Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 60
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 4 5 6 7 8 9 10 Laugardagur MAÍ ■ ■ SJÓNVARP  10.50 Formúla 1 á Rúv.  10.55 Upphitun á Skjá einum.  11.25 Chelsea – Charlton á Sýn.  11.35 Chicago Bulls – Washington Wizards á Sýn.  13.30 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  14.00 Everton – Newcastle á Skjá einum.  14.20 Bikarmótið í fitness 2005 (konur) á Sýn.  14.50 Meistaradeildin í handbolta á Sýn. Barcelona gegn Ciudad Real.  15.50 Íslandsglíman á Rúv.  16.10 Íslandsmótið í handbolta á Rúv.  16.10 Man. Utd – W.B.A á Skjá einum.  17.05 World Supercross á Sýn.  18.00 US Champions Tour 2005 á Sýn.  19.00 Inside the US PGA Tour 2005 á Sýn.  19.50 Spænski boltinn á Sýn. Betis mætir Sevilla.  22.00 Meistaradeildin í handbolta á Sýn. Barcelona gegn Ciudad Real.  01.00 Hnefaleikar á Sýn. Meðal þeirra sem mætast eru JL Castillo og Diego Corrales. Valsstúlkur völtu›u yfir KR-inga 44 7. maí 2005 LAUGARDAGUR > Við vorkennum ... ... Hólmgeiri Einarssyni, formanni handknattleiksdeildar ÍR, sem hefur lagt mikið á sig til að byggja upp sigurlið en þarf síðan að horfa á eftir margra ára starfi nánast gufa upp á nokkrum vikum. Allt útlit er fyrir að ÍR-ingar muni missa sex lykilmenn úr herbúðum sínum. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... FH-ingum sem ætla að rífa upp handknattleiksstarfið hjá sér en handbolta- risinn í Hafnarfirði hefur legið í roti allt of lengi. FH-ingar munu veita Haukum verðuga keppni næsta vetur en á það hefur vantað verulega. Heyrst hefur... ... að handknattleikslið Þórs muni tilkynna um ráðningu Rúnars Sigtryggssonar sem þjálfara karlaliðs félagsins áður en langt um líður. Fjölmörg félög vildu fá Rúnar í sínar raðir en hann ku hafa ákveðið að fara heim til síns gamla félags. Ólafur Stefánsson stendur í ströngu um helgina er hann leikur til úrslita í Meist- aradeild Evrópu í handbolta með liði sínu Ciudad Real. Mætir það öðru spænsku liði, Barcelona, og lauk fyrri leik liðanna með eins marks sigri Madríd- inga. En hvort sem Ólafur stendur uppi sem Evrópumeistari um helgina eða ekki hefur hann áður lyft þessum titli, þá með þýska liðinu Mag- deburg, sem leikur reyndar til úrslita um helgina í Evrópukeppni félagsliða. Þá hefur bróðir Ólafs, Jón Arnór, gert það gott með rússneska liðinu Dynamo St. Pétursborg og fagnaði hann um daginn Evrópumeistaratitli með félag- inu. Ólafur sá nú ekki leikinn en árang- ur Jóns Arnórs hefur ekki framhjá hon- um í vetur. Þá er manni spurn hvort þriðji bróðirinn, Eggert, þurfi ekki að vinna sér inn Evrópumeistaratitil í þriðju íþróttinni, knattspyrnu. Hann leikur með Fram, sem þykir að vísu ekki stórt núm- er á evrópska vísu frekar en önnur ís- lensk félagslið. „Eggert þarf að komast að hjá stórliði í fótboltanum, það má ekki skilja hann svona út undan,“ segir Ólafur í samtali við Fréttablaðið. „Hann hefur áður verið við dyrastafinn en meiðsli hafa komið í veg fyrir að hann skrifi undir langtímasamning. Meiðsla- lausan tel ég hann vera einn besta fót- boltamann sem við eigum. Ef bakið er ekki að angra hann tel ég hann eiga fullt erindi í þessa gaura sem eru að spila hjá bestu félögunum – kannski ekki Eið Smára, en flesta aðra.