Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 52
Oft er sagt að eiturlyfinverði til í fjarlægum lönd-um Suður-Ameríku og Mið- Asíu. Ekki þarf hins vegar að leita lengra út fyrir Evrópu en til Marokkó til þess að sjá heilu akrana af kannabisplöntum. Nyrst í Marokkó er hérað sem nefnist Ketama. Þar námu Márar land eftir að hafa verið hraktir frá Spáni. Síðan þá hefur ríkt í hérað- inu óstjórn, eða í það minnsta mik- ið frjálsræði, og er landið gjarnan kallað „bled el siba“ meðal heima- manna, eða land hina löglausu. Sá frasi er meira að segja þekktur meðal stjórnvalda, sem líta fram- hjá manndrápum og stórfelldri kannabisrækt í þessum hluta landsins. Árlega er hundruðum kílóa af hassi smyglað sjóleiðis yfir Gíbraltarsundið í hendur spænskra eiturlyfjasala. Á leið minni um Marokkó í vor, ásamt fjórum Íslendingum, heim- sótti ég hassbónda í þessu skugga- lega héraði og komst í hann krappan á heimili hassbaróns. Hassbændur og smyglarar Ferðinni var heitið frá bænum Nadur til Fez. Eftir klukkutíma strögl og prútt við leigubílsjórann, sem var umvafinn tuttugu samn- ingsráðgjöfum úr öllum stéttum, fengum við bílinn á þúsund dir- hama, sem gera um sjö þúsund krónur. Hæsta boð eins bílstjórans var tólf þúsund dirhamar. Á meðan við ókum þvers og kruss um fjallavegina í Rif-fjalla- garðinum í Ketama-héraði sögð- um við leigubílstjóranum að gaman gæti verið að heimsækja hassbúgarð. Á þessum slóðum þrífst ekki annar atvinnuvegur en kannabisrækt. Ef þú ert ekki hassbóndi ertu smyglari. Frekar einföld regla – og sú eina sem íbúar í héraðinu fara eftir. Stjórnvöld kippa sér ekki upp við að þar séu framin morð og eldur borinn að landi keppinautar- ins, eða öllu heldur ráða lítt við það. Þeir einu sem lögreglan ræðst gegn í þessu óstjórnar- héraði eru ferðamenn. Sagan segir að lögreglumenn fái skó- sveina sína til að lauma hassi inn á ferðamenn til þess eins að geta gripið þá glóðvolga skömmu síðar. Í stofu hassbaróns Við vorum komnir þangað til að skoða. Bílstjórinn ók inn í næsta smábæ og bíllinn var varla stopp þegar að honum sveif skuggaleg- ur náungi og spurði, eins og ekk- ert væri sjálfsagðara, hvort við værum að leita að hassi. Bílstjór- inn sagði honum frá erindi okkar og í kjölfarið bauð hann okkur að fylgja sér heim á bóndabæinn. Áður en ég náði að kinka kolli hafði hann troðið sér í framsætið – ofan á mig. Mustafa Sicilian, kallaður Sicili- an, hét þessi nýi ferðafélagi víst. Eftir að hafa ekið dágóða stund upp fjallaveg, ef veg skyldi kalla, staðnæmdumst við fyrir framan stærðar villu með enn stærri virkis- veggjum allt í kring. „Þetta er stað- urinn,“ sagði Sicilian stoltur, „þarna býr bróðir minn.“ Hann hleypti okk- 36 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Héra›i› Ketama í Marokkó er me› blómlegustu kannabisræktarsvæ›um heims. fiar ríkir stjórnleysi og svæ›i› raunar kalla› land hinna löglausu. Egill Bjarnason bla›ama›ur var á fer› um Ketama í vor og segir frá upplifun sinni. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 82 59 05 /2 00 5 Meindl Island Pro GTX Flokkun BC Heil tunga og vandaður frágangur Ótrúlega léttir! Þyngd 830 g (stærð 42) Gore Tex vatnsvörn MFS fóður lagar sig að fætinum MultigriffVibram veltisóli með fjöðrun Mjög góður stuðningur við ökklann Einnig fáanlegir í dömustærðum (gráir) Verð 22.990 kr. SCARPA Hekla Flokkun BC Dömuskórnir frábæru frá SCARPA Heil tunga, Goretex, Vibram veltisóli, góður stuðningur og þægindi Einnig til í herraútfærslu, Ladakh Verð 24.990 kr. Meindl 6.0 Mid GTX Flokkun AB Mjúkir og léttir Nubuk leður Gore Tex vatnsvörn Þyngd: 520 g (stærð 42) Einng til í dömuútfærslu Verð 15.990 kr. TNF Bruce Mid Flokkun A Ofurstrigaskór!! Súperléttir gönguskór í léttari notkun Nubuk leður og nylon Til í dömuútfærslu Verð 11.990 kr. Við skiptum skónum hjá okkur í flokka eftir því í hvaða notkun þeir eru hugsaðir. A: Fyrir auðvelda göngu og daglega notkun • AB: Fyrir göngu á slóðum og láglendi • B: Fyrir lengri göngur og bakpokaferðalög Me› hassbændum í landi hinna löglausu SIKILEYINGURINN ÁSAMT MÓÐUR SINNI Sikileyingurinn fékk nafnbótina eftir að hafa smyglað tveimur tonnum af marijúana frá Marokkó yfir til Sikileyjar. MYNDIN DÝRKEYPTA Myndin sem gerði hassbaróninn æfan af reiði og fékk hann til að halda því fram að við værum útsendarar lögreglunnar sem færu ekki leynt með hrifningu sína á fáguðum stíl hússins. UPPSKERAN SMÖKKUÐ Kunningi Sikileyingsins að hnoða hassmola sem hann síðan blandaði saman við sígarettutóbak. EGILL BJARNASON greinarhöfundur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E G IL L B JA R N AS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.