Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 22

Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 22
Íslandsvinirnir í Skandia Fleiri en Burðarás og KB banki virðast sjá tækifæri í sænska fjármálafyrirtækinu Skandia. Samkvæmt Dagens Industri hafa finnski bankinn Sambo, fjár- málamaðurinn Sven-Olof Johanssson og sjeik Mo- hammed Al-Amoudi verið að kaupa hluti í Skandia. Blaðið veltir fyrir sér hvað menn séu að spá í Skandia. KB banki og Burðarás neita því að sam- vinna sé á milli íslensku fyrirtækjanna í hluthafa- hópi Skandia og Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir að félagið sé undirverðlagt og það sé ástæða kaupa Burðaráss. Blaðið hefur það eftir sérfræðingum að líkur séu á því að þessi kaup leiði til hræringa og yfirtökutilrauna. Skolaðist til hjá Times Bresk blöð hafa almennt tekið gilda þá skýringu Derek Lovelock, forstjóra Mosaic, að höfuðástæða skráningar hér á landi sé sú að fyrirtækið verði stór fiskur í lítilli tjörn hér á landi, en myndi týnast á breska markaðnum. Times skrifaði þó í fyrstu frétt að Mosaic hefði snú- ið sér hingað til lands eftir að hafa fengið kuldalegar viðtökur á breska markaðnum. Að- standendur Mosaic segja að þarna hafi eitt- hvað skolast til hjá blaða- manni Times, sem var tjáð að möguleikar hefðu verið skoðaðir, en niðurstaða ráðgjafar hefði verið að ís- lenski markað- urinn hentaði betur fyrirtæki af þessari stærð. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.035 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 200 Velta: 947 milljónir -0,32% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Eignaverðsvísitala KB banka hefur hækkað um 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. Milli febr- úar og mars hækkaði hún um eitt prósent. Eignirnar sem heyra und- ir vísitölunni eru um þrjú þúsund milljarða virði. Vinnslustöðin hagnaðist um 459 milljónir króna á fyrsta árs- fjórðungi í ár samanborið við 271 milljón á sama tímabili í fyrra. Breska FTSE hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,34 prósent í gær. Í Þýskalandi hækkaði DAX um 0,27 prósent. Mikil hækkun var á verði hluta- bréfa í Japan í gær. Nikkei vísital- an, sem mælir gengi stærstu fé- laga í kauphöllinni í Tókýó, hækk- aði um 1,73 prósent. 22 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Vísitalan hefur lækkað fimm viðskiptadaga í röð. Sérfræðingar telja að um leiðréttingu á hlutabréfa- verði sé að ræða og líta frekar björtum augum á framhaldið. Uppgjörs- tölur gefi ekki tilefni til mikilla lækkana. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að gefa eftir á síðustu dögum eftir miklar hækkanir allt árið. Úr- valsvísitalan náði hámarki þann 27. apríl síðastliðinn þegar hún endaði í 4.137 stigum en við lok markaðarins í gær stóð hún í 4.035 stigum og hefur því lækkað samfellt síðustu fimm viðskiptadaga. Uppgjör átta félaga af fimmtán sem mynda úrvalsvísitölu Kaup- hallarinnar hafa verið birt. Þau hafa almennt verið á áætlun nema upp- gör Íslandsbanka, sem var langt undir væntingum markaðarins. Greiningardeild Landsbankans gekk svo langt að segja að uppgjör- ið hefði verið slakt. Uppgjör KB banka, Og fjarskipta og Straums voru í góðu samræmi við væntingar og árshlutatölur frá Bakkavör voru mjög góðar og hækkaði félagið mik- ið í kjölfar þeirra. Jafet Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar hf., telur að lækkanir síðustu daga skýrist að- allega af því að markaðurinn sé að leiðrétta sig eftir miklar hækkanir að undanförnu. Sjálf uppgjörin skýri ekki lækkanir síðustu daga. „Markaðurinn fór allt of bratt upp á við og því eru margir fjárfestar að leysa út hagnað eftir m i k l a r hækkanir.