Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 36

Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 36
4 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Aukin ökuréttindi Kynning á nýrri námskrá verður haldin þriðjudaginn 10. maí 2005 kl. 20.00 Ökuskólinn í Mjódd Sími 567-0300 Þarabakka 3 109 Reykjavík Netfang mjodd@bilprof.is www.bilprof.is Snúast ekki með dekkinu Það er hægur vandi að koma auglýsingum og merkingum fyrir á sérstökum hjólkoppum sem fara aldrei á hvolf. „Um leið og þú tekur af stað er hjólkoppurinn kyrr,“ segir Albert Albertson sem flytur inn sérstaka hjólkoppa sem snúast ekki með dekkinu þegar bíllinn er á ferð og eru alger nýjung hér á landi. „Kopparnir hafa aðallega auglýs- ingagildi þar sem hægt er að setja á þá sérmerktar filmur með hverju sem er, en ég er í sam- vinnu við auglýsingastofur sem sérhæfa sig í að merkja bíla,“ segir Albert. Hann segir þetta vera sniðugt fyrir fyrirtæki sem vilja ef til vill ekki setja merking- ar á bílinn sjálfan, eða sem hluti af heildarpakka þar sem allur bíll- inn er merktur í bak og fyrir og henti bæði venjulegum fólksbíl- um og stærri bílum. „Kopparnir eru frá 13 upp í 24 tommur og er mjög einfalt að festa þá í allar venjulegar felgur,“ segir Albert. Koppana segir hann vera vel festa í felgunum og þeir losni ekki auðveldlega. Margir spyrja sig eflaust hvernig kopparnir haldast kyrrir þrátt fyrir að bíllinn sé á ferð og segir Albert það vera sáraeinfalt. „Það er innri hringur í koppnum sem er kyrr, en neðst í hringum er þungt lóð sem heldur honum í sömu stöðu, þó að dekkið snúist,“ segir Albert. Þeir sem vilja forvitnast frek- ar um þessa sérstöku hjólkoppa geta kíkt á vefsíðuna www.kopp- ar.is. ■ Nýr jepplingur frá DaimlerChrysler BIFREIÐIN VERÐUR FRAMLEIDD Í ÞÝSKALANDI – EKKI BRASILÍU. DaimlerChrysler ætlar að framleiða nýja bifreið í verksmiðju í Bremen í Norður-Þýskalandi en það er liður í áætlun bílaframleiðandans um að stækka flotann. DaimlerChrysler er þýsk-amerískur framleiðandi og jafnframt sá fimmti stærsti í heiminum. Framleiðandinn hefur áhuga á að bæta jepplingi við bílaflota sinn og valið stóð á milli framleiðslustaða í Brasilíu og Þýska- landi. Framleiðandinn valdi Þýskaland til að sýna heiminum að landið væri góður staður fyrir bílaframleiðslu. Í verksmiðjunni í Bremen eru 13.700 starfsmenn en fyrirtækið getur ekki sagt til um hvenær framleiðsla á nýja jepplingnum hefst. Mercedes Benz er fram- leiddur hjá DaimlerChrysler í Þýskalandi. Albert Albertsson selur sniðuga hjólkoppa sem snúast ekki með dekkinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.