Fréttablaðið - 07.05.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 07.05.2005, Síða 8
7. maí 2005 LAUGARDAGUR JARÐHITI Orkuveita Húsavíkur hef- ur ákveðið að leiða 95 gráðu heitt vatn úr borholu á Húsavíkurhöfða í pott sem komið verður fyrir við Sundlaug Húsavíkur. Veitustjóri segir vatnið hafa góða virkni gegn psoriasis-sjúkdómnum auk þess sem breyting á efnainnihaldi þess geti sagt til um yfirvofandi jarð- hræringar á Norðurlandi. Hreinn Hjartarson veitustjóri segir að holan hafi verið boruð 1960 og sé um 1.500 metra djúp. Átti hún að sjá Húsvíkingum fyr- ir heitu vatni en frá því var horf- ið þar sem of mikið salt var í vatninu. „Þetta er með elsta vatni sem fundist hefur á Íslandi og hefur klárlega sambærileg heilsuáhrif og vatnið í Bláa lón- inu,“ segir Hreinn. Vikulega eru tekin sýni úr vatninu og þau send til Stokk- hólms. „Með því að fylgjast með breytingum á efnainnihaldi vatnsins hafa sænskir sérfræð- ingar getað sagt til um yfirvof- andi jarðhræringar á Norður- landi. Á næstunni verður komið fyrir sjálfvirkum mælibúnaði sem efnagreinir vatnið og sendir niðurstöðuna í gegnum símalínu til Svíþjóðar,“ segir Hreinn. Kostnaður við að koma vatninu á sundlaugarsvæðið er um sex milljónir króna. -kk Samkeppni um byggingu Háskólatorgs: Fimm hópar keppa um hönnunina HÁSKÓLI ÍSLANDS Fimm fyrirtæki hafa verið valin til að keppa um hönnun og byggingu Háskóla- torgs Háskóla Íslands. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður torgið tekið í notkun í árslok 2007. Sérstakur kynningarfundur var haldinn með keppendum um hönnun og byggingu Háskóla- torgsins í hátíðasal Háskólans í gær. Þar fengu keppendur af- henta kröfu- og þarfalýsingu fyrir bygginguna. Hóparnir saman- standa allir af verktaka- og hönn- unarteymum. Keppendurnir hafa um fjóra mánuði til að vinna að frumtillögum um byggingu og skipulag en skilafrestur er til 31. ágúst. Í septemberlok verður tilkynnt hvaða tillaga verður fyrir valinu og áætlað er að hefja fram- kvæmdir næsta vor. Byggingar- kostnaður er áætlaður um 1.600 milljónir. Happdrætti Háskólans fjármagnar hluta framkvæmda en framlag Háskólasjóðs Eim- skips er um hálfur milljarður og skiptir sköpum um að gera fram- kvæmdina að veruleika. - oá AKRANES Fyrrverandi alþingismað- urinn Guðjón Guðmundsson, sem ráðinn hefur verið framkvæmda- stjóri dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, segist hafa sótt um stöð- una einfaldlega vegna þess að hann taldi sig uppfylla þær hæfn- iskröfur sem fram komu þegar staðan var auglýst. Hann þvertek- ur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjar- stjórnarminnihluta Sjálfstæðis- flokksins þegar hann lagði fram umsókn sína. Fram kom í auglýsingu að óskað væri eftir einstaklingi sem hefði þekkingu á stjórnsýslusviði, bókhaldsþekkingu og hæfni í mannlegum samskiptum auk þess að vera búsettur á svæðinu. Guðjón telur sig uppfylla þessar kröfur. Guðjón sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í tólf ár auk þess sem hann sat í bæjarstjórn Akraness samtals í jafn langan tíma þannig að ljóst er að hann hefur nokkra þekkingu og reynslu á stjórnsýslusviði. Eins hefur hann viðamikla reynslu af bókhaldi sem skrifstofustjóri Skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts. Það olli einnig nokkrum deil- um á sínum tíma þegar Ásmund- ur Ólafsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri dvalarheimilisins, var ráðinn en fljótlega fennti í þau spor og hefur hann þótt sinna starfi sínu vel. Guðjón á að taka við starfinu á allra næstu dögum. -oá SAMKEPPNI UM BYGGINGU HÁSKÓLATORGS HÓFST Í GÆR Kröfu- og þarfalýsing var afhent keppendum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A ÁB GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Ráðning hans sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hefur valdið nokkrum úlfaþyt. Heitt vatn á Húsavíkurhöfða: Töfravatn á sundlaugarsvæ›i› GAMLI UNDRAPOTTURINN Orkuveita Húsa- víkur setti upp gamalt ostakar við borhol- una fyrir rúmum áratug þar sem psoriasis- sjúklingar og aðrir hafa notið heita vatnsins. Sótti um án samrá›s Gu›jón Gu›mundsson segist uppfylla allar hæfniskröfur sem ger›ar voru til umsækjenda um starf framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höf›a.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.