Fréttablaðið - 07.05.2005, Síða 66

Fréttablaðið - 07.05.2005, Síða 66
Í dag verður opnuð á Kjarvalsstöð- um útskriftarsýning Listaháskóla Íslands. Þar sýna nærri sjötíu nemendur skólans verk sín og eru þeir bæði úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild. Á sýningunni úir og grúir af fjölskrúðugum verkum úr smiðju nemenda skólans. Þar á meðal er ljósakróna án rafmagns, málverk með hljóði, nýjar harðfiskumbúð- ir, draugur í diktafóni, þungarokk frá Mugison, bangsar sem lækna heimþrá og myrkfælni, almenn- ingsbókasafn og heilsugæslustöð á Landakotstúni, sjálfsmyndir, fatahönnun, manngerð fuglshljóð, bókverk, stólar, byggðarmerki fyrir hverfi í Reykjavík, mosa- sæng og listaverk úr sykri, osti og vaxi. Í austursal Kjarvalsstaða má til dæmis sjá torkennilegar beina- grindur á gólfinu. „Ég er bara að leika mér með manna- og dýrabein, setja saman einhvers konar skrímsli og gefa fólki kost á að virkja ímyndunar- aflið,“ segir Harpa Rún Ólafsdótt- ir, höfundur þessa verks. Hún er einn af 26 myndlistarnemum sem eiga verk á sýningunni. Til sérstakra tíðinda telst að á meðal þeirra sem eiga verk á sýn- ingunni eru sjö nemendur í arki- tektúr, sem eru að útskrifast nú í vor. Þetta er í fyrsta sinn sem hér á landi eru útskrifaðir nemendur með prófgráðu í arkitektúr. „Þetta var búið að blunda lengi í manni,“ segir Þóra Kjarval, einn af arkitektúrnemendunum. Þegar svo tækifærið opnaðist og boðið var upp á arkitektúrnám hér á landi sló hún til og nú, þremur árum síðar, er hún að útskrifast með BA-gráðu. Hún og stallsystur hennar segja mikilvægt að geta lært byggingarlist hér á landi. „Kosturinn er sá að við kynn- umst bransanum hér á landi,“ segja þær, en bæta við að það sé ekki síður mikilvægt að geta tekið hluta af náminu erlendis. Enn sem komið er þurfa nem- endur að halda út fyrir landstein- ana til þess að sækja sér meist- aranám í arkitektúr. 50 7. maí 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ... sýningu Daða Guðbjörns- sonar í Grafíksafni Íslands, sem er til húsa í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Gengið er inn hafnar- megin. Sýningunni lýkur um helg- ina. ... sýningu Birtu Guðjónsdótt- ur í galleríinu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Þetta er síðasta sýningarhelgin. ... sýningum á leikritinu Svik eftir Harold Pinter í Borgarleik- húsinu. Elísabet Jökuls- dóttir tekur á móti gestum á Tilfinn- ingatorginu, sem verður haldið á Hressó í dag milli klukkan 14 og 17. Ef veður leyfir verður það haldið í garðinum og þá verður hægt að bera tilfinn- ingar á torg undir berum himni. Að þessu sinni verða óvenjuleg- ar uppá- komur á Tilfinningatorginu, því að nýrri sýn og nýjum skilningi verður brugðið á tilfinningar í fyrirlestri Sigurðar Bárðarsonar avatarmeistara, sem talar um það hvernig við sköpum tilfinn- ingar okkar og hvernig viðhorf okkar eru upp- spretta tilfinninga. Einnig ætlar Steinunn Helgadóttir myndlistar- maður að selja tilfinningar, og verða allar til- finningar til sölu. Steinunn býður meðal ann- ars upp á hreinar tilfinningar, en þær eru dýr- ari en aðrar tilfinningar og seldar sér. Fólk er hvatt til að mæta, til að tala og hlusta, stutt eða lengi, í gamni eða alvöru, og gæða sér á ljúffengum veitingum á Hressó og upplifa vor- stemmninguna í miðbænum. Þennan dag er langur laugardagur, þá getur verið upplagt að versla og bera svo á torgið allar þær tilfinning- ar sem fylgja því. Kl. 14.00 Málþing um franska heimspekinginn Jean Paul Sartre, einn helsta frumkvöðul tilvistarstefnunnar, verður haldið í Deigl- unni á Akureyri. Sartre hefði orðið hund- rað ára þann 21. júní næstkomandi. Frummælendur á málþinginu verða Páll Skúlason, Ragnar Hólm, Sigríður Þor- geirsdóttir og Vilhjálmur Árnason. menning@frettabladid.is Fjölskrúðug útskriftarsýning ! STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Síðustu sýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Í kvöld 7/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20 - Síðustu sýningar KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Í dag kl 14 - UPPS. Su 8/5 kl 14 - Lau 14/5 kl 14 - UPPS. Su 22/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 4/6 kl 14 Su 5/6 kl 14, Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17 Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 PURPURI - TÓNLEIKAR FABULU Margrét Kristín Sigurðardóttir Fi 12/5 kl. 21:00 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fi 12/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20, Su 8/5 kl 20 - UPPS. Fi 12/5 kl 20 - UPPS., Fö 13/5 kl 20 - UPPS., Lau 14/5 kl 20 - UPPS. Fi 19/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Fi 12/5 kl 20 - Aukasýning RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. Í kvöld kl 20, Fö 13/5 kl 20, Lau 14/5 kl 20 - Síðustu sýningar Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Tenórinn ALLRA SÍÐASTA SÝNING Laugardaginn 7. maí kl. 20.00 Tilfinningar til sölu ■ SÝNINGAROPNUN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ÚTSKRIFAST ÚR ARKITEKTÚR Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Anna Sóley Þorsteinsdóttir, Ragnhildur Kristjánsdóttir og Þóra Kjarval. HARPA RÚN ÓLAFSDÓTTIR Leikur sér að beinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.