Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 8
7. maí 2005 LAUGARDAGUR JARÐHITI Orkuveita Húsavíkur hef- ur ákveðið að leiða 95 gráðu heitt vatn úr borholu á Húsavíkurhöfða í pott sem komið verður fyrir við Sundlaug Húsavíkur. Veitustjóri segir vatnið hafa góða virkni gegn psoriasis-sjúkdómnum auk þess sem breyting á efnainnihaldi þess geti sagt til um yfirvofandi jarð- hræringar á Norðurlandi. Hreinn Hjartarson veitustjóri segir að holan hafi verið boruð 1960 og sé um 1.500 metra djúp. Átti hún að sjá Húsvíkingum fyr- ir heitu vatni en frá því var horf- ið þar sem of mikið salt var í vatninu. „Þetta er með elsta vatni sem fundist hefur á Íslandi og hefur klárlega sambærileg heilsuáhrif og vatnið í Bláa lón- inu,“ segir Hreinn. Vikulega eru tekin sýni úr vatninu og þau send til Stokk- hólms. „Með því að fylgjast með breytingum á efnainnihaldi vatnsins hafa sænskir sérfræð- ingar getað sagt til um yfirvof- andi jarðhræringar á Norður- landi. Á næstunni verður komið fyrir sjálfvirkum mælibúnaði sem efnagreinir vatnið og sendir niðurstöðuna í gegnum símalínu til Svíþjóðar,“ segir Hreinn. Kostnaður við að koma vatninu á sundlaugarsvæðið er um sex milljónir króna. -kk Samkeppni um byggingu Háskólatorgs: Fimm hópar keppa um hönnunina HÁSKÓLI ÍSLANDS Fimm fyrirtæki hafa verið valin til að keppa um hönnun og byggingu Háskóla- torgs Háskóla Íslands. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður torgið tekið í notkun í árslok 2007. Sérstakur kynningarfundur var haldinn með keppendum um hönnun og byggingu Háskóla- torgsins í hátíðasal Háskólans í gær. Þar fengu keppendur af- henta kröfu- og þarfalýsingu fyrir bygginguna. Hóparnir saman- standa allir af verktaka- og hönn- unarteymum. Keppendurnir hafa um fjóra mánuði til að vinna að frumtillögum um byggingu og skipulag en skilafrestur er til 31. ágúst. Í septemberlok verður tilkynnt hvaða tillaga verður fyrir valinu og áætlað er að hefja fram- kvæmdir næsta vor. Byggingar- kostnaður er áætlaður um 1.600 milljónir. Happdrætti Háskólans fjármagnar hluta framkvæmda en framlag Háskólasjóðs Eim- skips er um hálfur milljarður og skiptir sköpum um að gera fram- kvæmdina að veruleika. - oá AKRANES Fyrrverandi alþingismað- urinn Guðjón Guðmundsson, sem ráðinn hefur verið framkvæmda- stjóri dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, segist hafa sótt um stöð- una einfaldlega vegna þess að hann taldi sig uppfylla þær hæfn- iskröfur sem fram komu þegar staðan var auglýst. Hann þvertek- ur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjar- stjórnarminnihluta Sjálfstæðis- flokksins þegar hann lagði fram umsókn sína. Fram kom í auglýsingu að óskað væri eftir einstaklingi sem hefði þekkingu á stjórnsýslusviði, bókhaldsþekkingu og hæfni í mannlegum samskiptum auk þess að vera búsettur á svæðinu. Guðjón telur sig uppfylla þessar kröfur. Guðjón sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í tólf ár auk þess sem hann sat í bæjarstjórn Akraness samtals í jafn langan tíma þannig að ljóst er að hann hefur nokkra þekkingu og reynslu á stjórnsýslusviði. Eins hefur hann viðamikla reynslu af bókhaldi sem skrifstofustjóri Skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts. Það olli einnig nokkrum deil- um á sínum tíma þegar Ásmund- ur Ólafsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri dvalarheimilisins, var ráðinn en fljótlega fennti í þau spor og hefur hann þótt sinna starfi sínu vel. Guðjón á að taka við starfinu á allra næstu dögum. -oá SAMKEPPNI UM BYGGINGU HÁSKÓLATORGS HÓFST Í GÆR Kröfu- og þarfalýsing var afhent keppendum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A ÁB GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Ráðning hans sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hefur valdið nokkrum úlfaþyt. Heitt vatn á Húsavíkurhöfða: Töfravatn á sundlaugarsvæ›i› GAMLI UNDRAPOTTURINN Orkuveita Húsa- víkur setti upp gamalt ostakar við borhol- una fyrir rúmum áratug þar sem psoriasis- sjúklingar og aðrir hafa notið heita vatnsins. Sótti um án samrá›s Gu›jón Gu›mundsson segist uppfylla allar hæfniskröfur sem ger›ar voru til umsækjenda um starf framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höf›a.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.