Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 18
Lýðræði gölluð útflutningsvara? Það er óneitanlega töluverð þversögn fólgin í því að ríki sem ráða yfir tugþús- undum kjarnaodda skuli geta réttlætt stríð með tilvísun í ógn sem stafi af ríki sem ekki reyndist ráða yfir gereyðingar- vopnum af neinu tagi. Ekki er þó minni þversögn fólgin í hinu að þau ríki telji sig umkomin að breiða út lýðræði í heimin- um, sem búa við svo meingallað, rang- látt og ólýðræðislegt kosningakerfi að þingmeirihluti starfar ekki í umboði nema 20-30% kjósenda. [...] En heimsbyggðin situr áfram uppi með glæpamanninn Tony Blair sem forsætis- ráðherra í Bretlandi. Í skjóli 36,2% þeirra sem nenntu að kjósa í þingkosningum. Meira að segja Hitler hafði meiri stuðn- ing á bak við sig en þetta. Sverrir Jakobsson – murinn.is Frí í þágu hagkvæmni Séu frídagarnir fluttir næðist meiri sam- fella í vinnuvikunni og aukin hagkvæmni á vinnustöðum. Framleiðni og afköst ættu að aukast ásamt hagræði og skil- virkni í atvinnulífinu. Launþegar gætu einnig nýtt umrædda frídaga mun betur þar sem þeir væru þá hluti af helgarfríi. Breytt fyrirkomulag gæti því ýtt undir ferðalög, tómstundir og afþreyingu al- mennings ásamt því að auðga samveru- stundir fjölskyldunnar. Í raun má segja að hagsmunir launþega, atvinnulífs og fjölskyldna fari saman að þessu leyti. Ágúst Ólafur Ágústsson – agustolafur.is Áhugalausir lesendur Rót vandans, hvort tveggja bókmennt- anna og umfjöllunarinnar, gæti falist í settlegheitunum og hræðslunni við hið persónulega (sem skýrist að hluta til af nálægð og fólksfæð). Það er mikilvægt að stíga varlega til jarðar, veðja á örugg- an hest og mest um vert er að styggja ekki þá sem einhvern daginn gætu sjálf- ir sest í dómarastól og/eða kastað stein- um. Dragbíturinn gæti líka skýrst afÝ al- mennu áhuga- og hefðarleysi íslenskra lesenda eða af markleysi menningarum- ræðunnar. Kristrún Heiða Hauksdóttir – kistan.is 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Afhjúpar morðingja dóttur sinnar DAGBLAÐIÐ VÍSIR 97. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 Böddi bíður eftir Duran Hér & nú bls. 50 Bls. 32–33 Baksíða Sæta stelpan sem sigraði heiminnl i i i i MARTRÖÐIN Í VÖGGUNNI Mæður sem missabörnin sín án skýringa Ættleidd og ástfangin Loksins ólétt eftir að hafamisst tvær dætur Anna Gréta og Daníel Þór kynntust fyrir tilviljun ÁSTU ÁTAKASAGA Svívirt og hrintfram af svölum á Engihjalla Jón Ársæll fær nýtt hné Linda Pé Kasólétt og hlakkar tilað verða einstæð móðir Bls. 20–21 Bls. 34 Bls. 22–23 Um þetta leyti eru fimm ár síðan ÁslaugPerla, dóttir Gerðar Berndsen, var myrt íEngihjalla. Gerður hefur aldrei verið sáttvið dóminn yfir morðingja dóttursinnar og hefur aflað gagna semhún segir sýna fram á að ódæðis-maðurinn hafi svívirt ÁslauguPerlu og nauðgað henni áðuren hann myrti hana. Bls. 26–28 VÖGGUDAUÐIMæður segja sögu sína Ragnar Sverrisson kaupmaður í herrafataversluninni JMJ á Akur- eyri er maður vikunnar að þessu sinni. Hann hefur drifið áfram verkefnið Akureyri í öndvegi sem lýtur að eflingu miðbæjarins en í dag verða verðlaunatillögur um nýtt skipulag opinberaðar og kynntar. Ragnar er Akureyring- ur eins og þeir gerast mestir, hann fæddist í bænum og hefur búið þar alla sína tíð. Æskuheimili hans var í Ránargötunni og þar var líf og fjör enda systkinin átta. Í næstu húsum bjuggu líka miklir og litríkir fjörkálfar, Kennedy- bræðurnir, Samherja- frændurnir og fleiri. Þessi hópur fyllti Rán- argötuliðið sem svo var kalllað. Ragnar var þægt og ljúft barn og það kann að þykja einhverjum tíðindi að í æsku bar hann ljóst, hrokkið og mikið hár. Til marks