“ Jón Arnór er greinilega sama sinnis en þegar hann var spurður á síðum Frétta- blaðsins fyrir skömmu hvor væri betri, hann eða Ólafur bróðir, svaraði hann um hæl: „Eggert er bestur“. Úrslitaleikur deildabikars kvenna reyndist vera leikur kattarins a› músinni. Íslandsmeistarar Vals gjör- sigru›u KR-inga sem voru án margra af sínum bestu leikmönnum. Lokatölur voru 6–1 og skora›i Nína Ósk Kristinsdóttir flrennu. JÓN ARNÓR OG ÓLAFUR ERU EVRÓPUMEISTARAR: HVAÐ GERIR ÞRIÐJI BRÓÐIRINN? Eggert flarf a› komast a› hjá stórli›i KNATTSPYRNA Það var svo sem við því að búast að KR-ingar myndu ekki reynast mikil fyrirstaða fyrir Íslandsmeistarana. Þær voru án margra af sínum bestu leikmönnum sem eru nú á loka- sprettinum sínum í háskólanámi erlendis. Þá eru einnig væntan- legir í liðið erlendir leikmenn sem ekki voru með í gær. Valsarar voru hins vegar með sinn hóp nokkuð fullskipaðan, það vantaði helst Margréti Láru Viðarsdóttur sem er nú að stíga upp úr meiðsl- um. Það voru reyndar KR-stúlkur sem áttu fyrsta færi leiksins þegar Hrefna Huld Jóhannesdótt- ir fékk fínt skallafæri strax á 5. mínútu. Lítið annað markvert gerðist þó svo að bæði lið reyndu sitt besta. Það var svo Nína Ósk Kristinsdóttir sem kom sínum mönnum á bragðið er hún skoraði í autt markið eftir frábæran und- irbúning Rutar Bjarnadóttur. Hún hóf einnig sóknina sem skóp annað markið og aftur var það Nína Ósk sem skoraði af afar stuttu færi. Það stafaði afar lítil hætta af KR-ingum í fyrri hálfleik og varla að þær brutu á Valsmönnum, slík var prúðmennskan og skortur á baráttu. Það rættist þó aðeins úr því í síðari hálfleik þó svo að ein- hver bið yrði eftir mörkunum. Dóra María Lárusdóttir bætti í fyrir Valsmenn á 63. mínútu, skor- aði gott mark eftir frábæra stungusendingu nöfnu sinnar Stefánsdóttur. Hrefna Huld náði þó að klóra í bakkann nokkru síð- ar er hún skoraði af stuttu færi en strax í næstu sókn skoraði Vals- stúlkan Laufey Ólafsdóttir með frábæru skoti. Nína Ósk full- komnaði svo þrennuna og lokaorð- ið átti varnarmaðurinn Málfríður Sigurðardóttir sem hafði fært sig fram á miðjuna eftir að Guðrún Þorbjörnsdóttir kom inn á í henn- ar stöðu. „Við erum nánast með fullan hóp á meðan þær eru án margra fastamanna. Þetta er ekki það sem koma skal í sumar,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Þennan leik kláruðum við ágætlega en það er nú samt margt sem má fínpússa fyrir átökin í sumar, eins og búast má við á þessum árstíma.“ Leikið var á Stjörnuvelli á gervigrasi sem virtist fara ágæt- lega í leikmenn. „Völlurinn er fínn og líklega er þetta það sem er lík- ast grasinu af því sem er til. Ég hefði nú frekar viljað leika í Egils- höllinni til að fá fleiri áhorfendur en það var ekki boðið upp á það núna,“ bætti Elísabet við. Þó nokkrir áhorfendur lögðu leið sína í Garðabæinn í gær, þrátt fyrir nepjuna, og ekki óvarlega áætlað að vel á annað hundrað manns hafi verið á pöllunum þegar Íris Andrésdóttir, fyrirliði Vals, tók við bikarnum góða. eirikurst@frettabladid.is NBA-körfuboltinn: