Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 6
6 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Öryggisástandið í Írak slæmt sem endranær: Líkfundur á öskuhaugunum BAGDAD, AP Á annan tug líka fannst á ruslahaugum í útjaðri Bagdad í gær en auk þess týndu í það minnsta 26 lífi í hryðjuverkaárás- um gærdagsins. Fjöldi þeirra sem hafa fallið síðan ríkisstjórn al- Jaafari tók við völdum nálgast nú þriðja hundraðið. Menn í leit að brotajárni og öðru nýtilegu fundu líkin á ösku- haugum á borgarmörkum Bagdad í gærmorgun. Þau eru sögð tólf talsins og var greinilegt að fólkið hafði verið tekið af lífi. Bundið hafði verið fyrir augu sumra fórn- arlambanna og þau skotin í höfuð- ið. Líkin eru talin vera af bændum sem hurfu á dögunum er þeir voru á leið á markað með afurðir sínar. Í borginni Tikrit fórust átta lögreglumenn í bílsprengjuárás í gær en sjö særðust illa. Sunnar í landinu, í bænum Suwayrah, var enn einu sinni ráðist gegn um- sækjendum um lögreglustörf en þá gekk sjálfsmorðssprengjumað- ur inn í mannþröng, drap fjórtán manns og særði tuttugu. Ríkisstjórn al-Jaafari fundaði í dag um versnandi öryggisástand í landinu en síðan hún tók við völd- um hafa um 270 manns látið lífið í árásum. Talsmaður forsætisráð- herrans sagði að búið yrði að skipa í öll ráðherraembættin á sunnudag. ■ Tveir frambjóðendur Verkamannaflokksins: Töpu›u fyrir fyrrverandi samflokksmanni BRETLAND Tvær konur í framboði fyrir Verkamannaflokkinn þurftu í gær að lúta í lægra haldi fyrir fyrrverandi samflokksmönnum sínum í kjördæmum þar sem flokkurinn fékk meira en helming greiddra atkvæða í síðustu þing- kosningum. Oona King missti þingsæti sitt fyrir Bethnal Green til George Galloway, fyrrum þingmanns Verkamannaflokksins, sem bauð sig fram fyrir framboðslistann Respect. Helsta baráttumál Galloways var að mótmæla Íraks- stríðinu, en stór hluti íbúa kjördæmisins er múslimar. Oona er ung svört kona sem kom inn á þing 1997 og þótti eiga mikla framtíð innan flokksins. Á síðasta kjörtímabili hafði hún all oft komið fram í fjölmiðlum, meðal annars til að sýna fjöl- breytileika þingmanna flokksins. Í Blaenau Gwent kjördæmi í Wales tókst Maggie Jones ekki að komast inn á þing fyrir hönd Verkamannaflokksins, en fylgi flokksins í kjördæminu var yfir 70 prósent í kosningunum 2001. Blaenau Gwent var talið eitt ör- uggasta þingsæti Verkamanna- flokksins og voru úrslitin því nokkuð áfall fyrir flokkinn. Heimamenn voru ekki sáttir við að höfuðstöðvar Verkamanna- flokkisins buðu heimamönnum einungis upp á kvenkyns fram- bjóðendur. Til að mótmæla þessari tilhögun höfuðstöðvanna kaus meirihluti kjósenda Peter Law. Hann er fyrrverandi meðlimur Verkamannaflokksins, en gekk úr flokknum eftir deilur um fram- boðslistann. - ss Akralandsló›ir gætu slegi› met Hafin er sala fyrstu ló›anna á Akralandi í Gar›abæ og búast fasteignasalar almennt vi› a› metver› fáist fyrir flær vænlegustu. fiegar hefur mikils áhuga or›i› vart enda sta›setningin gó›. FASTEIGNIR „Miðað við þann slag sem verið hefur um lóðir mjög víða á suðvesturhorni landsins undanfarnar vikur og mánuði tel ég ekki ólíklegt að bestu lóðirnar fari um og yfir 20 milljónir króna, „ segir Þorleifur St. Guðmunds- son, fasteignasali hjá Eignamiðl- uninni, en það fyrirtæki er annað tveggja sem auglýst hafa til sölu einbýlishúsalóðir í Akrahverfi í Garðabæ. Fasteignasalar sem Fréttablað- ið náði tali af eru flestir sammála um að met verði slegin með sölu lóðanna