Fréttablaðið - 26.04.2005, Page 34

Fréttablaðið - 26.04.2005, Page 34
Chelsea þarf að bíða í fimm daga 22 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR > Við bjóðum ... ... handboltamarkvörðinn Guðmund Hrafnkelsson velkominn til Íslands á nýjan leik eftir sex ára dvöl á Ítalíu og í Þýskalandi. Guð- mundur, sem er kominn á fimmtugs- aldurinn gefur ekkert eftir og ætlar sér að spila með Aftur- eldingu næstu árin. sport@frettabladid.is > Við gleðjumst yfir því ... ... að körfuboltaþjálfarinn Friðrik Ingi Rúnarsson skuli vera kominn með starf á nýjan leik eftir eins árs hlé. Friðrik Ingi er einn af betri og reynslumeiri þjálfurum landsins og hvalreki á fjörur Grindvíkinga Heyrst hefur... ... að Arnar Geirsson mun taka við þjálfun kvennaliðs FH í handbolt- anum. Aðalsteinn Eyjólfsson, Kristján Halldórsson og Slavko Bambir, sem stýrði liðinu seinni hluta tímabilsins, voru einnig inni í myndinni en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins þá ákvað stjórn FH að ráða Arnar sem var aðstoðarmaður Árna Stefáns- sonar hjá karlaliðinu í vetur. Það vakti athygli að landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson lék ekki með enska 1. deildarliðinu Watford um helg- ina. Brynjar meiddist í upphitun og var því fjarri góðu gamni þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Sheffield United. Brynjar Björn sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að meiðslin væru ekki jafn alvarleg og fyrst var talið. „Ég stífnaði upp í náranum fyrir leikinn og gat því ekki spilað. Fyrst var haldið að ég hefði tognað í náranum sem hefði verið mjög slæmt en það var sem betur fer ekki raunin.Ef ég hefði tognað er líklegt að tímabilið hefði verið búið hjá mér,“ sagði Brynjar en Watford á tvo leiki eftir í deildinni. „Ég fór í læknisskoðun áðan og þá kom í ljós að þetta er stífleiki í kringum mjöðmina. Það leiðir líklega frá bakinu og þetta er svipað og ég lenti í fyrr í vetur,“ sagði Brynjar Björn. Hann sagðist vonast til að geta byrjað að æfa á föstudaginn og verða því klár fyrir leik Watford um helgina en liðið mætir hans gamla félagi Stoke. „Ef allt gengur að óskum þá verð ég byrjaður að æfa fyrir helgi og ætti því ná leikn- um gegn Stoke. Ég stefni að sjálfsögðu að því að ná þeim leik – það er alltaf gaman að spila gegn sínum gömlu fé- lögum,“ sagði Brynjar sem hefur átt frábært tímabil með Watford. Hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar og hefur sannað sig sem einn af bestu mönnum liðsins. Arsenal vann Tottenham 1-0 í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði forskot Chelsea á toppnum í 11 stig. Chelsea getur eftir sem áður tryggt sér titilinn gegn Bolton um næstu helgi. KNATTSPYRNUKAPPINN BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON: MEIDDIST Í UPPHITUN Í SÍÐASTA LEIK Klár í slaginn gegn Stoke um helgina FÓTBOLTI Spánverjinn Jose Antonio Reyes tryggði Arsenal 1-0 sigur í nágrannaslagnum gegn Totten- ham í ensku úrvalsdeildinni í gær og sá um leið til þess að Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea þurfa allavega að bíða fram á laugardag með að tryggja sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 50 ár. Reyes skoraði markið á 22. mínútu leiksins eftir góða sendingu landa síns Cesc Fabregas. Arsenal mátti ekki tapa stigum , því þá hefði titilinn verið Chelsea sem getur eftir sem áður tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri á Bolton en sá leikur fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.15. Arsenal fékk nóg af færum í leiknum, Patrick Vieira og Phil- ippe Senderos skölluðu báðir rétt framhjá og Edu skaut í stöngina. Tottenham fengu líka sín tæki- færi til þess að hjálpa Chelsea, Jens Lehmann varði vel frá Jermain Defoe og á lokamínútun- um munaði minnstu að skalli Robbie Keane jafnaði leikinn en Arsenal slapp með skrekkinn þótt Tottenham hafi ekki ógnað mikið mestan hluta leiksins. „Á meðan við eigum eitt pró- sent möguleika á að verja titilinn þá munum við berjast áfram. Það er okkar stolt sem hvetur okkur til þess að gera ávallt eins vel og við getum. Það gengur vel hjá okkur þessa dagana og við ætlum að reyna að halda því góða gengi áfram,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal eftir leik. „Við spil- uðum oft á tíðum mjög góðan bolta á móti góðu og vel skipu- lögðu liði. Jose var mjög líflegur, hann klikkaði á góðu færi í byrjun en eftir að hann skoraði var hann allt annar leikmaður og skapaði hættu allan tímann,“ bætti Wen- ger við. Þetta er í fyrsta