Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 30
30 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Heilbrigðisyfirvöld í Kambódíu staðfestu í byrjun síðustu viku að tví- tug kona úr Kampot hér- aði sem dó á spítala í Ví- etnam 19. apríl hafi verið fjórða fuglaflensutilvikið í landinu sem lagðist á fólk. Konan var framhalds- skólanemi frá Kompong Trach umdæminu í Kampot, en þar kom einnig upp fyrsta fuglaflensusmitið í febrú- ar sl. Í sýnum úr konunni fannst fuglaflensuvírus af A/H5 stofni, en greining fór fram hjá Pasteur stofnuninni í Ho Chi Minh- borg í Víetnam. Starfsfólk á vegum hei lbrigðisráðuneyt is Kambódíu hefur haldið í þorpið þar sem konan stundaði nám, stundað rannsóknir og uppfrætt nemendur. Þá kannar landbúnaðarráðuneyti landsins umfang og orsak- ir alifugladauða í námunda við skólann. Fuglaflensuvírusinn er af A-stofni inflúensu- veirunnar og var fyrst greindur á Ítalíu fyrir meira en hundrað árum síðan, að því er fram kem- ur í gögnum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinn- ar. Talið er að allar tegund- ir fugla geti sýkst af fuglaflensu þó svo að næmi tegunda geti verið eitthvað misjafnt. Ein- kenni sýkingar í fuglum geta verið mismunandi eftir eðli hennar, allt frá vægum krankleika til bráðsmitandi og bráðdrepandi sjúkleika. Alvarlegustu tilvikin einkennast af því að þau ber brátt að, fuglarnir verða mjög veikir og deyja fljótlega. Þá getur dánar- tíðnin nálgast 100 prósent. Þekktir eru 15 undirflokkar af inflúensuvírusnum sem leggjast á fugla. Hingað til hafa alverleg tilvik sem upp hafa komið verið af völdum inflúensu af A- stofni, af undirflokkunum H5 og H7. Farfuglar meðal and- fugla, sér í lagi villtar end- ur, eru hið náttúrulega forðabúr inflúensuvírusa, en um leið sýna þessar teg- undir fugla mest viðnám við sýkingu. Kjúklingar og kalkúnar til manneldis hafa hins vegar reynst sérlega viðkvæmir fyrir faröldrum bráðdrepandi inflúensu. Vísindamenn hafa sér- stakar áhyggjur af undir- stofni flensunnar sem nefnist H5N1. Sá stökk- breytist hratt og hefur til- hneigingu til að innlima gen úr vírusum sem leggj- ast á aðrar dýrategundir. Stofninn getur smitast í fólk og verið banvænn. Fuglaflensufaraldurinn sem hófst um miðjan des- ember 2003 í Kóreu og hef- ur greinst víðar um Asíu er af H5N1 veirustofninum. Aukin útbreiðsla fuglaflensunnar ýtir undir að smit í fólk, eða aðrar dýrategundir, geti átt sér stað og þar með undir stökkbreytingu vírussins. Verði þannig til stofn sem smitast getur milli manna markar það upphaf nýs heimsfaraldurs inflúensu. - óká V erður komið í veg fyrirheimsfaraldur inflúensu?Nei, segja sérfræðingar og telja einn slíkan geta brostið á þá og þegar. Inflúensufræðingar eru þó sammála um að skipulögð ali- fuglaslátrun í Hong Kong árið 1997 þar sem upp kom fuglaflensa hafi ef til vill afstýrt slíkum far- aldri, að því er fram kemur í upp- lýsingum Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO). Þó svo að fuglaflensan sé hættuleg og fólk geti smitast af henni smitast hún ekki á milli manna. Mesta hættan liggur í að fuglaflensuveiran nái að breyta sér þannig að til verði nýr stofn sem svo geti geisað um heiminn. Heimsfaraldrar inflúensu hegða sér með öðrum hætti en sú flensa sem fólk á að venjast að komi hér upp á hverjum vetri, því ekki er hægt að segja til um hvenær ósköpin skella á, alheimsfaraldrar geta komið á hvaða árstíma sem er. Vegna þess að faraldurinn verður til eftir stökkbreytingu á flensuveiru ríkir mikil óvissa um hversu langan tíma tekur að búa til bóluefni við nýju flensunni. Þá gera nútímasamgönguhættir það að verkum að heimsfaraldurinn getur borist um heiminn með áður óþekktum hraða. Til marks um hversu alvarleg ógn nýr flensustofn er má nefna að inflúensufaraldurinn