmáli Snells sem lýsir
stefnubreytingu geisla sem fer
úr einu efni í annað. Efnin eru
einkennd með svonefndum brot-
stuðlum n. Brotstuðull fyrir loft
er 1,0, fyrir vatn 1,33 og fyrir
olíu er hann á bilinu 1,4 til 1,6.
Styrkur speglunar frá hverjum
skilfleti eykst með vaxandi hlut-
falli brotstuðla.
Hægt er að lesa meira um
ljósbylgjur og liti á Vísindavefn-
um, til dæmis í svörum við
spurningunum hvers vegna eru
plöntur grænar en ekki fjólublá-
ar eða svartar, hvers vegna er
sólin gul og grasið grænt, hvað
eru litir og hvernig myndast
regnboginn?
Ari Ólafsson, dósent í eðlis-
fræði við HÍ.
Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Á lista Samræmdrar
vefmælingar fyrir síðustu viku var Vísindavefurinn í 10 sæti yfir mest sóttu vefmiðlana.
Fimm vinsælustu svör þeirrar viku voru þessi: Af hverju eru ljóskur taldar heimskar,
hvað merkir holið í Hollandi, hvað éta górillur (fyrir utan banana), er álft og svanur
sami fuglinn, og hver var Afródíta?
VÍSINDAVEFUR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Á OLÍUBRÁK GETA KOMIÐ FLEIRI LITIR EN Í REGNBOGA Olía er eðlisléttari en
vatn og leysist ekki upp í því. Þess vegna flýtur olían á vatni í flekkjum og myndar þunnar
himnur eða brákir.
Regnbogalituð olía
HVAÐ MERKIR ORÐIÐ BISKUP
UPPHAFLEGA OG HVERJAR
ERU ORÐSIFJAR ÞESS?
Svar: Íslenska orðið biskup er
líklegast fengið úr fornensku. Þar
kemur fyrir orðið biscop eða
bisceop í sömu merkingu. Það
kemur líka fyrir í latínu (episcop-
us) en upphaflega er það komið úr
forngrísku, epískopos. Það orð er
dregið af grískri sögn sem þýðir:
'horfa á', 'skoða', 'fylgjast með' eða
'líta eftir'. Hún er aftur á móti
samsett úr sögn sem merkir: 'sjá',
'virða fyrir sér', 'athuga' eða líta
eftir, og forsetningunni epi- sem í
samsetningum þýðir: 'upp(i) á',
'yfir', 'til', 'gagnvart' eða 'eftir'.
Biskup er eftirlitsmaður
Upphaflega merkti biskup þess
vegna 'eftirlitsmaður' eða 'tilsjón-
armaður'. Í frumkristni var það
notað um nokkurs konar yfirmann
í söfnuðinum sem hafði sérstakt
vald um helgisiði, skírnir, altar-
issakramenti, vígslur, fyrirgefn-
ingu synda, fjármál og málamiðl-
anir í deilum. Uppruni embættis-
ins er óviss, en á annarri öld hafði
það fest sig í sessi, ásamt embætt-
um presta og djákna. Eftir því
sem kirkjunni óx fiskur um hrygg
þurfti meira skipulag svo til varð
stigveldi þar sem prestar voru í
forustu safnaða, höfðu djákna sér
til aðstoðar og voru undir eftirliti
biskupa sem höfðu marga söfnuði
í sinni umsjá. Upp af þessu varð
svo til enn flóknara skipulag þeg-
ar leið á miðaldir.
Biskupar sem eftirmenn postula
Nokkrar kirkjudeildir, sérlega
rómversk-kaþólska kirkjan og
gríska rétttrúnaðarkirkjan, telja
að biskupar séu eftirmenn postul-
anna og hafi vald sitt í krafti þess.
Við siðaskiptin höfnuðu margir
þessari hugmynd enda hafa flest-
ar mótmælendakirkjur enga bisk-
upa. Lúthersku kirkjurnar á Norð-
urlöndum og í Þýskalandi hafa þó
haldið í biskupsembættið en fæst-
ar þeirra telja biskupana arftaka
postulanna.
Stefán Jónsson, nemi í heim-
speki.