Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 32
Nýliðinn aprílmánuður varannasamur hjá KristínuIngvarsdóttur og sam- starfsfólki hennar í Norræna sýn- ingarskálanum á Expó 2005. Þjóðadagar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar voru haldnir í apríl og af því tilefni heimsóttu ríkis- arfar ríkjanna þriggja Japan heim. „Þetta er allt mjög geðþekkt fólk,“ segir Kristín um hina eðal- bornu og maka þeirra. Fulltrúi Svíþjóðar var Viktoría prinsessa, Hákon prins kom frá Noregi og Friðrik prins og María Elísabet frá Danmörku. Þótt Kristín sé vitaskuld Ís- lendingur er hún fulltrúi Norður- landanna í Japan og þegar hún notar orðið „við“ á hún við Norðurlöndin öll. „Ég verð að viðurkenna að ég var mjög stolt af norrænu ríkis- örfunum okkar. Þau eru öll mjög frambærileg, tala mörg tungumál og svara vel fyrir sig.“ Japanskir fjölmiðlar sýndu kóngafólkinu mikinn áhuga og framkoma þess kom blaðamönn- um á óvart. Alþýðlegheitin voru meiri en japanska pressan á að venjast af fólki í slíkum stöðum, þau heilsuðu almenningi með handabandi og spjölluðu við börn- in sem stóðu með þjóðfánana. Þá var öllum spurningum svar- að blátt áfram. „Norski krónprins- inn er nýgiftur og ungur faðir og fékk margar persónulegar spurn- ingar um stöðu sína, verkaskipt- inguna á heimilinu og lífið al- mennt. Öllu þessu svaraði hann eftir bestu samvisku,“ segir Kristín og bætir við að heimsókn- ir þessara tignu gesta hafi verið afar ánægjulegar. Íslendingadagur 15. júlí Finnski þjóðadagurinn verður haldinn á fimmtudag og þessa dagana beinast kraftar Kristínar að undirbúningi hans. Íslandsdag- urinn verður svo 15. júlí og vita- skuld mikið um dýrðir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður heiðursgestur og Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra fer fyrir fjölmennri sendinefnd listamanna. „Menningin verður í forgrunni en þó blöndum við henni saman við annað, líkt og við höfum gert á öðrum þjóðadögum,“ segir Kristín. Í hinum sameiginlega sýning- arskála Norðurlandanna er lögð áhersla á kynningu þess sem nor- rænt er en síður á sérkenni hverr- ar þjóðar fyrir sig. Það er aðeins í fordyrinu að sagt er frá löndunum í máli og myndum en þegar komið er inn í skálann sjálfan er allt samnorrænt. Og meðal íslenskra muna á sýningunni eru íþróttasíð- ur Morgunblaðsins, handprjónað teppi og munir af íslenskum heim- ilum. Að auki eru einstaklingar frá öllum Norðurlöndunum kynntir og frá Íslandi varð Ingi Jóhann Guðmundsson útgerðarmaður fyrir valinu. Sagt er frá daglegu lífi hans í stuttri mynd og ljós- myndir úr fjölskyldualbúminu sýndar. „Umhverfisþemað sem var valið fyrir Expo í ár er líka und- irliggjandi þema hjá okkur. Við kynnum það nýjasta á sviði orku- nýtingar og þar er til dæmis vindorkunotkun Dana kynnt, vatnsorkunotkun Norðmanna og jarðvarmanotkun Íslendinga.“ Allt innanstokks er flutt inn beint frá Norðurlöndunum þannig að skálinn er að sögn Kristínar mjög sannur sem slíkur. „Allt frá parkettinu að gjafapappírnum sem er notaður í minjagripaversl- uninni var sérstaklega flutt hing- að fyrir sýninguna.“ Daglegt líf vekur forvitni Það er sérstakt við Expo í ár að gestgjafarnir, Japanir, kosta alla skálana, ólíkt því sem áður hefur tíðkast. Það var svo í höndum hverrar þjóðar fyrir sig að inn- rétta og nýta skálana eins og fólk hafði ráð og hugmyndaflug til. Að sögn Kristínar hefur Nor- ræni skálinn vakið mikla athygli meðal gesta og á dögunum var sett met í gestakomu, 12.500 komu þangað á einum degi. Á þeim rúma mánuði sem sýningin hefur staðið hafa rúmlega 250 þúsund gestir komið í skálann. Hún segir Norðurlöndin hafa jákvæða ímynd í Japan og flest- ir þekki eitthvað til landanna. „Litla hafmeyjan í Kaupmanna- höfn er til dæmis vel þekkt en gestum finnst hvað mest spenn- andi að sjá hvernig umhorfs er á heimilum Norðurlandabúa. Fólk vill sjá og vita hvernig fjölskyld- urnar hegða sér heima fyrir og hvernig daglega lífið gengur fyrir sig.