Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 68
BÝFLUGU-
KJÓLL Þessi
er úr silki og
flaueli en
hannaður af
Chez Ninon.
Jackie klædd-
ist þessum
kjól í Hvíta
húsinu í
september
1961.
MÓÐUR VIKUNNAR
> MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN
Kjólasumar í bíger›
Þessi efnismikla og víða tíska sem nú ræður ríkjum er meira en lít-
ið heillandi og kærkomin hvíld frá níðþröngum pólíesterbuxum og
þröngum bolum. Þessir víðu tískustraumar eru líka æði fallegir svo
ekki sé meira sagt. Ég er algerlega komin með nóg af níðþröngum
bolum úr gerviefnum sem láta mestu mjónur líta út fyrir að vera
þykkholda. Það er nefnilega yfirleitt ekkert að vaxtarlaginu, það
eru fötin sem eru óklæðileg, ekki satt? Með þennan frasa að vopni
verður mun auðveldara að velja sér fatnað við hæfi og finna sinn
stíl. Það kemur einhvern tímann að þeim tímapunkti að konur fatta
þetta og finna út hvað klæðir þær best. Víðu pilsin og mussurnar
eru að sjálfsögðu misklæðileg en þá er málið að reyna að finna eitt-
hvað við hæfi. Ef viðkomandi er með þykk læri er alveg ógerning-
ur að láta skyrtuna enda þar sem lærin eru breiðust, jafnvel þótt
belti sé sett örlítið fyrir neðan mittislínu. Lykilatriði fyrir
því að indverskar mussur og flíkur í þeim dúr séu klæði-
legar er að þau séu úr þunnum efnum. Svo er alltaf gott
að fara eftir þeirri reglu að vera í aðsniðnu að neðan ef
efri parturinn er víður og öfugt. Það skapar hið full-
komna jafnvægi. Í sumartískunni ber mikið á litríkum
kjólum með brjáluðum mynstrum. Sumir eru rósótt-
ir en aðrir bera stór grafísk mynstur. Þessir kjólar
eru ferskir og flottir og ég held að ég geti alveg full-
yrt að við verðum að eiga einn slikan í fataskápn-
um. Það er líka svo gott að eiga svona flíkur sem
maður getur bæði verið í spari og hversdags. Við
hátíðleg tækifæri bætir maður við skarti og ein-
hverjum fylgihlutum ásamt dömulegum hælaskóm
en í vinnunni er maður nokkur vel settur í leður-
stígvélum við. Aðalkosturinn við þessa kjóla er þó
hvað þeir skapa litlar tískukrísur. Ekki þarf að
eyða óratíma í að finna topp við pilsið og þar af
leiðandi jakka sem passar við. Þú skellir þér bara
í kjólinn og svo ekki söguna meir. Málið er dautt.
Í versluninni Spútník er gott úrval af þessum
skemmtilegu kjólum en þá má líka finna í Kolaport-
inu, Kultur og Galleri Sautján. Hátískuhönnuðir á
borð við Paul Smith, Stellu McCartney og Moschino
sýndu þá í vorlínunni sinni. Þetta ætti því að vera
nokkuð skothelt.
52 7. maí 2005 LAUGARDAGUR
Jackie Kennedy Onassis (1929-1994) fyrrum forsetafrú Banda-ríkjanna, var einn af fyrstu
„trendsetterum“ í heiminum. Um leið
og eiginmaður hennar, John F. Kenn-
edy, tók við forsetaembætti Bandaríkj-
anna 1961 fór kastljósið að beinast að
henni. Í fyrstu vissi hún ekki hvernig
hún ætti að taka þessu en athyglin
vandist furðu fljótt og áður en hún
vissi af var hún farin að kunna vel við
sig í sviðsljósinu. Hún vissi líka hvern-
ig fjölmiðlarnir unnu því hún starfaði
sjálf sem ljósmyndari á dagblaði áður
en hún varð forsetafrú. Jackie var
mikill fagurkeri og það átti ekki bara
við um falleg föt heldur innanstokks-
muni og listaverk. Áhugi hennar á
fatnaði var ekki langsóttur því móðir
hennar hafði smekk fyrir vönduðum
og fínum fötum og afi hennar var
ávallt flottur í tauinu. Um leið og hún
varð forsetafrú lét hún senda eftir vini
sínum, Oleg Cassini, sem var ráðinn
sem hirðfatahönnuður Hvíta hússins.
