Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 22
Íslandsvinirnir í Skandia Fleiri en Burðarás og KB banki virðast sjá tækifæri í sænska fjármálafyrirtækinu Skandia. Samkvæmt Dagens Industri hafa finnski bankinn Sambo, fjár- málamaðurinn Sven-Olof Johanssson og sjeik Mo- hammed Al-Amoudi verið að kaupa hluti í Skandia. Blaðið veltir fyrir sér hvað menn séu að spá í Skandia. KB banki og Burðarás neita því að sam- vinna sé á milli íslensku fyrirtækjanna í hluthafa- hópi Skandia og Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir að félagið sé undirverðlagt og það sé ástæða kaupa Burðaráss. Blaðið hefur það eftir sérfræðingum að líkur séu á því að þessi kaup leiði til hræringa og yfirtökutilrauna. Skolaðist til hjá Times Bresk blöð hafa almennt tekið gilda þá skýringu Derek Lovelock, forstjóra Mosaic, að höfuðástæða skráningar hér á landi sé sú að fyrirtækið verði stór fiskur í lítilli tjörn hér á landi, en myndi týnast á breska markaðnum. Times skrifaði þó í fyrstu frétt að Mosaic hefði snú- ið sér hingað til lands eftir að hafa fengið kuldalegar viðtökur á breska markaðnum. Að- standendur Mosaic segja að þarna hafi eitt- hvað skolast til hjá blaða- manni Times, sem var tjáð að möguleikar hefðu verið skoðaðir, en niðurstaða ráðgjafar hefði verið að ís- lenski markað- urinn hentaði betur fyrirtæki af þessari stærð. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.035 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 200 Velta: 947 milljónir -0,32% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Eignaverðsvísitala KB banka hefur hækkað um 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. Milli febr- úar og mars hækkaði hún um eitt prósent. Eignirnar sem heyra und- ir vísitölunni eru um þrjú þúsund milljarða virði. Vinnslustöðin hagnaðist um 459 milljónir króna á fyrsta árs- fjórðungi í ár samanborið við 271 milljón á sama tímabili í fyrra. Breska FTSE hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,34 prósent í gær. Í Þýskalandi hækkaði DAX um 0,27 prósent. Mikil hækkun var á verði hluta- bréfa í Japan í gær. Nikkei vísital- an, sem mælir gengi stærstu fé- laga í kauphöllinni í Tókýó, hækk- aði um 1,73 prósent. 22 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Vísitalan hefur lækkað fimm viðskiptadaga í röð. Sérfræðingar telja að um leiðréttingu á hlutabréfa- verði sé að ræða og líta frekar björtum augum á framhaldið. Uppgjörs- tölur gefi ekki tilefni til mikilla lækkana. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að gefa eftir á síðustu dögum eftir miklar hækkanir allt árið. Úr- valsvísitalan náði hámarki þann 27. apríl síðastliðinn þegar hún endaði í 4.137 stigum en við lok markaðarins í gær stóð hún í 4.035 stigum og hefur því lækkað samfellt síðustu fimm viðskiptadaga. Uppgjör átta félaga af fimmtán sem mynda úrvalsvísitölu Kaup- hallarinnar hafa verið birt. Þau hafa almennt verið á áætlun nema upp- gör Íslandsbanka, sem var langt undir væntingum markaðarins. Greiningardeild Landsbankans gekk svo langt að segja að uppgjör- ið hefði verið slakt. Uppgjör KB banka, Og fjarskipta og Straums voru í góðu samræmi við væntingar og árshlutatölur frá Bakkavör voru mjög góðar og hækkaði félagið mik- ið í kjölfar þeirra. Jafet Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar hf., telur að lækkanir síðustu daga skýrist að- allega af því að markaðurinn sé að leiðrétta sig eftir miklar hækkanir að undanförnu. Sjálf uppgjörin skýri ekki lækkanir síðustu daga. „Markaðurinn fór allt of bratt upp á við og því eru margir fjárfestar að leysa út hagnað eftir m i k l a r hækkanir.