“ Kristín segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð við skál- anum frá fjölda gesta og fjöl- miðlafólks. Hann þyki afar norrænn og andrúmsloftið hlý- legt. „Fjölmargir staldra lengi við hjá okkur og svo eru margir sem koma aftur og aftur. Okkur hefur tekist að búa til þægilega stemningu sem fólk sækist í.“ bjorn@frettabladid.is 32 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Viska náttúrunnar er meginflema Heimss‡ningarinn- ar Expo 2005 sem nú stendur yfir í Japan. Í fyrsta sinn í 35 ár kynna Nor›urlöndin sig saman og hefur Kristín Ingvarsdóttir umsjón me› norræna skálan- um. Búist er vi› tólf milljón gestum á s‡ninguna fla› hálfa ár sem hún stendur. GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Dekkjalagerinn er nú á 11 stöðum um land allt! ...einfaldlega betri! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Njarðarnesi 1 603 Akureyri Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi Nor›ri› kynnt í austri FJÖLBREYTTUR HÓPUR LISTAFÓLKS skipar íslensku menningarsendi- nefndina sem tekur þátt í Íslandsdeg- inum 15. júlí: Caput tónlistarhópur- inn, myndlistarmaðurinn Halldór Ás- geirsson, Kvartett Sigurðar Flosasonar ásamt Kristjönu Stefánsdóttur og popphljómsveitin Bang Gang. Þá verður flutt nýtt viðamikið verk, Berg- mál, eftir Ragnhildi Gísladóttur og Sjón í samvinnu við þekktasta slag- verksleikara Japans, Stomu Yama- shíta. Flytjendur auk þeirra þriggja verða Sigtryggur Baldursson, Barna- kór Biskupstungna og Skólakór Kárs- ness en stjórnendur verða Þórunn Björnsdóttir kórstjóri og Hilmar Örn Agnarsson organisti. NORRÆNAR STAÐREYNDIR SKOÐAÐ- AR Sameiginlegur skáli Norðurlandanna á Heimssýningunni í Japan hefur vakið at- hygli gesta og fjölmiðlafólks, að sögn Krist- ínar Ingvarsdóttur. „Ég verð búin að vera hér í sjö ár þegar Expó lýkur í haust,“ segir Kristín, sem líkar vistin í þessu framandi landi mjög vel. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík langaði hana að læra eitthvað um Japan og önnur Asíulönd og hélt til Danmerkur. Þar vann hún í eitt ár en fór svo í fjögurra ára nám til Kaupmanna- hafnar sem var blanda af alþjóðlegu viðskipta- námi og Japansfræðum. „Þegar ég hafði fengið smjörþefinn af Japan og var búin að læra um toppinn á ísjakanum þurfti ég auðvitað að fara á staðinn. Ég fékk styrk frá jap- anska menntamálaráðuneytinu til að setjast á skólabekk í Japan og kom hingað haustið 1998.“ Kristín fékk í fyrstu styrk til eins og hálfs árs dvalar en hann hefur verið framlengdur í tvígang, fyrst til náms til meistaraprófs í japanskri sam- tímasögu og svo til doktorsprófs. Meðfram námi var Kristín fréttaritari Ríkis- útvarpsins í Japan og leiðsagði japönskum ferða- mönnum um Ísland. Og hún lætur vel af landi og þjóð. „Þetta er spennandi og góður staður og að mörgu leyti mjög þægilegur, þótt Tókýó geti stundum verið svolítið yfirþyrmandi. Ég hef margar ástæður til að vera hér áfram,“ segir hún himinsæl með lífið og tilver- una. KRISTIN INGVARSDÓTTIR Fyrir framan Norræna skálann á Expo-sýningunni. Japan er gó›ur og spennandi sta›ur Kristínu Ingvarsdóttur hefur li›i› vel í Japan í flau tæpu sjö ár sem hún hefur búi› flar. Áhuginn á landi og fljó› greip hana strax eftir stúdentspróf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.