Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 67
■ ■ KVIKMYNDIR
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
hina umtöluðu mynd Sam Peckin-
pah, Straw Dogs eða Rakkarnir. Að-
alleikarar eru Dustin Hoffman og
Susan George.
■ ■ TÓNLEIKAR
14.00 Vortónleikar Tónlistarskóla
FÍH verða haldnir í Hátíðarsal skól-
ans að Rauðagerði 27.
14.00 Englakórinn heldur vortón-
leika í Ráðhúsi Reykjavíkur.
14.00 Stórsveit Nix Noltes, Krist-
inn H. Árnason gítarleikari, dansatriði
frá Ballettskóla Eddu Scheving,
Barnakór Háteigskirkju, Ellen Krist-
jánsdóttir, Guðbjörn Guðbjörnsson,
Örnólfur Kristjánsson, Helga Stein-
unn Torfadóttir, Sigrún Harðardóttir
og Douglas Brotchie organisti koma
fram á listadagskrá í Háteigskirkju í
tilefni fjársöfnunar fyrir nýju orgeli.
15.00 Hljómsveitirnar Gavin
Portland og Death Metal Supersqu-
ad spila í Gallerí Humar eða frægð,
Smekkleysu Plötubúð, Laugavegi 59.
16.00 Söngkonurnar Anna Þ. Haf-
berg og Oddný Sigurðardóttir, báðar
messósópran, ásamt Gunnari P. Sig-
marssyni bariton flytja í Borgarnes-
kirkju lög eftir Guðmund Óla Sigur-
geirsson, sem hann hefur samið við
ljóð eftir Finn Torfa Hjörleifsson.
17.00 Karlakór Akureyrar-Geysir
verður með tónleika í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði ásamt karlakórnum Þröstum.
17.00 Kvennakórinn Seljur heldur
sameiginlega tónleika í Seljakirkju
ásamt kvennakórnum Ljósbrá frá
Hellu. Kórstjóri Seljanna er Vilberg
Viggósson og undirleikari Katalin
Lörencoz, kórstjóri hjá Ljósbrá er
Eyrún Jónasdóttir og undirleikari
Arnhildur Valgarðsdóttir.
19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands
býður til rokktónlistarveislu í Há-
skólabíói með söngkonunum Zuzka
Mikova, Nikoleta Spalasova og
Gabina Urbankova. Stjórnandi er
Friedemann Riehle en Frantisek
Hönig leikur á trommur.
20.30 Karlakór Keflavíkur heldur
sína árlegu vortónleika í Ýdölum.
Einsöngvarar eru Steinn Erlingsson
bariton og Davíð Ólafsson bassi.
Undirleik annast Sigurður Marteins-
son á píanó, en stjórnandi er Guð-
laugur Viktorsson.
22.00 Petter Winnberg, bassaleik-
ari Hjálma, verður með reggítónleika
í Stúdentakjallaranum ásamt hljóm-
sveit sinni Rætur.
23.00 Haraldur Ingi, Indigo,
Groundfloor, Pétur Ben og Santi-
ago koma fram á Kántríhátíð á
Grand Rokk.
23.00 Hljómsveitin Jet Black Joe
verður með tónleika á veitingahús-
inu Gauki á Stöng. Hljómveitin Sign
hitar upp með alvöru rokki.
23.00 Hljómsveitni Mínus verður
með tónleika á Bar 11 við Laugaveg-
inn og vígir nýtt svið á staðnum, sem
hefur verið tekinn í gegn.
■ ■ OPNANIR
14.00 Sýningin Fyrirheitna landið
verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu.
19.00 Útskriftarsýning Listahá-
skóla Íslands verður opnuð í Lista-
safni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.
■ ■ SKEMMTANIR
23.00 Mannakorn verða með
dansleik á Kringlukránni.
Hljómsveitin Brimkló skemmtir á
Odd–vitanum á Akureyri.
Stórdansleikur með hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar verður í
Klúbbnum.
Atli skemmtanalögga og Áki pain á
Pravda.