sinn í 16 ár sem Arsenal vinnur báða leiki sína gegn nágrönnum sínum í Tottenham og með honum halda þeir titlinum sem enskir meistar- ar í að minnsta kosti fimm daga til viðbótar. Auk þess er Arsenal komið með fjögurra stiga forskot á Manchester United í baráttunni um 2. sætið. ■ Fyrir fólk með liðkvilla vegna slitgigtar eða yfirálags Fæst í apótekum Ágúst Jóhannsson: Þjálfar kvenna- lið Vals HANDBOLTI Ágúst Jóhannsson, sem þjálfað hefur karlalið Gróttu/KR í handboltanum undanfarin þrjú ár, hefur tekið við kvennaliði Vals. Ágúst skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í gærkvöld og tekur við af Guðríði Guðjónsdóttur en stjórn handknattleiksdeildar Vals ákvað að endurnýja ekki samninginn við hana á dögunum. Ágúst sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að honum litist vel á starfið enda væri fullt af ungum og efnilegum stelpum í Val sem hefðu mikinn metnað og væru tilbúnar til að leggja mikið á sig. ■ Undanúrslit meistaradeildar Evrópu í kvöld: AC Milan mun ekki vanmeta PSV í kvöld FÓTBOLTI. Carlo Ancelotti, knatt- spyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eind- hoven í undanúrslitum Meistara- deildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síð- ustu umferð. „Við höfum þegar náð því tak- marki að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu og höfum slegið út frábær lið eins og Manchester United og Inter á leið okkar þang- að, svo við erum nokkuð sáttir við leiktíðina,“ sagði Ancelotti í sam- tali við heimasíðu AC Milan, en liðið er einnig í harðri toppbaráttu í deildakeppninni heima fyrir. Margir leikmanna Milan virðast vera farnir að hugsa til úrslita- leiksins, en brasilíski varnarmað- urinn Cafú hefur varað sína menn harðlega við að vanmeta hol- lenska liðið, sem hefur náð frá- bærum árangri í vetur. „Við erum enn minnugir leikj- anna við Deportivo í fyrra, þar sem við féllum úr keppni eftir að vinna fyrri leikinn 4-1, svo að menn vita að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðinga sína í þess- ari keppni,“ sagði bakvörðurinn sterki sem segist vera orðinn lúinn eftir langt tímabil. -bb Heimir Örn Árnason er eftirsóttur leikmaður: Býst ekki við að vera áfram hjá Val HANDBOLTI Akureyringurinn Heim- ir Örn Árnason er eftirsóttur með eindæmum þessa dagana enda með lausan samning við Val og óhætt að segja að fáir leikmenn, ef einhverjir, í hans gæðaflokki séu á lausu hér á landi. Heimir sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn um það með hvaða félagi hann hygðist leika á næstu leiktíð. „Það eru mjög margir mögu- leikar í stöðunni fyrir mig enda hafa ófá félög haft samband á síð- ustu dögum. Ég veit ekki enn hvað ég ætla að gera en það er þó ljóst að ég mun ekki fara til KA enda er ég enn í námi hér í Reykjavík sem ég hyggst klára,“ sagði Heimir Örn við Fréttablaðið í gær en hann segist ekki vera mjög spenntur fyrir því að leika áfram með Val. „Mér finnst óspennandi dæmi að leika heimaleikina næsta vetur í Laugardalshöll. Það koma ekkert fleiri áhorfendur næsta vetur og þeir sem mæta munu týnast í Höllinni. Ég býst ekki við að vera áfram hjá Val en það er samt búið að vera mjög fínt hjá félaginu“ sagði Heimir Örn sem býst við að ganga frá sínum málum í vikunni. - hbg HEIMIR ÖRN ÁRNASON Leikur væntan- lega ekki áfram með Val á næstu leiktíð. SIGURMARKINU FAGNAÐ Jose Antonio Reyes tryggði Arsenal 1-0 sigur á Tottenham í gær með sínu 11. marki á tímabilinu. LEIKIR GÆRDAGSINS Enska úrvalsdeildin ARSENAL–TOTTENHAM 1–0 0–1 Jose Antonio Reyes (22.) STAÐA EFSTU LIÐA CHELSEA 34 26 7 1 65–13 85 ARSENAL 34 22 8 4 74–33 74 MAN. UTD 34 20 10 4 50–21 70 EVERTON 34 17 7 10 41–34 58 LIVERPOOL 35 16 6 13 48–36 54 BOLTON 35 15 9 11 45–39 54 MIDDLESB. 34 13 10 11 50–44 49 TOTTENH. 35 13 9 13 42–39 48 A. VILLA 35 12 11 12 42–43 47 MAN. CITY 35 11 12 12 42–37 45 CHARLTON 35 12 9 14 40–51 45 Sænska úrvalsdeildin Örgryte – Djurgården 2-2 0-1 Paulinho Guara (18.), 1-1 Sören Larsen (21.), 2-1 Johan Arneng, 2-2 Paul- inho Guara (65.). Helsingborg – Elfsborg 3-0 1-0 Christian Järdler (23.), 2-0 Andreas Granqvist (62.), 3-0 Erik Wahlstedt (82.). Kalmar FF – Häcken 2-0 1-0 Tobias Carlsson (35.), 2-0 Cesar Sant- in (80.). Malmö FF – Gefle 3-0 1-0 Jon-Inge Höiland (13.), 2-0 Niklas Skoog (37.), 3-0 Thomas Olsson (37.). STAÐA EFSTU LIÐA HELSINGSB. 3 3 0 0 7–1 9 KALMAR 3 2 1 0 3–0 7 MALMÖ 3 2 0 1 5–2 6 ASSYRISKA 3 1 1 1 4–2 4 HEURELHO GOMES Verður í sviðsljósinu í marki PSV í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.