“ Einnig bend- ir hann á að krónan hafi veikst talsvert undanfarið og verið geti að veiking krónunnar beini fjárfestum í þá átt að selja hluta- bréf. Atli B. Guðmundsson hjá greiningu Íslandsbanka tekur í sama streng, að um leiðréttingu sé að ræða, enda séu flest uppgjörin í takt við spár. „Það eru engar ein- faldar skýringar fyrir lækkunum síðustu daga,“ segir Atli og bætir því við að lækkanirnar eigi sér stað í litlum viðskiptum. Bæði Atli og Jafet eru sammála um að undirliggjandi aðstæður séu góðar á hlutabréfamarkaðinum. Ís- landsbanki spáði því í byrjun apríl að úrvalsvísitalan myndi hækka um 25-30 prósent á árinu og samkvæmt því gæti hún átt inni allt að 10 pró- senta hækkun. „Við sjáum fram á að úrvalsvísitalan hækki áfram þótt það verði í mun minni mæli en oft áður,“ segir Atli. Jafet bendir á að ársfjórðungur- inn hafi farið vel af stað og horfur í atvinnumálum séu mjög góðar. Fréttir af KB banka og Bakkavör hafi verið jákvæðar og almennt standi markaðurinn vel. Honum líst vel á að erlendir aðilar sýni Kaup- höllinni áhuga: „Mér finnst mjög já- kvætt að Mosaic Group ætli sér inn á íslenska markaðinn og er ég nokk- uð viss um að fleiri erlend félög fylgi í kjölfarið,“ segir Jafet. eggert@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,20 +1,26% ... Atorka 6,00 - 0,99% ... Bakkavör 33,40 -1,76% ... Burðarás 13,80 – ... FL Group 14,30 – ... Flaga 5,25 – ... Íslandsbanki 13,40 -0,37% ... KB banki 535,00 - 0,37% ... Kögun 62,40 – ... Landsbankinn 16,20 -0,61% ... Marel 55,20 - 0,54% ... Og fjarskipti 4,14 -0,24% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,75 -0,84% ... Össur 81,00 +0,62% Nýherji 1,64% Actavis 1,26% Össur 0,62% Bakkavör -1,76% Jarðboranir -1,01% Atorka -0,99% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Síminn selur í Straumi Ætlaði aldrei að vera hluthafi. Síminn hefur selt 2,7 prósenta hlut í Straumi fjárfestingarbanka hf. og nam söluhagnaðurinn um 700 milljónum króna fyrir skatta. Söluhagnaðurinn er færður á fyrsta ársfjórðungi 2005 en hlut- urinn var seldur í lok mars. Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Símans, sagði ástæðu söl- unnar vera þá að aldrei hefði stað- ið til að Síminn ætti hlutabréf í Straumi. Þau hafi því verið seld um leið og gott tilboð barst. Brynjólfur segir Símann hafa átt hlut í tuttugu fyrirtækjum sem runnu inn í Íslenska hugbúnaðar- sjóðinn sem seinna sameinaðist Straumi og þannig varð Síminn hluthafi í Straumi. - dh Fengur b‡›ur í ríkisflugfélag Litháa Tap var á rekstri félags- ins í fyrra. Eignarhaldsfélagið Fengur hefur gert tilboð í litháíska flugfélagið Lithuanian Airlines, sem er alfar- ið í eigu litháíska ríkisins. Fengur er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Þrír lit- háískir fjárfestar gerðu tilboð í félagið auk Fengs. Pálmi er bjartsýnn á að tilboð Fengs verði ofarlega á lista í út- boðinu vegna þess að fyrirtækið eigi fyrir flugfélögin Sterling og Iceland Express og mikill áhugi sé fyrir nánara samstarfi við Skandinavíu. Velta Lithuanian Airlines á síð- asta ári var um fimm milljarðar króna og jókst hún um 10 prósent milli ára. Tap síðasta árs var um 200 milljónir króna en niður- færsla á eignum skýrir að hluta til tapið í fyrra. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði og afskriftir var um 60 milljónir. Lithuanian Airlines flutti rúmlega 400 þúsund farþega í fyrra og gerir félagið ráð fyrir 30 prósenta aukningu farþega á þessu ári. Pálmi gerir ráð fyrir að mikið sé hægt að spara í rekstri Lithu- anian Airlines og bendir á að starfsmenn félagsins séu um 700. - dh Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Fá›u meira me› Opel Söluver› 595.000 kr. og mi›ast vi› 100% bílasamning til 60 mána›a. Opel Astra á a›eins 11.975 kr. á mán* F yl g ir N‡ heilsársdekk N‡jar álfelgur 12.000 kr. bensínkort frá EGO A›eins6 bílar!Komdu núnaog fá›u meira! Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00 BRYNJÓLFUR BJARNASON FORSTJÓRI SÍMANS Síminn seldi í Straumi um leið og gott tilboð barst. VERÐBREYTINGAR Í ÚRVALSVÍSITÖL- UNNI ÁRIÐ 2005 Mánuður Verðbreyting Janúar +10,0% Febrúar +2,0% Mars +3,9% Apríl +4,9% Maí -1,8% Úrvalsvísitalan heldur áfram að lækka HLUTABRÉF LÆKKA Úrvalsvísitalan hefur gefið eftir í maí eftir samfellda hækkun frá áramótum. Talið er líklegt að fjárfestar séu að innleysa gengishagnað. Mat sérfræðinga er að aðstæður á markaðnum séu góðar og búast þeir við áframhaldandi hækkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.