Fréttablaðið - 26.04.2005, Side 40
■ ■ KVIKMYNDIR
20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
myndina El angel exterminator eða
Engill dauðans eftir Luis Bunuel,
sem hann gerði í Mexíkó 1962.
Myndin er með sænskum texta.
■ ■ TÓNLEIKAR
20.00 Söngsveitin Fílharmónía
flytur verkið Carmina Burana á vor-
tónleikum sínum í Langholtskirkju.
Flytjendur eru, auk Söngsveitarinnar
Fílharmóníu, þau Hallveig Rúnars-
dóttir sópran, Ólafur Kjartan Sig-
urðarson baríton og Þorgeir J.
Andrésson tenór, píanóleikararnir
Guðríður St. Sigurðardóttir og Sól-
veig Anna Jónsdóttir, sex slagverks-
leikarar og Drengjakór Kársnes-
skóla. Stjórnandi er Óliver Kentish.
■ ■ FUNDIR
12.00 Sagnfræðingafélag Íslands
boðar til fundar í Norræna húsinu
þar sem Gunnar Þór Bjarnason og
Stefán Á. Guðmundsson ræða um
tvær kvikmyndir sem sýndar hafa
verið á alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
inni í Reykjavík að undanförnu: Der
Untergang sem fjallar um síðustu
daga Hitlers og liðsmanna hans í
Berlín 1945 og Diarios de
motocicleta sem greinir frá ferðalagi
hins unga Ernestos „Che“ Guevara
og vinar hans um Suður-Ameríku
árið 1952.
■ ■ SAMKOMUR
21.00 Eyvindur P. Eiríksson, Þor-
steinn Antonsson, Þorgerður
Mattía Kristiansen, Þorsteinn frá
Hamri og Hörður Gunnarsson lesa
úr verkum sínum á 34. Skáldaspíru-
kvöldinu, sem haldið er á Kaffi
Reykjavík.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
Mikil stemmning ríkti í Lang-
holtskirkju á sunnudaginn þegar
Söngsveitin Fílharmonía flutti þar
verkið Carmina Burana eftir Carl
Orff. Einhver lét þau orð falla að
þak Langholtskirkju hefði nánast
verið í hættu á tímabili.
Með Söngsveitinni söng
Drengjakór Kársnesskóla ásamt
þremur einsöngvurum, tveimur
píanóleikurum og sex slagverks-
leikurum. Tónleikarnir verða end-
urteknir í kvöld.
Carl Orff samdi þetta fræga
verk árið 1936 við gömul ljóð eft-
ir farandsöngvara frá miðöldum.
Flest ljóðanna eru frá 12. öld að
talið er og fjalla um fallvaltleika
gæfunnar, ástir og örlög, drykkju,
daður og gleðskap.
Verkið vakti strax hrifningu
og óhætt er að fullyrða að Carm-
ina Burana sé eitt allra vin-
sælasta tónverk 20. aldar. Á tón-
leikunum verður verkið flutt í út-
setningu sem Carl Orff gerði
sjálfur fyrir tvö píanó og slag-
verk, kóra og einsöngvara. Í
nokkrum þáttum verksins er
kórnum skipt í kór og kammerkór
og einnig tekur drengjakór þátt í
flutningnum.
Söngsveitin Fílharmonía flutti
þetta verk hér á landi á sínum
fyrstu tónleikum árið 1960 í Þjóð-
leikhúsinu. Þá söng Þjóðleik-
húskórinn með henni. Næst flutti
Söngsveitin Carmina Burana árið
1975 og þá með Háskólakórnum.
Nú hefur kórinn endurnýjað
kynni sín við þetta magnaða kór-
verk og flytur það í tilefni af 45
ára afmæli sínu ásamt einsöngv-
urunum Hallveigu Rúnarsdóttur
sópran, Ólafi Kjartani Sigurðar-
syni baríton og Þorgeiri J. Andr-
éssyni tenór, píanóleikurunum
Guðríði St. Sigurðardóttur og Sól-
veigu Önnu Jónsdóttur, sex slag-
verksleikurum og Drengjakór
Kársnesskóla, sem æfði sinn hluta
undir stjórn Þórunnar Björnsdótt-
ur.
Stjórnandi á tónleikunum er
Óliver Kentish, sem stjórnað hef-
ur Söngsveitinni undanfarin tvö
starfsár.
Samtals eru söngvarar á tón-
leikunum á annað hundrað og þeg-
ar þeir leggja allt sitt til með
tveimur flyglum og hávaðasöm-
um slagverksleikurum tekur und-
ir í Langholtshverfinu. ■
28 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
EKKI MISSA AF…
... tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands á fimmtudaginn
þegar Fordæming Fásts eftir
Hector Berlioz verður flutt í fyrsta
sinn hér á landi. Fjórir einsöngv-
arar taka þátt í flutningnum og fer
þar fremstur í flokki sjálfur Krist-
inn Sigmundsson, sem fer með
hlutverk Mefistófelesar.