“ Einnig bend- ir hann á að krónan hafi veikst talsvert undanfarið og verið geti að veiking krónunnar beini fjárfestum í þá átt að selja hluta- bréf. Atli B. Guðmundsson hjá greiningu Íslandsbanka tekur í sama streng, að um leiðréttingu sé að ræða, enda séu flest uppgjörin í takt við spár. „Það eru engar ein- faldar skýringar fyrir lækkunum síðustu daga,“ segir Atli og bætir því við að lækkanirnar eigi sér stað í litlum viðskiptum. Bæði Atli og Jafet eru sammála um að undirliggjandi aðstæður séu góðar á hlutabréfamarkaðinum. Ís- landsbanki spáði því í byrjun apríl að úrvalsvísitalan myndi hækka um 25-30 prósent á árinu og samkvæmt því gæti hún átt inni allt að 10 pró- senta hækkun. „Við sjáum fram á að úrvalsvísitalan hækki áfram þótt það verði í mun minni mæli en oft áður,“ segir Atli. Jafet bendir á að ársfjórðungur- inn hafi farið vel af stað og horfur í atvinnumálum séu mjög góðar. Fréttir af KB banka og Bakkavör hafi verið jákvæðar og almennt standi markaðurinn vel. Honum líst vel á að erlendir aðilar sýni Kaup- höllinni áhuga: „Mér finnst mjög já- kvætt að Mosaic Group ætli sér inn á íslenska markaðinn og er ég nokk- uð viss um að fleiri erlend félög fylgi í kjölfarið,“ segir Jafet. eggert@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,20 +1,26% ... Atorka 6,00 - 0,99% ... Bakkavör 33,40 -1,76% ... Burðarás 13,80 – ... FL Group 14,30 – ... Flaga 5,25 – ... Íslandsbanki 13,40 -0,37% ... KB banki 535,00 - 0,37% ... Kögun 62,40 – ... Landsbankinn 16,20 -0,61% ... Marel 55,20 - 0,54% ... Og fjarskipti 4,14 -0,24% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,75 -0,84% ... Össur 81,00 +0,62% Nýherji 1,64% Actavis 1,26% Össur 0,62% Bakkavör -1,76% Jarðboranir -1,01% Atorka -0,99% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Síminn selur í Straumi Ætlaði aldrei að vera hluthafi. Síminn hefur selt 2,7 prósenta hlut í Straumi fjárfestingarbanka hf. og nam söluhagnaðurinn um 700 milljónum króna fyrir skatta. Söluhagnaðurinn er færður á fyrsta ársfjórðungi 2005 en hlut- urinn var seldur í lok mars. Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Símans, sagði ástæðu söl- unnar vera þá að aldrei hefði stað- ið til að Síminn ætti hlutabréf í Straumi. Þau hafi því verið seld um leið og gott tilboð barst. Brynjólfur segir Símann hafa átt hlut í tuttugu fyrirtækjum sem runnu inn í Íslenska hugbúnaðar- sjóðinn sem seinna sameinaðist Straumi og þannig varð Síminn hluthafi í Straumi. - dh Fengur b‡›ur í ríkisflugfélag Litháa Tap var á rekstri félags- ins í fyrra. Eignarhaldsfélagið Fengur hefur gert tilboð í litháíska flugfélagið Lithuanian Airlines, sem er alfar- ið í eigu litháíska ríkisins. Fengur er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Þrír lit- háískir fjárfestar gerðu tilboð í félagið auk Fengs. Pálmi er bjartsýnn á að tilboð Fengs verði ofarlega á lista í út- boðinu vegna þess að fyrirtækið eigi fyrir flugfélögin Sterling og Iceland Express og mikill áhugi sé fyrir nánara samstarfi við Skandinavíu. Velta Lithuanian Airlines á síð- asta ári var um fimm milljarðar króna og jókst hún um 10 prósent milli ára. Tap síðasta árs var um 200 milljónir króna en niður- færsla á eignum skýrir að hluta til tapið í fyrra. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði og afskriftir var um 60 milljónir. Lithuanian Airlines flutti rúmlega 400 þúsund farþega í fyrra og gerir félagið ráð fyrir 30 prósenta aukningu farþega á þessu ári. Pálmi gerir ráð fyrir að mikið sé hægt að spara í rekstri Lithu- anian Airlines og bendir á að starfsmenn félagsins séu um 700. - dh Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Fá›u meira me› Opel Söluver› 595.000 kr. og mi›ast vi› 100% bílasamning til 60 mána›a. Opel Astra á a›eins 11.975 kr. á mán* F yl g ir N‡ heilsársdekk N‡jar álfelgur 12.000 kr. bensínkort frá EGO A›eins6 bílar!Komdu núnaog fá›u meira! Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00 BRYNJÓLFUR BJARNASON FORSTJÓRI SÍMANS Síminn seldi í Straumi um leið og gott tilboð barst. VERÐBREYTINGAR Í ÚRVALSVÍSITÖL- UNNI ÁRIÐ 2005 Mánuður Verðbreyting Janúar +10,0% Febrúar +2,0% Mars +3,9% Apríl +4,9% Maí -1,8% Úrvalsvísitalan heldur áfram að lækka HLUTABRÉF LÆKKA Úrvalsvísitalan hefur gefið eftir í maí eftir samfellda hækkun frá áramótum. Talið er líklegt að fjárfestar séu að innleysa gengishagnað. Mat sérfræðinga er að aðstæður á markaðnum séu góðar og búast þeir við áframhaldandi hækkunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.