enda um stórar lóðir mið- svæðis á höfuðborgarsvæðinu að ræða. Hingað til hafa svipaðar lóðir hæst farið í 16 til 17 milljón- ir króna. Sigurður Hjaltested, sölustjóri Kletts fasteignasölu, er meðal þeirra sem telja að með útboðinu gætu lóðamet verið slegin. „Miðað við lóðaverð í Garðabæ og hátt fasteignaverð þar gæti ég séð fyr- ir mér að lóðir færu á bilinu 12-17 milljónir. Lóðir með gott útsýni eru eflaust dýrari,“ segir Sigurður. Þorleifur Guðmundsson segist þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga þó stutt sé síðan lóðirnar voru auglýstar og er hann ekki í neinum vafa um að barist verði um hverja lóð. „Það er eitt sem hefur gleymst í umræðunni um hækkandi fasteignaverð og það er að lóðaverð hefur hækkað mun meira en húsnæðisverðið. Á með- an byggingarkostnaður hefur að miklu leyti staðið í stað hefur verð á landi mjög víða rokið upp. Að því leytinu til eru þessar lóðir ekki ýkja dýrar miðað við stað- setningu.“ Ágúst Kr. Björnsson, fram- kvæmdastjóri eignarhaldsfélags- ins Akralands, sem er sameign Þyrpingar og Keflavíkurverktaka og var sérstaklega stofnað utan um verkefni í Garðabæ, segir engar kröfur gerðar af þess hálfu um lágmarks- eða hámarksboð í viðkomandi lóðir. „Það er mjög á reiki hversu mikið er hægt að fá fyrir umræddar lóðir og það er að hluta til ástæða þess að við setj- um ekkert lágmark. Þetta eru afar góðar eignir á eftirsóttum stað og ég fullyrði að ekki hafa komið jafngóðar lóðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í langan tíma.“ Alls verða 49 lóðir seldar en í þessari atrennu eru 26 lóðir í boði og rennur frestur til að skila inn tilboðum út eftir tvær vikur. albert@frettabladid.is Eltingaleikur: Tekinn á 160 HRAÐAKSTUR Bifhjólamaður gerði tilraun til að stinga lögregluna af þegar hún reyndi að stöðva hann þar sem hann ók á 118 kílómetra hraða eftir Reykjanesbrautinni. Ók hann á meira en 160 kílometra hraða þegar eltingaleikurinn stóð sem hæst. Eltingaleiknum lauk svo í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði þegar maðurinn datt og var tekinn hönd- um. Lögreglan segir viðbrögð bif- hjólamannsins afar óhyggileg þar sem hann hefði sloppið með 20 þús- und króna sekt hefði hann stöðvað strax. Þess í stað má hann nú búast við hárri sekt og ökuleyfissviptingu auk þess sem hjólið er illa farið. – jse www.bluelagoon.is • 420 8800 Verð 6.200 kr. Orkumeðferðin er fáanleg í verslunum Bláa Lónsins í heilsulind, að Aðalstræti 2 í Reykjavík, í versluninni Lyf & heilsa í Kringlunni og í netverslun á www.bluelagoon.is Mæðradaginn Hugsaðu vel um mömmu og færðu henni nýju BLUE LAGOON orkumeðferðina sem hreinsar húðina, kemur á hana jafnvægi og fær húðina til að geisla af orku. Orkumeðferð fyrir andlit á Fáanlegt í versluninni Lyf & heilsa í Kringlunni Veistu hva› Mannréttinda- skrifstofa gerir? SPURNING DAGSINS Í DAG: Lastu Bla›i› í gær? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 56% 44% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN ÚTFÖR UNDIRBÚIN Lögreglumenn í Tikrit útbúa líkkistur sem félagar þeirra verða lagðir í. SIGRI GALLOWAYS FAGNAÐ Galloway var einn fyrrverandi flokksmanna Verka- mannaflokksins sem komust á þing með sérframboði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P EFTIRSÓTT LANDSPILDA Komnar eru í sölu fyrstu 26 eignalóðir að Akralandi í Garðabæ og eru fasteignasalar almennt sammála um að lóðaverð gætu slegið öll met.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.