Kve›ur Mill- er í kvöld? KÖRFUBOLTI Lið Boston Celtics og Indiana Pacers eigast við í hrein- um úrslitaleik í fyrstu umferð úr- slitakeppni NBA í nótt. Einvígi liðanna hefur verið ótrúlega sveiflukennt og spennandi og þó að oddaleikurinn fari fram á heimavelli Boston í kvöld er engin leið að spá fyrir um úrslit hans, því margir leikir í seríunni hafa unnist á útivelli. Leikurinn er ekki síður merki- legur fyrir þær sakir að þetta gæti orðið síðasti leikur Reggie Miller í NBA-deildinni, ef Indiana tapar honum, því hann gaf það út fyrir nokkrum mánuðum að þetta yrði hans síðasta leiktíð í deild- inni. Miller hefur um árabil skemmt áhorfendum með tilþrifum sínum í úrslitakeppninni og hefur oftar en ekki farið á kostum í leikjum sem þessum. Sá gamli vill eflaust ekki tapa sínum síðasta leik á ferl- inum og það í Boston, svo fróðlegt verður að sjá hvernig hann stend- ur sig í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarps- stöðinni Sýn í kvöld og hefst út- sending klukkan 23.00. - bb FYRIRLIÐINN MEÐ BIKARINN Íris Andrésdóttir, fyrirliði Valsstúlkna, heldur hér bikarnum á lofti sem liðið fékk eftir frækinn 6–1 sigur á KR-ingum í úrslitum deildabikarkeppni kvenna. Fréttablaðið/Heiða HANDBOLTI Leikur Ciudad Real og Barcelona er án efa einn af stór- leikjum ársins en þar mætast spænsku risarnir í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barce- lona er auk þess sigursælasta lið Evrópu með 11 Evrópumeist- aratitla að baki en Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciu- dad Real vilja síst fegra þá sögu. „Ég gekk til liðs við Ciudad Real til að vera hluti af nýrri og enn stærri sögu,“ segir Ólafur en hann liðsmenn hans unnu fyrri leikinn, 29–28, eftir að kastað frá sér tækifæri til að vinna leikinn með stærri mun. „Við misstum dampinn og gerðum fullt af mis- tökum. Þrátt fyrir það unnum við leikinn og getum bætt okkur mikið í dag.“ Leikið verður í Palau Blaugrana-höllinni sem er eitt stærsta heimavallarvígi í hand- boltaheiminum. „Við unnum þá síðast þegar við lékum í Barcelona og því eru þeir ekk- ert allt of öruggir með sig nú,“ segir Ólafur. Íslendingaslagur í Þýskalandi Í Evrópukeppni félagsliða mætast Íslendingaliðin Magde- burg og Essen en fyrri leik liðanna lauk með 30–22 sigri Alfreðs Gíslasonar og læri- sveina hans í Magdeburg. Einn af þeim er línumaðurinn sterki, Sigfús Sigurðsson. Með Essen leikur Guðjón Valur Sigurðsson. Hann segir það vissulega slæmt að hafa tapað fyrri leiknum svo stórt, með átta marka mun, en að sú hindrun sé ekki óyfirstíg- anleg. „Við erum hvergi nærri hættir og ætla ég mér að sækja titilinn hingað til Essen.“ Alfreð hefur áður unnið þessa keppni, það var árið 2001. Þá lék Ólafur Stefánsson undir hans stjórn í Magdeburg. Leikirnir eru báðir á dagskrá í dag og verður leikur Ciudad Real og Barcelona sýndur beint á Sýn og hefst útsending kl. 14.50. -esá Fjórir Íslendingar í þremur liðum í úrslitaleikjum Evrópukeppnanna í handknattleik: Íslenskir Evrópumeistarar fæ›ast í dag SIGFÚS SIGURÐSSON Stendur í ströngu ásamt öðrum íslenskum handboltamönnum í dag. Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.