sem fór um heiminn árin 1918 til 1919 varð fleirum að bana en létust í fyrri heimsstyrjöldinnni, á milli 40 og 50 milljónum manna, sam- kvæmt upplýsingum Alþjóðaheil- b r i g ð i s m á l a s t o f n u n a r i n n a r (WHO). Faraldurinn er ýmist nefndur Spánarveikin eða spænska veikin og barst hingað til lands í október 1918. Á fyrsta hálfa mánuðinum eftir að veikin kom upp í Reykjavík er talið að tíu þúsund manns hafi smitast, en á þeim tíma bjuggu í bænum um fimmtán þúsund manns. Í Öldinni okkar er áætlað að yfir 300 manns hafi látist úr veikinni á landinu öllu og um 260 í Reykja- vík. Flensufaraldrinum árið 1918 hefur verið lýst sem skaðlegasta faraldri sem sögur fara af, en á einu ári dóu í heiminum fleiri af völdum Spánarveikinnar en á þeim fjórum árum sem Svarti dauði geisaði, 1347 til 1351. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin hefur í nokkur ár haft nokkrar áhyggjur af yfirvofandi heimsfaraldri og fylgst grannt með þróun mála á þeim svæðum þar sem fuglaflensa hefur komið upp. Til þess að fuglaflensuvírus- inn geti stökkbreyst í hættulegri útgáfu þarf hann að berast í svo- kallaðan millihýsil, en það gæti til dæmis verið svín, eða maður. Á fundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar í Genf 24. janúar síðastlið- inn voru öll aðildarríki stofnunar- innar hvött til þess að koma á og virkja viðbúnað vegna yfirvof- andi heimsfaraldurs. Viðbúnaður- inn á að miða að því að draga úr heilsutjóni og efnahagslegum og félagslegum afleiðingum farald- urs. Þá voru aðildarríkin hvött til að huga að framleiðslu inflúensu- bóluefnis og koma sér upp vara- birgðum inflúensulyfja. Hér á landi vinnur Landlæknis- embættið að endurskoðun á drög- um um viðbúnaðaráætlun við heimsfaraldri. Verið er að meta þá kosti sem fyrir hendi eru brjót- ist faraldur út og ekkert bóluefni sé tiltækt í upphafi. Áætlunin er unnin í samvinnu við Alþjóðaheil- brigðismálastofnunina, Evrópu- sambandið og Norðurlöndin. olikr@frettabladid.is Flensufaraldur óumflýjanlegur Heilbrig›isyfirvöld og stofnanir um heim allan búa sig undir yfirvofandi heimsfaraldur n‡s inflúensu- stofns. Sérstakt eftirlit er me› fuglaflensu í Asíu. Stofn hennar er flekktur fyrir a› stökkbreytast au›- veldlega en fla› myndi marka upphaf farsóttar. Síðasta mannslát af völdum fuglaflensu: Tvítug stúlka dó í Kambódíu FRÉTTAB LAÐ IÐ /H AR I KJÚKLINGAR Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru hænsnfuglar sérstaklega viðkvæmir fyrir ákveðnum hættulegum stofnum flensuveirunnar. Þessir stofnar geta smitast í fólk, en ógna ekki heimsbyggðinni allri nema þeir nái að stökkbreytast þannig að þeir smitist manna á milli. UPPSAFNAÐAR TÖLUR UM FÓLK SMITAÐ AF FUGLA- FLENSU AF A-STOFNI (H5N1) SÍÐAN Í JANÚARLOK 2004.* *HEIMILD: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, 2. maí 2005. **Dauðsföll eru talin með í fjölda til- vika. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur bara tilfelli staðfest á tilrauna- stofu. Land/svæði Fjöldi tilvika** Dauðsföll Kambódía 4 4 Taíland 17 12 Víet Nam 68 36 Alls: 89 52 SJÚKRABÚÐIR Í BANDARÍKJUNUM 1918 Þegar Spánarveikin geisaði í Banda- ríkjunum árið 1918 var sums staðar brugð- ist við með því að slá upp tjaldbúðum sem bráðabirgðasjúkrahúsi. Hætt er við að ámóta flensa sem upp kæmi nú myndi á skömmum tíma lama allt athafnalíf í fjölda landa um allan heim. Heimsfaraldur verður til 1. Fuglaflensan er viðvarandi í andfuglum. 2. Ákveðnir flensustofnar geta lagst þungt á hænur og kalkúna. 3. Hænsnfuglaafbrigðið getur borist í menn, eða önnur dýr á borð við svín og hesta. 4. Til getur orðið stökkbreytt útgáfa sem þá er nýr flensustofn sem getur smitast á milli manna og orðið að heimsfaraldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.