Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 56
40 7. maí 2005 LAUGARDAGUR FH er eins og topplið í Danmörku F réttablaðið hitti Siim aðmáli eftir að FH-ingar höfðutryggt sér sigur í árlegum leik íslandsmeistara Íslands og Færeyja. Þar lagði FH lið HB 4-1 og tryggði sér þannig Atlantic-bik- arinn góða. Siim var að vonum ánægður með að hafa unnið sinn fyrsta bikar í treyju FH en vænti þess jafnframt að fleiri mundu hafa bæst við eftir sumarið. „Það er alltaf gaman að vinna titla, jafnvel þó að þeir fáist að- eins eftir einn leik,“ sagði Siim en bætti við að hann hefði búist við mun meiri mótspyrnu af hálfu færeysku meistaranna. Kom með kærustunni Siim kom til landsins ásamt kær- ustu sinni þann 1. mars síðastlið- inn og hefur hann að eigin sögn líkað dvölin í Hafnarfirðinum afar vel enn sem komið er. „Okkur hefur liðið mjög vel og nú er kærastan mín kominn með vinnu svo að þetta gæti ekki verið betra,“ segir hann. Siim segir að það hafi verið helst fyrir tilstilli framherjans knáa Allan Borgvardt sem hann komst í samband við FH, en þeir höfðu leikið saman um tíma hjá AGF í Danmörku, liðinu sem Helgi Sigurðsson spilar með um þessar mundir. Borgvardt vissi af Siim, sem var við það að verða samningslaus hjá félaginu sínu OB í dönsku úrvalsdeildinni, en þaðan var hann lánaður á síðustu leiktíð til Sønderjysk Elitesport í 1. dönsku deildinni. „Borgvardt sagði mér frá FH, Íslandi og fótboltanum í landinu og hann var mjög jákvæður yfir öllu saman. Hann skoraði á mig að koma og kíkja á ástæður, sem ég gerði. Og ég get ekki annað en sagt að það kom mér mjög á óvart hversu góður fótbolti og hversu góðir leikmenn eru hér. Hér í FH eru margir mjög frambærilegir knattspyrnumenn,“ segir Siim. Fyrrum unglingalandsliðsmaður Siim er tiltölulega þekktur leik- maður í Danmörku og til að mynda mun stærra nafn þar í landi en Allan Borgvardt og Tommy Nielsen voru nokkurn tímann. Hann var nokkuð eftir- sóttur í Danmörku og því kom það nokkuð á óvart að hann skyldi taka lið á Íslandi fram yfir allt annað. Siim hefur leikið þrjá leiki fyrir U-21 árs landslið Danmerk- ur auk þess sem hann hefur um- talsverða reynslu af Evrópu- keppninni. Hann segir þá stað- reynd að FH sé að keppa í for- keppni Meistaradeildar Evrópu hafa vegið þungt í ákvörðun sinni að koma til Íslands. „Liðinu gekk framar vonum í Evrópukeppninni í fyrra og vakti árangur FH athygli víða. Ég las til dæmis um liðið í dönsku blöðun- um. Það er mjög gott að liðið skuli reyna við Meistaradeildina í ár og Evrópukeppni hefur mikið að- dráttarafl fyrir alla leikmenn. Ef FH væri ekki á leið í hana hefði ég líklega ekki komið hingað, svo einfalt er það,“ segir Siim, sem þykir mjög fjölhæfur leikmaður. Honum líkar þó best við að spila á miðjunni. Hann getur spilað á báðum köntum og þá lék hann talsvert í stöðu hægri bakvarðar á sínum tíma hjá AGF. Í topp 6 í Danmörku Spurður um styrkleikamuninn á íslensku knattspyrnunni og þeirri dönsku segir Siim að samanburð- urinn sé eilítið flókinn þar sem knattspyrnan sem spiluð er í deildunum sé svo frábrugðin milli landa. „Það er svolítið erfitt að bera saman íslensku og dönsku deildina en danska deildin er ein- faldlega sterkari. En það eru nokkur lið hér sem gætu plummað sig vel í Danmörku og ég held að þetta FH-lið, ef það spilar eins og ég veit að það getur, myndi vera eitt af sex bestu liðunum í dönsku úrvalsdeildinni.“ Siim segist enn vera að venjast gervigrasinu sem er mest notað í undirbúningsleikjunum og því sé hann ekki í eins góðu formi og hann hefði viljað. „Ég er vanur því að spila á raunverulegu grasi í Danmörku en þetta er allt að koma. Ég er alltaf að geta hlaupið meira og meira með hverjum leik.“ Siim stefnir hátt í sumar og kveðst stefna ótrauður á að að- stoða FH við að verja íslands- meistaratitilinn. „Það var hin stóra ástæðan fyrir því að ég kom til FH. Liðið var það besta á Ís- landi í fyrra og við eigum alveg að geta verið það einnig í ár.“ vignir@frettabladid.is STERKUR LEIKMAÐUR Þeir eru ófáir sem spá þvi að Dennis Siim verði stjarnan í Landsbankadeildinni í sumar. Siim hefur leikið vel með FH á undirbúningstímabilinu og lofar verulega góðu. . KOMINN Í KRIKANN Siim líst vel á aðstæður í Krikanum. Lárus Jónsson stoppaði stutt við hjá KR: Samdi vi› Fjölni fyrir næsta tímabil KÖRFUBOLTI Leikstjórnandinn Lárus Jónsson, sem lék með KR í Inter- sportdeildinni í körfuknattleik í vetur, hefur gert samning við úr- valsdeildarlið Fjölnis og mun leika með liðinu á næsta keppnis- tímabili. Lárus skipti yfir í KR fyrir ári síðan og staldrar því stutt við í Vesturbænum. Lárus er uppalinn Hvergerðingur og lék með Hamri í fimm keppnistímabil áður en hann söðlaði um síðasta sumar og gekk til liðs við KR. Í vetur skor- aði hann 7,2 stig að meðaltali og gaf 6 stoðsendingar í leik. Þá hefur Skallagrímur fengið liðsstyrk í körfuboltanum en Axel Kárason, sem leikið hefur með Tindastóli, hefur ákveðið að leika með Borgnesingum næsta vetur. Axel var einn allra besti leikmað- ur Tindastóls í vetur og því er það mikill missir fyrir norðanmenn að missa Axel. Aftur á móti er það feiknalegur styrkur fyrir lið Skallagríms að fá Axel í sínar rað- ir. Skallagrímsmenn hafa einnig átt í viðræðum við þá Svavar Birgisson, leikmann Tindastóls, og Fannar Helgason, leikmann ÍR, og það er því ljóst að Borgnesing- ar ætla sér að mæta sterkir til leiks næsta vetur. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Sá erlendi leikma›ur sem hefur sta›i› sig hva› best á undirbúningstímabilinu og hefur alla bur›i til fless a› vera stjarnan í íslenska boltanum er hinn n‡i danski leikma›ur FH-inga, Dennis Siim. Hann kom til Íslands fyrir tveim mánu›um og líkar vel fla› sem hann hefur sé› hjá FH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.