Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 66
Í dag verður opnuð á Kjarvalsstöð- um útskriftarsýning Listaháskóla Íslands. Þar sýna nærri sjötíu nemendur skólans verk sín og eru þeir bæði úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild. Á sýningunni úir og grúir af fjölskrúðugum verkum úr smiðju nemenda skólans. Þar á meðal er ljósakróna án rafmagns, málverk með hljóði, nýjar harðfiskumbúð- ir, draugur í diktafóni, þungarokk frá Mugison, bangsar sem lækna heimþrá og myrkfælni, almenn- ingsbókasafn og heilsugæslustöð á Landakotstúni, sjálfsmyndir, fatahönnun, manngerð fuglshljóð, bókverk, stólar, byggðarmerki fyrir hverfi í Reykjavík, mosa- sæng og listaverk úr sykri, osti og vaxi. Í austursal Kjarvalsstaða má til dæmis sjá torkennilegar beina- grindur á gólfinu. „Ég er bara að leika mér með manna- og dýrabein, setja saman einhvers konar skrímsli og gefa fólki kost á að virkja ímyndunar- aflið,“ segir Harpa Rún Ólafsdótt- ir, höfundur þessa verks. Hún er einn af 26 myndlistarnemum sem eiga verk á sýningunni. Til sérstakra tíðinda telst að á meðal þeirra sem eiga verk á sýn- ingunni eru sjö nemendur í arki- tektúr, sem eru að útskrifast nú í vor. Þetta er í fyrsta sinn sem hér á landi eru útskrifaðir nemendur með prófgráðu í arkitektúr. „Þetta var búið að blunda lengi í manni,“ segir Þóra Kjarval, einn af arkitektúrnemendunum. Þegar svo tækifærið opnaðist og boðið var upp á arkitektúrnám hér á landi sló hún til og nú, þremur árum síðar, er hún að útskrifast með BA-gráðu. Hún og stallsystur hennar segja mikilvægt að geta lært byggingarlist hér á landi. „Kosturinn er sá að við kynn- umst bransanum hér á landi,“ segja þær, en bæta við að það sé ekki síður mikilvægt að geta tekið hluta af náminu erlendis. Enn sem komið er þurfa nem- endur að halda út fyrir landstein- ana til þess að sækja sér meist- aranám í arkitektúr. 50 7. maí 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ... sýningu Daða Guðbjörns- sonar í Grafíksafni Íslands, sem er til húsa í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Gengið er inn hafnar- megin. Sýningunni lýkur um helg- ina. ... sýningu Birtu Guðjónsdótt- ur í galleríinu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Þetta er síðasta sýningarhelgin. ... sýningum á leikritinu Svik eftir Harold Pinter í Borgarleik- húsinu. Elísabet Jökuls- dóttir tekur á móti gestum á Tilfinn- ingatorginu, sem verður haldið á Hressó í dag milli klukkan 14 og 17. Ef veður leyfir verður það haldið í garðinum og þá verður hægt að bera tilfinn- ingar á torg undir berum himni. Að þessu sinni verða óvenjuleg- ar uppá- komur á Tilfinningatorginu, því að nýrri sýn og nýjum skilningi verður brugðið á tilfinningar í fyrirlestri Sigurðar Bárðarsonar avatarmeistara, sem talar um það hvernig við sköpum tilfinn- ingar okkar og hvernig viðhorf okkar eru upp- spretta tilfinninga. Einnig ætlar Steinunn Helgadóttir myndlistar- maður að selja tilfinningar, og verða allar til- finningar til sölu. Steinunn býður meðal ann- ars upp á hreinar tilfinningar, en þær eru dýr- ari en aðrar tilfinningar og seldar sér. Fólk er hvatt til að mæta, til að tala og hlusta, stutt eða lengi, í gamni eða alvöru, og gæða sér á ljúffengum veitingum á Hressó og upplifa vor- stemmninguna í miðbænum. Þennan dag er langur laugardagur, þá getur verið upplagt að versla og bera svo á torgið allar þær tilfinning- ar sem fylgja því. Kl. 14.00 Málþing um franska heimspekinginn Jean Paul Sartre, einn helsta frumkvöðul tilvistarstefnunnar, verður haldið í Deigl- unni á Akureyri. Sartre hefði orðið hund- rað ára þann 21. júní næstkomandi. Frummælendur á málþinginu verða Páll Skúlason, Ragnar Hólm, Sigríður Þor- geirsdóttir og Vilhjálmur Árnason. menning@frettabladid.is Fjölskrúðug útskriftarsýning ! STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Síðustu sýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Í kvöld 7/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20 - Síðustu sýningar KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Í dag kl 14 - UPPS. Su 8/5 kl 14 - Lau 14/5 kl 14 - UPPS. Su 22/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 4/6 kl 14 Su 5/6 kl 14, Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17 Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 PURPURI - TÓNLEIKAR FABULU Margrét Kristín Sigurðardóttir Fi 12/5 kl. 21:00 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fi 12/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20, Su 8/5 kl 20 - UPPS. Fi 12/5 kl 20 - UPPS., Fö 13/5 kl 20 - UPPS., Lau 14/5 kl 20 - UPPS. Fi 19/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Fi 12/5 kl 20 - Aukasýning RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. Í kvöld kl 20, Fö 13/5 kl 20, Lau 14/5 kl 20 - Síðustu sýningar Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Tenórinn ALLRA SÍÐASTA SÝNING Laugardaginn 7. maí kl. 20.00 Tilfinningar til sölu ■ SÝNINGAROPNUN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ÚTSKRIFAST ÚR ARKITEKTÚR Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Anna Sóley Þorsteinsdóttir, Ragnhildur Kristjánsdóttir og Þóra Kjarval. HARPA RÚN ÓLAFSDÓTTIR Leikur sér að beinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.