Addi M. leikur ljúfa tónlist á Catalinu.
Dúettinn Acoustics verður á Ara í Ögri.
■ ■ FYRIRLESTRAR
11.00 Steinar Björgvinsson, garð-
yrkjufræðingur og fuglaáhugamaður,
verður með fræðslu í Grasagarði
Reykjavíkur. Hann mun ræða um
samspil fugla, skordýra og gróðurs
og segja frá því hvernig hægt er að
laða fugla að görðunum með réttu
plöntuvali.
LAUGARDAGUR 7. maí 2005 51
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
4 5 6 7 8 9 10
Laugardagur
MAÍ
Á ljóðsins vængjum.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Tónleikar í Viðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn
7. maí kl. 17:00. Flutt verða lög við ljóð Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi. Með kórnum syngja
óperusöngkonurnar Alda Ingibergsdóttir og Hulda Björk
Garðarsdóttir. Gestakór er Karlakórinn Þrestir Hafnarfirði.
Karlakór Akureyrar-Geysir
8. maí kl. 20 - 4. sýn
10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
Ath. Aðgangur ókeypis
Apótekarinn eftir Haydn
Óperustúdíó Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands
F Y N D I Ð • F E R S K T • F J Ö R U G T • F A R S A K E N N T
„Það er mikill uppgangur í Borgarleikhús-
inu þessa daga og sýningin á Héra Héra-
syni er dæmi um hve leikhópurinn í húsinu
mætir gríðarlega sterkur til leiks.“
Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið
„Brilljant leikhús!“
Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið
„Stefán Jónsson hefur, ásamt Berki Jónssyni
og hinum, í stuttu máli sagt, gert farsann
að listrænum viðburði. Geri aðrir betur.“
María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið
„Ég hef sjaldan séð Hönnu Maríu gera betur.“
María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið
„..sýningin var ekki bara skemmtileg og gletti-
lega sett saman heldur komst grafalvarlegur
boðskapur hennar mjög vel til skila.“
Elísabet Brekkan / DV
LÉTTBJÓR
■ ■ FUNDIR
14.00 Páll Skúlason, Ragnar
Hólm Ragnarsson, Sigríður Þor-
geirsdóttir og Vilhjálmur Árnason
eru frummælendur á málþingi um
franska heimspekinginn Jean Paul
Sartre, sem haldið er í Deiglunni á
Akureyri í tilefni þess að Sartre hefði
orðið hundrað ára í júní næstkom-
andi.
■ ■ SAMKOMUR
17.00 Tilfinningatorgið verður hald-
ið á Hressó. Ef veður leyfir verður það
haldið í garðinum og hægt að bera
tilfinningar á torg undir berum himni.
Allir sem gaman hafa af barna-
röddum syngja ættu að bregða sér
í Ráðhús Reykjavíkur seinni part-
inn í dag. Þar kemur fram Engla-
kórinn, sem er kór fyrir börn á
aldrinum þriggja til sex ára sem
söngkonan Natalia Chow stofnaði
fyrir tveimur árum.
Kórinn hefur æft einu sinni í
viku í allan vetur og eru þessir
tónleikar uppskeruhátíð vetrar-
ins. Börnin syngja fjölbreytt úr-
val laga frá ýmum löndum og láta
sig ekki muna um að syngja á
framandi tungum, svo sem þýsku,
frönsku og jafnvel kínversku.
Englakórinn kom fyrst fram
opinberlega í desember árið 2003.
Það var í Hafnarborg í Hafnar-
firði á skemmtun sem nefndist
Syngjandi jól. Í kórnum eru núna
um það bil 50 börn. Stjórnandi er
sem fyrr segir Natalia Chow en
undirleikari er Julian Hewlett.
Tónleikarnir í Ráðhúsi Reykjavík-
ur hefjast klukkan 17.
■ TÓNLEIKAR
ENGLAKÓRINN Börn á aldrinum þriggja til sex ára syngja í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Englaraddir
í Rá›húsi