Fréttablaðið - 23.04.2005, Qupperneq 64
Þjóðernistískan brýst út í mismunandi myndum. Þegar afrísku
áhrifin eru skoðuð er ekki hægt að horfa framhjá dýramynstrun-
um sem fá að vera með í sumartískunni. Þau hafa þó verið
upp á yfirborðinu síðastliðin ár. Annaðhvort hata kon-
ur þau eða elska. Til er sérstakur flokkur kvenna,
svokallaðar „kattarkonur“ sem elska allt loðið og eiga
slíkan fatnað og fylgihluti í massavís. Heimilin eru
jafnvel skreytt með villidýramynstri, loðnum púðum í
svefnherbergi og beljuskinni á stofugólfi. Þessi hópur
kvenna getur því farið á veglegt „vísafyllerí“ í versl-
unum landsins. Vorlína Dolce-&Gabbana er með ýktara
móti en þar fá ýmis villidýramynstur að njóta sín. Ekki
er gert upp á milli sebrahesta, slangna eða tígrisdýra.
Allt er jafn heitt. Þessi dýramynstur passa gríðarlega
vel með safarítískunni og ekki er verra að nota afríska
skartgripi með. Eins og síð hálsmen úr dökkum við,
tréarmbönd með gullbryddingum og stóra eyrnalokka,
einnig úr við. Um er að ræða allt frá loðskinnum til að
hafa um hálsinn niður í skó og allt þar á milli. Það er
þó alls ekki málið að vera í þessu dýraþema frá toppi
til táar. Smekklegra er að nota sebraskóna og -skyrtuna
við gallabuxur og láta þar við sitja. Slönguskór og
tígrisdýrakjóll eru til dæmis algerlega á bannlista, ef
það er notað saman. Það er sumsé auðvelt að ofkeyra
þessa tísku og því skal varúðar gætt. Það er dásamlegt
að koma í verslunina Flex um þessar mundir. Verslun-
in er yfirfull af flottu dýradóti, allt frá skóm og veskjum upp í
flottar kápur. Karen Millen hefur líka fallið fyrir
dýratískunni og má finna ýmsa flotta hluti í þeirri
verslun. Eitt er víst að það mun líklega fjölga í hópi
„kattakvennanna“ um þessar mundir enda er eitthvað
að ef þessi tíska kítlar ekki.
martamaria@frettabladid.is
MÓÐUR VIKUNNAR
> MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN
Lýtalausar gallabuxur
Þegar gallabuxur eru nefndar á nafn koma 501 frá Levis ósjálfrátt
upp í hugann enda voru þær buxur óheyrilega vinsælar þegar ég
var unglingur. Þetta Levis-æði var hluti af mikilli góðæristíð í mínu
lífi. Skrifstofa föður míns var mjög nálægt Levis-búðinni og var það
orðinn órjúfanlegur hlutur af bæjarferðum okkar vinkvennanna að
koma við hjá honum og fá aur fyrir nýjum gallabuxum. Á þessum
tíma nægði ekki að eiga einar bláar og einar hvítar gallabuxur. Í
fataskápnum var alla litasinfóníuna að finna, allt frá grænum upp í
fjólubláar. Þetta góðæristímabil varð því miður ekki langlíft. Levis
501 fóru úr tísku, skrifstofan hans pabba flutti og við tóku afborg-
anir af steinsteypu. Ég hef líka uppgötvað að það er farsælla að fjár-
festa í kvennasniðum ef það er stemmning fyrir því að gallabuxurn-
ar passi og séu klæðilegar. Þar sem 501 er herrasnið uppfyllti það
ekki þær kröfur því þær voru alltaf hólkvíðar í mittið ef þær
pössuðu um lærin. Það er kannski fyrirgefanlegt að gera þessi mis-
tök á unglingsárunum en þegar fólk er komið í fullorðinna manna
tölu er betra að vera með þetta á hreinu. Kröfur til gallabuxna hafa
líka breyst töluvert. Í dag vilja konur bæði getað farið í gallabuxun-
um sínum á ball og unnið í þeim í garðinum. Flestar konur eiga að
minnsta kosti einar gallabuxur en langflestar eiga til skiptanna.
Með þörfum nútímans hafa stærðirnar líka stækkað (líklega vegna
stækkandi hamborgararassa í heiminum) og hafa margar
konur dottið í lukkupottinn, eða ekki? Þær nota
sömu gallabuxnastærð og þegar þær
fermdust þrátt fyrir að hafa tekið
út kvenlegan vöxt og bætt á sig
nokkrum kílóum. Heimur
stækkandi fer. Í dag er svo kom-
ið að stjörnurnar úti í heimi
hafa tekið ástfóstri við galla-
buxur, þá sérstaklega Rock
and Republic, Yanuk, Seven
for all mankind, Diesel og
Calvin Klein svo einhverjar
tegundir séu nefndar. Það er
svo sem ekkert skrítið að
þessi merki hafi slegið í
gegn enda búa þau yfir
næstum því fullkomnum
sniðum sem henta breiðum
hópi kvenna. Eða eins og
maðurinn sagði: „Fátt gleð-
ur hjarta karlmannsins
meira en fallegur botn í
bláum gallabuxum.“
48 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR
Ferskur og
frábær
Stuttir bólerójakkar eru eitt af því
ferskasta í sumartískunni. Slíkir
jakkar voru áberandi um 1950 og
voru þeir notaðir við pils og yfir
kjóla. Nú kveður við annan tón. Þessi
bólerójakki er ögn öðruvísi en fyrirrennar-
ar hans því þessi er úr gallaefni með stuttum
ermum. Hann er mjög flottur við víð litrík pils
og víða toppa. Það má gjarnan nota hálsfest-
ar við hann og næla í hann alls kyns skrauti.
Hann fæst í versluninni Zara í Smáralind.
DOLCE & GABBANA eru leiðandi í dýramynstrum en þau eru afar vinsæl í sumarlínunni.
Kitlandi villidýraæði
TÚRKISLITAÐ og
appelsínugult fer vel
með brúnu, Karen Millen
Kringlunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
O
.F
L.
SAMKVÆMISVESKI með dýramynstri færi
vel við einfaldan kjól. Verslunin Flex í
Bankastræti.
LOÐKEIPUR úr Hvítlist,
Krókhálsi.
SEBRAKÁPA frá versluninni GK.
SKÓR frá versl-
uninni Flex í
Bankastræti.
KAREN MILLEN OG FLEX bjóða upp á veglegt úrval af skinnskóm.
SKINNSKÓR úr versl-
uninni GK, Laugavegi.
KATE MOSS er oftast
í loðkeipnum sínum
við gallabuxur. Þú get-
ur eignast alveg eins
því hann fæst í Flex í
Bankastræti.
SEBRAKJÓLL OG TÍGRISDÝRAPILS,
Karen Millen Kringlunni.