Oleg var rússneskur gyðingur sem
alist hafði upp í Flórens á Ítalíu en
flutt til Bandaríkjanna 1936.
Jackie fannst hann ekki bara góð-
ur hönnuður heldur dáði hún evr-
ópskt fas hans. Hún gerði sér
grein fyrir að hún væri fyrir-
mynd bandarískra kvenna. Mari-
lyn Monroe, Grace Kelly og
Gene Tierney voru einnig miklir
aðdáendur hans. Cassini lagði
ríka áherslu á góð efni og flestir
kjólarnir sem hann hannaði á Jackie
voru úr 100% silki eða öðrum fínum
efnum. Hún kunni líka að meta hönn-
un Hubert de Givenchy og Chanel-
dragtir voru nánast einkennisbúning-
ur hennar. Hún var iðulega á penum
skóm með lágum hæl og í kápum í
björtum litum. Hún lagði mikið upp úr
því að fatnaður hennar væri vel snið-
inn og færi henni sem best. Fataskáp-
urinn var hugsaður í þaula og það kom
sjaldan eða aldrei fyrir að hún klædd-
ist á óviðeigandi hátt. Þegar fataskáp-
ur Jackie er skoðaður nánar kemur í
ljós að tískustraumar dagsins í dag
eru í hennar anda með öllum stuttu
jökkunum, kápunum og pilsunum. Í
dag er tískan poppaðri en flott er að
blanda jökkum í anda Jackie við galla-
buxur eða hippaleg pils. Hattarnir eru
það eina sem er á skjön við íslenska
götutísku, en það er líklega bara
vegna veðurfarsins á klakanum.
martamaria@frettabladid.is
Vestadýrð
Vesti eru eitt af því sem allar konur
verða að eiga í sumar. Þau eru ekki
bara smart heldur stjarnfræðilega
klæðileg. Þau fara vel við gallabuxur
og víðu þjóðernispilsin sem
eru svo áberandi núna. Fal-
legt er að vera í skyrtu innan
undir vestinu en þær geta
bæði verið hippalegar og
klassískar. Vestin eru þess
eðli að það er alger óþarfi
að eiga fleiri en eitt svo
framarlega sem þetta eina
er að gera góða hluti. Það
er líka lenska að allar flík-
ur verði að passa saman.
Núna er málið að brjóta
upp hefðina og passa sig
á því að vera ekki „of“
stíliseraður.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S
/
G
ET
TY
I
M
AG
ES
BLEIKUR kjóll
með indversku
þema. Kjóllinn er
úr silki og siffoni
og hannaður af
Givenchy árið
1963.
JACKIE KENNEDY var ein af fyrstu „trendsetturunum“ í Ameríku en stíll hennar breiddist yfir
heimsbyggðina á örstuttum tíma.
JACKIE klæddist þessari
bleiku kápu og var með
hattinn í stíl þegar hún
heimsótti Nýju-Delhí í Ind-
landi í mars 1962. Yfir-
höfnin er frá Oleg Cassini.
Þegar hún var gagnrýnd
fyrir að láta sjá sig í svona
dýrum fatnaði í þessu fá-
tæka landi bað hún
blaðafulltrúann sinn að
segja að fötin væru frá
flóamarkaði Ritz-hótelsins.
KÖFLÓTT DRAGT úr ullar-
efni úr smiðju Bob Bugn-
and. Jackie klæddist dragt-
inni á árunum 1959-60.
FORSETAFRÚIN
átti veglegt
hattasafn.GLÆSILEIKINN uppmálaður.
Svarti kjóllinn er hannaður af
Oleg Cassini en hún klæddist
honum í Vatíkaninu í mars 1962.
Kjólarnir
hennar Jackie
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N