Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 36
4 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Aukin ökuréttindi Kynning á nýrri námskrá verður haldin þriðjudaginn 10. maí 2005 kl. 20.00 Ökuskólinn í Mjódd Sími 567-0300 Þarabakka 3 109 Reykjavík Netfang mjodd@bilprof.is www.bilprof.is Snúast ekki með dekkinu Það er hægur vandi að koma auglýsingum og merkingum fyrir á sérstökum hjólkoppum sem fara aldrei á hvolf. „Um leið og þú tekur af stað er hjólkoppurinn kyrr,“ segir Albert Albertson sem flytur inn sérstaka hjólkoppa sem snúast ekki með dekkinu þegar bíllinn er á ferð og eru alger nýjung hér á landi. „Kopparnir hafa aðallega auglýs- ingagildi þar sem hægt er að setja á þá sérmerktar filmur með hverju sem er, en ég er í sam- vinnu við auglýsingastofur sem sérhæfa sig í að merkja bíla,“ segir Albert. Hann segir þetta vera sniðugt fyrir fyrirtæki sem vilja ef til vill ekki setja merking- ar á bílinn sjálfan, eða sem hluti af heildarpakka þar sem allur bíll- inn er merktur í bak og fyrir og henti bæði venjulegum fólksbíl- um og stærri bílum. „Kopparnir eru frá 13 upp í 24 tommur og er mjög einfalt að festa þá í allar venjulegar felgur,“ segir Albert. Koppana segir hann vera vel festa í felgunum og þeir losni ekki auðveldlega. Margir spyrja sig eflaust hvernig kopparnir haldast kyrrir þrátt fyrir að bíllinn sé á ferð og segir Albert það vera sáraeinfalt. „Það er innri hringur í koppnum sem er kyrr, en neðst í hringum er þungt lóð sem heldur honum í sömu stöðu, þó að dekkið snúist,“ segir Albert. Þeir sem vilja forvitnast frek- ar um þessa sérstöku hjólkoppa geta kíkt á vefsíðuna www.kopp- ar.is. ■ Nýr jepplingur frá DaimlerChrysler BIFREIÐIN VERÐUR FRAMLEIDD Í ÞÝSKALANDI – EKKI BRASILÍU. DaimlerChrysler ætlar að framleiða nýja bifreið í verksmiðju í Bremen í Norður-Þýskalandi en það er liður í áætlun bílaframleiðandans um að stækka flotann. DaimlerChrysler er þýsk-amerískur framleiðandi og jafnframt sá fimmti stærsti í heiminum. Framleiðandinn hefur áhuga á að bæta jepplingi við bílaflota sinn og valið stóð á milli framleiðslustaða í Brasilíu og Þýska- landi. Framleiðandinn valdi Þýskaland til að sýna heiminum að landið væri góður staður fyrir bílaframleiðslu. Í verksmiðjunni í Bremen eru 13.700 starfsmenn en fyrirtækið getur ekki sagt til um hvenær framleiðsla á nýja jepplingnum hefst. Mercedes Benz er fram- leiddur hjá DaimlerChrysler í Þýskalandi. Albert Albertsson selur sniðuga hjólkoppa sem snúast ekki með dekkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.