Fréttablaðið - 26.04.2005, Side 18

Fréttablaðið - 26.04.2005, Side 18
Ég velti stundum fyrir mér breytingum sem orðnar eru á blaða- og fréttamennsku, og áherslum fjölmiðlamanna í störf- um sínum. Þó ég skilji keppni fjölmiðlanna um athygli tilheyr- enda í erli dagsins á ég erfitt með að sætta mig við þær leiðir sem farnar eru. Undanfarið hefur mér þótt þeir sem ráða dálksentímetrum blaða og takmörkuðum tíma á ljósvakanum láta ritstjórnast af því hversu krassandi yfirlýsing- ar viðmælendur væru tilbúnir að láta sér um munn fara. Fyrir skemmstu opnuðust blaðsíður og fréttatímar þegar heilbrigðisstarfsmenn voru til- búnir að úthúða stjórnendum Landspítalans og bera þá mjög þungum sökum um ógnarstjórn og hefnigirni. Sama var uppá ten- ingnum þegar fréttamenn út- vörpuðu athugasemdalaust ásök- unum lyfjafræðinga sem vændu sömu stjórnendur LSH og heil- brigðisyfirvöld um lögleysu. Þá þótti bera vel í veiði þegar sú fima kona Jónína Benediktsdótt- ir, sem víða hefur komið við og er nú titluð nemi, bar nafngreinda menn þungum sökum og vændi m.a. um þjófnað. Þessu samhliða sakaði hún formenn stjórnar- flokkanna, helstu valdhafa þjóð- arinnar, um alvarleg brot á starfsskyldum sínum. Allt er þetta gert að þessum einstakling- um fjarverandi og hvergi hirt um að draga fram gögn fullyrðingun- um til stuðnings, rétt eins og það skipti ekki máli. Dælan bara látin ganga viðstöðulaust. Það sem ég velti fyrir mér er ábyrgð blaða- eða fréttamanns- ins. Þegar „nema“ er stillt upp, í einkaviðtal á besta sjónvarps- tíma vikunnar, til að úthúða nafn- greindum mönnum þá gerist það ekki undirbúningslaust. Ég á erfitt með að trúa því að frétta- eða dagskrárgerðarmaður geti mætt í viðtalsþátt án undirbún- ings. Hann er búinn að ræða við við- mælanda sinn, hann er búinn að ræða á hvaða nótum samtalið verður og hann veit þar af leið- andi hvað viðkomandi hyggst tala um. Að halda öðru fram er rangt. Fréttamaður sem veit að nafn- greindir menn verða ataðir auri, gagnrýndir fram og aftur og hugsanlega vændir um þjófnað, ber mikla ábyrgð. Hann getur ekki skýlt sér á bak við klisjuna um að hann eða hún hafi sagt hitt eða þetta en ekki fréttamaðurinn sjálfur. Umsjón hans og ritstjórn samtalsþáttarins hlýtur meðal annars að felast í því að meta hvort viðmælandanum er treystandi til að halda sig við staðreyndir. Þá ber honum að spyrja þannig að ásakandinn standi við orð sín eða verði ósannindamaður ella. Menn tryggja sig ekki eftir á þegar svo alvarlegar ásakanir verða hugsanlega bornar fram. Mér virðist sem fréttamenn velji sér þá viðmælendur sem þeir hafa gengið úr skugga um að vilji ganga langt með orðum sín- um, og ata aðra menn auri. Þá sem hugsanlega eru tilbúnir til að setja fram mestu sleggjudómana og gífuryrðin. Virðast þeir líta á þetta sem krydd í tilveruna og leiðina til að ná athygli tilheyr- enda í erli dagsins. Oft eru við- brögð fréttamanna sem sýna af sér faglegan metnað á þessu stigi, og gagnrýndir eru fyrir, að bjóðast til að hleypa „skúrkun- um“ að í næsta þætti eða næsta fréttatíma. Þar með þykjast þeir hafa axl- að ábyrgð sína og fundið hið full- komna svar við gagnrýninni. Þessi rök halda ekki. Frétta- maður sem útvarpar eða sjón- varpar yfirlýsingum af þessu tagi ber ábyrgð á