um hve ljúfur hann var má nefna að eldri bræðrum hans varð stundum á að gleyma honum þegar þeir fóru út á tún í fótbolta. Sat hann hinn rólegasti í kerrunni sinni þegar móðir þeirra sendi þá eftir honum. Ragnar er kvæntur Guð- nýju Jónsdóttur og eiga þau fimm börn. Fjölskyldan er samheldin og hafa börnin flest unnið í verslun föður síns til lengri eða skemmri tíma. Það var reyndar tengda- faðir Ragnars, Jón M. Jóns- son, sem stofnaði og rak JMJ og réði tengdasoninn í vinnu. Ragnar hafði þá numið bókband og vann við þá iðn áður en Jón taldi sig geta brúkað piltinn í búð- inni. Síðar keypti Ragnar rekstur- inn. Hann hefur nú staðið vaktina í versluninni um árabil og er annál- aður fyrir góða þjónustulund. Honum er það hjartans mál að viðskiptavinirnir gangi ánægðir út frá honum enda veit hann sem er að ánægður viðskiptavinur kemur aftur. Fyrir vikið þykir hann feiknagóður kaupmaður en einum viðmælenda blaðsins varð þó að orði að söluhæfileikar Ragn- ars væru slíkir að það heyrði til undantekninga að menn færu tómhentir út úr búðinni. Lengst af einbeitti Ragnar sér að rekstri JMJ og hafði sig lítið í frammi á öðrum vettvangi. Fyrir nokkrum árum tók hann að sér formennsku í félagsskap kaup- manna á Akureyri og hefur staðið vörð um hagsmuni verslunar í bænum. Í þeim störfum sem öðr- um hefur dugnaður hans nýst vel en Ragnari fellur víst sjaldan verk úr hendi. Viðmælendum bar ekki saman um hvort rétt væri að segja Ragn- ar frekan. Á meðan sumir fullyrtu það vildu aðrir nota hófstemmd- ari lýsingar á borð við fylginn sér eða ákveðinn. Menn voru á hinn bóginn sammála um að Ragnar Sverrisson væri ofvirkur. Hann tók upp hollari lífshætti fyrir nokkrum árum og við það leyst- ist orka úr læðingi sem bætt- ist við þá sem fyrir var. Orkunni finnur hann svo farveg í störfum sínum í búðinni, fyrir Kaup- mannafélagið og í verk- efninu Akureyri í önd- vegi. Og eins og það sé ekki nóg gengur hann á fjöll til að tæma hugann og hlaða batteríin upp á nýtt. Ragnar er sagður afar hreinskiptinn í samskiptum við fólk og segir jafnan skoð- un sína umbúðalaust. Honum er vel kunnugt um þennan eiginleika, sem sumir telja kost en aðrir galla, og til að fyrir- byggja misskilning er hann gjarn á að taka fram að hann sé nú bara að segja sína skoðun og meini ekk- ert illt með orðum sínum. Það er völlur á Ragnari. Hann er jafnan flottur í tauinu og gengur gjarnan með barða- stóran hatt sem er annað tveggja einkennismerkja hans. Hitt er brosið. Ragn- ar er nefnilega oftast skælbrosandi og maður sem hefur unnið náið með honum segist helst halda að brosið sé fast á honum. Ragnar er ötull og ein- arður stuðningsmaður íþróttafélagsins Þórs og eins og gengur finnst Þórsurum það mikill kostur en stuðnings- mönnum KA finnst það ljóður á ráði hans. Hér í eina tíð hefðu ein- hverjir KA-menn sjálfsagt sneitt framhjá verslun hans enda rangt að eiga viðskipti við andstæðing en slíku er ekki til að dreifa í dag og ganga KA-menn jafnt sem Þórsarar í fötum frá JMJ. Og Ragnar lætur ekki duga að styðja við bakið á félaginu af áhorfendapöllunum, hann hefur styrkt það fjárhagslega og stend- ur til að mynda að árlegri sam- komu þar sem íþróttamaður Þórs er kjörinn. Skælbrosandi baráttujaxl MAÐUR VIKUNNAR RAGNAR SVERRISSON KAUPMAÐUR Í JMJ TE IK N IN G : H EL G I S IG . – H U G VE R K A. IS AF NETINU LEIÐRÉTTING Hinn 5. maí urðu þau leiðu mis- tök að Sigurjóns Sæmundssonar var getið í dálknum afmælis- börn dagsins. Sigurjón lést fyrir skemmstu. Aðstandendur hans og lesendur eru beðnir af- sökunar. Rangt var farið með nafn Hösk- uldar Jónssonar, forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.