... Dínamíti, nýjasta verki leik-
skáldsins Birgis Sigurðssonar,
sem frumsýnt verður í Þjóðleik-
húsinu annað kvöld. Verkið fjallar
um heimspekinginn Nietzsche og
Elísabetu systur hans.
... fundi Sagnfræðingafélags
Íslands í Norræna húsinu í há-
deginu í dag, þar sem fjallað
verður um tvær kvikmyndir um
sagnfræðileg efni sem vöktu
mikla athygli á nýafstaðinni kvik-
myndahátíð.
Stoppleikhúsið hefur í vetur sýnt leik-
verkið Hrafnkels sögu Freysgoða, sem
eins og nafnið bendir til er byggt á sam-
nefndri Íslendingasögu.
Í kvöld er gestum og gangandi boðið að
sjá leiksýninguna sér að kostnaðarlausu
í Tjarnarbíói klukkan 20. Þetta er 60.
sýning Stoppleiksins á leikritinu og verð-
ur væntanlega jafnframt sú síðasta. Sýn-
ingarlengd er 45 mínútur.
Leikritið var frumsýnt 1. október síðast-
liðinn og hefur síðan verið á faraldsfæti
um landið þvert og endilangt. Leikhóp-
urinn hefur aðallega sýnt verkið í grunn-
og framhaldsskólum en lítið hefur verið
um almennar sýningar á verkinu.
Hrafnkels saga Freysgoða, gjarnan nefnd
Hrafnkatla, er í hópi þekktustu Íslendinga-
sagna. Þar segir frá rás atburða sem hefst á
því að Hrafnkell Freysgoði drepur Einar Þor-
bjarnarson smalamann fyrir þá sök að ríða
hestinum Freyfaxa í leyfisleysi.
Leikarar í sýningunni eru Eggert Kaaber og
Sigurþór Albert Heimisson, en höfundur leik-
gerðar og leikstjóri er Valgeir Skagfjörð.
Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson.
Kl. 20.00
Kvikmyndin El Angel Exterminator eða
Engill dauðans verður sýnd í Bæjarbíói í
Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafns Ís-
lands í kvöld. Myndina gerði Luis Bunu-
el í Mexíkó árið 1962 og telst hún vera
ein af hans bestu myndum.
menning@frettabladid.is
Öllum boðið í leikhús
SÖNGSVEITIN FÍLHARMONÍA Mikil stemmning var á fyrri tónleikum Söngsveitarinnar Fílharmoníu í Langholtskirkju á sunnudaginn.
Verkið Carmina Burana verður flutt aftur í kvöld.
!
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
23 24 25 26 27 28 29
Þriðjudagur
APRÍL
STÓRA SVIÐ
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ.
Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT,
Fö 6/5 kl 20 - AUKASÝNING,
Fö 20/5 kl 20 - AUKASÝNING,
Fö 27/5 kl 20 - AUKASÝNING,
Síðustu sýningar
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar
Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20
- Síðustu sýningar
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20, Lau 21/5 kl 20
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 1/5 kl 14 - UPPSELT Su 1/5 kl 17,
Fi 5/5 kl 14, Lau 7/5 kl 14, Su 8/5 kl 14,
Lau 14/5 kl 14
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
TERRORISMI
e. Presnyakov bræður
Fi 28/4 kl 20, Fi 5/5 kl 20, Fö 6/5 kl 20
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Fö 29/4 kl 20 - UPPS., Lau 30/4 kl 20 - UPPS.,
Su 1/5 kl 20, Mi 4/5 kl 20 - UPPS.,
Fi 5/5 kl 20 - UPPS., Fö 6/5 kl 20 - UPPS.,
Lau 7/6 kl 20 - UPPS., Su 8/5 kl 20 - UPPS.,
Fi 12/5 kl 20
SVIK
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA
Fi 28/4 kl 20 - Aukasýning
RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds.
Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS.
Lau 30/4 kl 20, Su 1/5 kl 20
AUGNABLIKIÐ FANGAÐ
DANSLEIKHÚSIÐ
fjögur tímabundin dansverk
Su 1/5 kl 19:09 Síðasta sýning
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
Börn 12 ára og yngri fá frítt í
Borgarleikhúsið í fylgd
fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudag
29. apríl kl. 20 - Frumsýning
1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn
8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
Ath. Aðgangur ókeypis
Apótekarinn eftir Haydn
Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar
Svo undir tekur í hverfinu