viðmælanda sínum. Honum ber að taka bæði faglega og siðferðilega afstöðu til þess sem hann veit að sagt verð- ur, áður en hann fer í loftið. Það er jafnframt hans að leggja mat á ásakanirnar sem hann veit, eða grunar, að settar verði fram. Honum ber að undirbúa sig þannig að viðtalsþátturinn geti aldrei orðið rógur og níð um fjar- stadda menn, sem í versta falli er boðið að svara svívirðingunum næsta dag. Nú spyr ég þig Markús Örn Antonsson: Finnst þér vinnu- brögð þessi samræmast almanna- hlutverki ríkisútvarpsins og kröfum um faglega vönduð vinnubrögð? Hver finnst þér að ætti að bera ábyrgð á að útsendingar- tíminn sé notaður með þessum hætti; fréttamaðurinn, frétta- stjóri Sjónvarpsins, forstöðu- maður fréttasviðs, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, eða kannski þú sjálfur? ■ 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR18 Hver ber ábyrgðina? RAGNAR ÞORGEIRSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI Í REYKJAVÍK UMRÆÐAN OPIÐ BRÉF TIL ÚTVARPSSTJÓRA Fréttamaður sem veit að nafngreindir menn verða ataðir auri, gagnrýndir fram og aftur og hugsanlega vændir um þjófnað, ber mikla ábyrgð. Hann getur ekki skýlt sér á bak við klisjuna um að hann eða hún hafi sagt hitt eða þetta en ekki frétta- maðurinn sjálfur. Umsjón hans og ritstjórn samtals- þáttarins hlýtur meðal ann- ars að felast í því að meta hvort viðmælandanum er treystandi til að halda sig við staðreyndir. ,, AF NETINU Halló! Halló! Vaknaðu, almenn skynsemi! Íslenskir fjölmiðlar hafa eignast nýjan dýrling í baráttu sinni gegn ímynduðu ranglæti, Heilaga Agn- esi Bragadóttur, fréttaritstjóra viðskiptablaðs Morgunblaðsins. Í viðhorfsdálki Morgunblaðsins um fyrirhugaða Landssímasölu fór hún mikinn og mætti helst halda að sjálf Heilög Jóhönna Sigurðar- dóttir hefði setið þar að skriftum. Til áhrifaauka voru óspart tínd til þau orð og frasar sem almennt finnast í greinarskrifum íslenskra vinstrimanna. Einungis vantaði orð eins og nútímalegt, umræðu- stjórnmál, nýfrjálshyggja, græðgi og ólöglegt árasarstríð. Nokkrir hlutir í viðhorfsgrein Agnesar, svo og ummæli hennar í umræðuþáttum á eftir, vekja þó athygli. Hún bendir á að Búnaðar- bankinn og Landsbankinn hafi farið á einhvers konar spottprís á sínum tíma. Agnes, sem fréttarit- stjóri eins útbreiddasta viðskipta- blaðs landsins, ætti samt að hafa vitað að töluverður hluti af hluta- fé Landsbankans og Búnaðar- bankans var á markaði í dágóðan tíma áður en afgangur hlutafjár- ins var seldur hæstbjóðendum! Það er því morgunljóst að Ís- lendingar, þar á meðal auðvitað Agnes, höfðu drjúgan tíma fyrir seinni hluta einkavæðingarinnar til þess að kaupa umtalsvert magn bréfa í bönkunum, e.t.v. andvirði bíldruslu, á þessari „tombólusölu“ Kauphallar Íslands. Að auki væri það gott ef Agnes kynnti sér það, að þegar afgangur hlutafjár bank- anna var boðinn til sölu, þá var það hlutafé með réttu selt á mark- aðsgengi og hluti yfir markaðs- gengi á þeim tíma. Virðist sem svo að markaðurinn hafi sjálfur staðið að þeirri spottprís-verð- myndun á því sem Agnes kallar „tombólumarkað“ sem m.a. sam- anstóð af yfir 30 þúsund hluthöf- um Búnaðarbanka Íslands. Sá Agnes ekki þau augljósu tækifæri sem þar voru á ferðinni, eða kannski bara eftir á, þegar aðrir höfðu tekið af skarið, hætt sínu fé, umbreytt bönkunum og stóraukið verðmæti þeirra? Gengi bankanna hafði lítið breyst frá því að sala til almennings, lítilla fjár- festa og starfsmanna hafði farið fram. Það voru engar duldar eign- ir í bönkunum – einungis vannýtt tækifæri. