Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 26.04.2005, Qupperneq 10
26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR Eigandi Opera Software: Verður að synda til Ameríku NOREGUR Nú hefur komið á dag- inn að hinn hálfíslenski eigandi og forstjóri tölvufyrirtækisins Opera Software í Noregi, Jón Stephenson von Tetzchner, verð- ur að standa við stóru orðin og synda til Ameríku frá Noregi. Þegar ný útgáfa af Opera- vefvafranum, sem lagt hefur grunninn að velgengni Opera Software, var kynnt á dögunum sagðist Jón mundu synda til Am- eríku ef ein milljón notenda sækti vafrann á netið fyrstu fjóra dagana eftir að hann var settur á markað. Tölur sýna að ein milljón og fimmtíu þúsund manns sóttu vafrann á þessu tímabili og í framhaldinu hefur Jón verið krafinn um að standa við stóru orðin. Jón hefur í samtölum við norska fjölmiðla sagst munu leggjast til sunds og að hann muni koma við á Íslandi hjá móður sinni á leiðinni til að fá sér heitt kakó. - ssal Áreittur með afskornum hönskum og smáskilaboðum: Sóknarprestur lagður í einelti KIRKJUDEILUR Séra Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur í Garðaprestakalli segir að hann hafi þurft að þola ögrandi smáskilaboð og hótanir í kjöl- far samstarfsörðugleika í Garðasókn. Við athugun kom í ljós að skilaboðin komu frá síma í eigu eiginmanns Nönnu Guðrúnar Zoëga djákna sem séra Hans Markús hefur átt í útistöð- um við. Einnig hefur honum borist umslag sem í voru afklipptir fingur af hanska. Nanna Guð- rún hefur beðist vel- v i r ð i n g a r fyrir hönd eiginmanns síns vegna smá- skilaboðanna en hún segist eng- an þátt eiga í þeim sjálf. Hvað viðvíkur afklipptu fingr- unum segist hún ekki kann- ast við það mál nema að því leyti að hún hafi heyrt séra Hans Mark- ús tala um sendinguna. Sóknarpresturinn kærði einelt- ið til úrskurðunarnefndar þjóð- kirkjunnar sem síðan taldi sann- anir ónægar í málinu. Um samstarfsörðugleikana segir séra Hans Markús: „Hún kvartaði til dæmis undan því við sóknarnefnd að ég bauð henni með mér á fund en hún kveðst hafa séð það á mér að ég hafi ekki meint það. Þetta lýsir því best um hverskonar sparðatínslu er að ræða.“ -jse Sagður hafa van- rækt ýmis störf sín Séra Hans Markús Hafsteinsson hefur legið undir þungum ásökunum í Garðasókn. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann áfrýi úrskurði úrskurðar- nefndar Þjóðkirkjunnar. Málið verður rætt á safnaðarfundi. PRESTADEILUR Séra Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur í Garðaprestakalli misnotaði stöðu sína til að fá stuðning og samúð sóknarbarna með því að koma trúnaðargögnum til þeirra. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðun- arnefndar þjóðkirkjunnar. Einnig telur nefndin að hann hafi brotið af sér í starfi með því að senda vinnuveitenda eiginmanns djákn- ans bréf með stimpli Garðasókn- ar. Reyndi hann þannig að koma höggi á eiginmann djáknans en hann hafði áreitt sóknarprestinn með smáskilaboðum úr farsíma. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að ekki væri stætt á öðru en séra Hans Markús yrði fluttur til í starfi vegna aga- og siðferðisbrota. Matthías G. Pétursson sóknar- formaður og Arthur Farestveit varaformaður sögðu í kærunni til úrskurðarnefndar að séra Hans Markús hefði flæmt fólk frá störf- um við sóknina auk þess sem hann væri ófær um eðlileg samskipti við samstarfsfólk. Þannig á hann til dæmis að hafa hagrætt sann- leikanum til að ná þeirri niður- stöðu í málum sem honum væri þóknanleg. Séra Hans Markús er jafnframt sagður hafa vanrækt ýmis störf sem hann átti að inna af hendi. Sóknarnefndarmaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að annað starfsfólk hefði farið að vinna störfin fyrir prestinn og síð- an farið að „kóa“ með honum. Í kærunni kemur fram að þeir Matthías og Arthur telja að orð- færi séra Hans Markúsar sé ekki sæmandi manni í hans stöðu. Þannig á hann til dæmis að hafa brugðist svo harkalega við þegar Nanna Guðrún Zoëga djákni bar fram kvörtun á hendur honum á sóknarfundi að Arthur varð að skerast í leikinn og stöðva séra Hans Markús af áður en ummæli hans færu að verða svo meiðandi að það kynni að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Boðað hefur verið til safnaðarfundar um málið í Kirkjuhvoli á fimmtudagskvöld. Formaður sóknarnefndar hyggst kynna niðurstöðu úrskurðar- nefndar og leyfa fyrirspurnir og umræður. Ekki stendur þó til að álykta um málið. jse@frettabladid.is ÍSAFJARÐAR 5.499 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.699kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 27. apríl - 3. maí EGILSSTAÐA 6.699 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 6.299 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.299 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 81 82 0 4/ 20 05 Fargjald fyrir börn 1 króna! Gildir aðra leiðina fyrir börn að 12 ára aldri, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun (við bætist flugvallarskattur og tryggingargjald, samtal 440 kr.) flugfelag.is JÓN STEPHENSON Undirbýr Ameríkusund með viðkomu á Íslandi VÍDALÍNSKIRKJA Í GARÐASÓKN Harðar deilur eru í sókninni. Sóknarprestur sakaði samstarsfmenn um aðför að sér. Á móti var hann meðal annars sakaður um að vera ófær um eðlileg samskipti og að orðfæri hans sæmi ekki stöðu hans. SÉRA HANS MARKÚS HAFSTEINSSON Séra Hans Markús segist þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið hjá sóknar- börnum sínum sem meðal annars hafa opnað vefsíðu honum til stuðnings.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.