Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 10
7. maí 2005 LAUGARDAGUR Samfylkingin býður fram í Mosfellsbæ: Sí›asti G-listinn hverfur brátt SVEITARSTJÓRNARMÁL Ákveðið var á félagsfundi Samfylkingarinnar í vikunni að bjóða fram S-lista í bæjarstjórnarkosningunum eftir eitt ár. Þar með hverfur síðasti G- listinn í landinu bráðlega. Lögð var fram tillaga á aðal- fundi Samfylkingarfélagsins í mars um að Samfylkingin byði fram sérstakan S-lista í kosning- unum og var þeirri tillögu vísað til félagsfundar. Það var gert og tillagan samþykkt einróma. Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar fyrir G-listann. Hann segir að á bak við G-listann hafi verið bæj- armálafélagið Mosfellingur, sam- starfsvettvangur Samfylkingar- innar og Vinstri grænna, og verð- ur sá listi þá ekki boðinn fram aftur, að minnsta kosti ekki með Samfylkingunni innanborðs. Jónas ætlar að gefa kost á sér til að leiða S-listann næsta vor. Hann segir að ekki hafi verið neinn málefnaágreiningur milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og Samfylkingin sjái fyrir sér að menn geti starfað saman að bæjarmálum þó að í öðru formi sé. - ghs SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þeim er að einhverju leyti vorkunn vegna þeirrar þenslu sem hér hefur verið en það átti ekki að koma þeim á óvart,“ segir Magni Krist- jánsson, sem sæti á í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur minnihlut- inn í bæjarstjórn sat hjá við af- greiðslu ársreiknings í vikunni vegna þess sem Magni kallar óráðsíu og blekkingarleik. Auk Magna sat hjá Hallfríður Bjarnadóttir, einnig frá Sjálf- stæðisflokknum, og Ásmundur Páll Hjaltason frá Biðlistanum. Segir Magni að ársreikningurinn líti bærilega út enn eitt árið en ástæða þess sé einfaldlega sú að framkvæmdir sitji á hakanum og frestað sé mánuðum saman að ráða í lausar stöður innan bæjar- félagsins. „Það segir sig sjálft að spara má mikla fjármuni með því að skjóta slíku á frest og það hefur meirihlutinn gert ítrekað. Hér má segja að fjölmargar framkvæmdir sem staðið hafa fyrir dyrum og beðið er eftir sé slegið á frest sem veldur því að verktakar og húsbyggjendur geta ekki hafist handa á réttum tíma. Það er mikið kvartað út af því, sem er afar bagalegt hjá sveitarfélagi þar sem vitað hefur verið í langan tíma að með stór- iðju yrði fyrirsjáanlegur mikill uppgangur. Ýmis verk sem skipu- leggja mátti með góðum fyrir- vara sitja föst vegna skipulags- leysis bæjarstjórnar.“ Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar, segir eðlilegt að áætlanir taki breytingum og það gildi einnig um Fjarðabyggð. „Fram- kvæmdaáætlanir eru eðlilega endurskoðaðar með jöfnu millibili með tilliti til fjárhagsáætlana. Þess utan getur forgangsröðun verkefna tekið ófyrirséðum breytingum og oft á tíðum ætla menn sér meira en minna í sínum áætlunum. Þetta á við um flestöll sveitarfélög og er ekkert sem á að koma bæjarfulltrúum á óvart og því botna ég ekki í bókunum á borð við þá sem minnihlutinn lét frá sér fara. Slík bókun gefur það í skyn að bæjarfulltrúar hafi eitt- hvað með það að gera hvernig árs- reikningur er gerður. Slíkur reikningur er gerður af löggiltum endurskoðendum eftir reiknings- skilavenjum og þeir leggja þar starfsheiður sinn að veði. Slík bókun dæmir sig sjálf.“ albert@frettabladid.is Krabbameinsvaldandi litarefni fundust í Old El Paso kryddum: Komi› í veg fyrir dreifingu NEYTENDUR Komið var í veg fyrir dreifingu matvæla hér eftir að í ljós kom að þær innihéldu krabba- meinsvaldandi litarefni sem eru stranglega bönnuð. Um er að ræða krydd sem fylgdu með svokölluðum „dinner kits“ sem hafa verið seld hérlend- is undir vörumerkinu Old El Paso. Nathan & Olsen flutti talsvert magn vörunnar hingað en viðvör- un kom frá Bandaríkjunum í tæka tíð og fóru því engar vörur í versl- anir hérlendis að sögn Herdísar Guðjónsdóttur hjá Umhverfis- stofnun sem er eftirlitsaðili með þessum málum hérlendis. Aðeins er um ákveðnar framleiðsluein- ingar að ræða og er fengin full vissa fyrir að þær Old El Paso vörur sem hér eru seldar inni- halda ekki bönnuð efni. Litarefnið sem um ræðir kallast Para Red og er keimlíkt svoköll- uðu Sudan 1 litarefni en rannsókn- ir hafa sýnt að bæði litarefnin eru krabbameinsvaldandi og eru bönn- uð í flestum löndum. - aöe HÆTTA Á FERÐ Litarefni sem talið er krabbameinsvaldandi hefur fundist erlendis í vörum sem seldar eru hér. Aðvörun barst þó í tæka tíð. Tekið skal fram að myndin tengist ekki efni greinarinnar. Meirihlutinn saka›ur um órá›síu og blekkingar Skipulagsleysi meirihluta bæjarstjórnar Fjar›abygg›ar veldur flví a› fram- kvæmdir sitja á hakanum svo mánu›um skiptir í a›draganda mesta uppgangs- tímabils í héra›inu, a› mati minnihlutans í bæjarstjórn. REYÐARFJÖRÐUR Fjölmörg brýn verkefni stranda að mati minnihlutans á skipulagsleysi meirihlutans í Fjarðabyggð og kvartanir verktaka og húsbyggjenda eru algengar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M JÓNAS SIGURÐSSON Bæjarfulltrúi G-listans í Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.