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En er eitthvað við þá að sakast sem sjá tækifæri, sem aðr- ir koma ekki auga á, og hafa bæði dug og þor í að nýta þau? Hvað annars varðar sjálft framtak Agnesar þá má þó hrósa henni fyrir ágæta hugmynd. Þeg- ar leikreglur eru einfaldar er fullt svigrúm fyrir einstaklinga til að stofna með sér félag og bjóða í Landssíma Íslands. Framtak Agn- esar sýnir það. Það þarf ekki lög og reglur til þess að segja fólki hvað það á að gera eða hefur möguleika til þess að gera. Fólk verður samt að hafa í huga að loforð um skjótfenginn gróða eru gagnrýnisverð. Enginn verðmiði er enn kominn á Lands- síma Íslands. Söluverðið, sem ekki er gefið hvert verður, ræður miklu um væntanlegan hagnað eigenda næstu tvö árin. Ef tekin eru lán fyrir kaupum á hlutabréf- um í Landssímanum þarf verð- mæti Símans að aukast umtals- vert, sé tekið mið af núverandi vaxtastigi og horfum næstu tveggja ára. Einnig er athyglisvert að svo virðist sem Agnes sjálf hafi ekki meiri trú á þessu augljósa fjár- festingartækifæri en svo að hún ætlar, samkvæmt Sunnudags- þættinum á Skjá einum, ekki að leggja nema „andvirði einnar bíldruslu“ eins og hún hefur áður orðað, í þetta frábæra, augljósa fjárfestingartækifæri. Það verður að tala af ábyrgð en ekki með upphrópunum um spott- prís þegar fólk er hvatt til að hugsa skynsamlega um kaup í Símanum. ■ Markaðurinn á mannamáli Nýtt v iðskip tablað frítt með Fr éttablaðinu á morgun Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P RE 2 79 08 0 4/ 20 05 Sögurnar • Tölurnar • Fólkið Nú þarftu ekki lengur að vera sérfræðingur til að fá botn í markaðsmálin. Hér eftir mun Markaðurinn fylgja Fréttablaðinu frítt alla miðvikudaga. Í Markaðnum munum við leggja sérstaka áherslu á að fjalla á auðskilinn hátt um íslenska og erlenda markaði og viðskiptalíf. Við munum ekki einskorða okkur við stórviðburði heldur m.a. greina frá fólki sem vinnur góð verk í misstórum fyrirtækjum víða í þjóðfélaginu. Hvað annars varðar sjálft framtak Agnes- ar þá má þó hrósa henni fyrir ágæta hugmynd. HALLDÓR KARL HÖGNASON VERKFRÆÐINGUR UMRÆÐAN SALA SÍMANS ,, Landsbyggðarstefna Það er alveg ljóst að með vaxandi lóða- skorti er verið að þrýsta fasteignaverði upp í enn hærri hæðir. R listinn hefur á móti sagt að við sjálfstæðismenn séum ekki samkvæmir sjálfum okkur með því að styðja ekki uppboð á lóðum. Það má vel vera að uppboð sé ágætis leið. Það er hins vegar ljóst að það fyrirkomulag sem borgin viðhefur, að takmarka mjög framboð af lóðum gerir það að verkum að verð fyrir mold og götur er fáránlega hátt! Ódýrasta Lambasels lóðin kostaði 3,5 miljónir króna og það í grónu hverfi. Til samanburðar er endurgjald fyrir ein- býlishúsa lóð hér á Akureyri um 2,2 milj- ónir gróft reiknað. Ég skora á menn að fara verulega að hugsa sinn gang enda fer það að borga sig verulega að koma sér fyrir utan Reykjavíkur. Bergur Þorri Benjamínsson á sus.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.